Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 109
107
amma mín, Guðrún, gekk þá
með pabba, sem fæddist um
haustið. Þau Magnús höfðu
ætlað að gifta sig, þegar hann
kæmi aftur norður með hring-
ana að lokinni vertíðinni. Móðir
Magnúsar Þorleifssonar var
Ingibjörg Magnúsdóttir, dóttir
séra Magnúsar Magnússonar
í Glaumbæ í Skagafirði og
Sigríðar Halldórsdóttur frá
Reynistað. Foreldrar Sigríðar
frá Reynistað voru Ragnheiður
Einarsdóttir og Halldór Vídalín,
klausturhaldari. Sigríður var
systir bræðranna Bjarna og
Einars, sem urðu úti á Kili
1780.“
Manstu eftir þér á Hvítadal?
„Anna Eymundsdóttir, móðir mín, var ljósmóðir, lærði
hjá landlækni Jónassen og bjó þá í Tobbukoti hjá Þorbjörgu
Sveinsdóttur. Hún var ljósmóðir í Saurbæ þau 6 ár, sem foreldr-
ar mínir bjuggu þar, og á Hvítadal er ég fæddur 21. maí 1913.
En ég á fáar minningar þaðan frá þessum árum, man helzt eftir
ferðalaginu árið 1919, þegar við fluttum til Hólmavíkur. Við
fórum á hestum niður að Gilsfirði, Salthólmavík, og svo sjóleið-
ina yfir í Króksfjarðarnes. Þá hafði ég aldrei séð sjóinn áður, og
mér þótti hann ótrúlega stór. Ferjað var yfir Gilsfjörð á bringing-
arskipi, áttæringi, sem notaður var til vöruflutninga úr skipum
eins og Suðurlandinu, þegar það kom. Við fórum á hestum yfir
Tröllatunguheiði til Hólmavíkur.
Faðir minn var trésmiður og gerðist nú smiður á Hólmavík.
Móðir mín hafði aldrei kunnað við sig á Hvítadal, og ég held,
að föður mínum hafi heldur leiðzt búskapurinn, og því fluttu
þau til Hólmavíkur. Nú smíðaði hann hús þarna í þorpinu og
í sveitinni í kring, m. a. húsið í Stóra-Fjarðarhorni fyrir Sigurð
Þórðarson. Einnig eru til eftir hann mublur, rokkar, skíði,
Anna Eymundsdóttir.