Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 116
114
kennarafundi þetta sama haust
fyrir að skrifa í tímaritið Rétt
greinina Hreyfing íslenzkrar öreiga-
æsku; en skólameistari reyndi
allt hvað hann gat til að forða
því að svona færi, bara að hann
vildi nú játa eitthvað á sig, svo
að ekki kæmi til brottrekstrar,
en Ásgeir var ósveigjanlegur.[5]
Þetta fyrir norðan lagðist svona
og svona í okkur eftir pólitík.
Fáir nemendur í mín-
um árgangi voru utan af
landi. Þórarinn Guðnason og
Sigurður Guðmundsson voru
það. Sigurður borðaði hjá
Pálma, þangað til ég var rekinn,
þá hætti hann því. Benjamín
Eiríksson var á undan mér, mikill námsmaður, kom suður haust-
ið 1930 eftir gagnfræðapróf á Akureyri, fór í 4. bekk, las 5. bekk
utanskóla og varð stúdent 1932 og dúx. Séní á vissum sviðum.
Seinna varð hann eins og tveir óskyldir menn. Eftir stúdentspróf
fór Benjamín til Berlínar, suðupottur þar; Kiel var víst of dauf
fyrir hann. Síðar varð hann smeykur við nasistana í Þýzkalandi,
– af því að hann hét gyðinganafninu Benjamín, sagði hann mér,
– og fór til Moskvu og Stokkhólms og síðast til Ameríku. Hann
var þar, sem heitast brann.
Sigurður Guðmundsson las utan skóla fyrir gagnfræðapróf og
settist í sama árgang og ég, og þá kynnist ég honum, en að vísu
var hann í stærðfræðideildinni. Hann kom með bæklinga, lagði
þá fram til að lesa, án þess að vera að ýta þeim beint að okkur.
Einn þeirra hét Verkalýðurinn og kreppan. Sigurður Guðmundsson
gerði mig að sósíalista. Ég fór meira að segja að stauta mig fram
úr þýzkum bókum í fræðunum og fór þá fram í þýzkunni. Sá
mikli kennari, Jón Ófeigsson, tók eftir því.
Einar Olgeirsson ýtti undir þetta. Einar safnaði ekki peningum,
þegar hann var framkvæmdastjóri Síldareinkasölunnar, heldur
eyddi hann þeim í útgáfustarfsemi. Líklegast sá ég Einar fyrst
Eggert Þorbjarnarson.