Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 62

Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 62
60 á Grænlandi. Auðunn hefur sjálfsagt heimsótt konung fyrir 1065 en nokkru eftir Vínlandsferðirnar, sennilega einhvern tíma á milli 1050 og 1060. Hann hitti bæði Harald harðráða Noregskonung (1046–1066) og Svein Danakonung (1047–1076) í ferð sinni. Ekki er því ástæða til að ætla annað en að upplýs- ingar þær sem Adam frá Brimum fékk frá Sveini konungi hafi verið áreiðanlegar og frásögn hans af Vínlandi því trúverðug í megindráttum. Langsótt virðist enn fremur að ætla, með hlið- sjón af framansögðu, að frásögn Adams frá Brimum af Vínlandi sé hreinn uppspuni. Ástæðulaust er því að draga Vínlandsnafnið sérstaklega í efa, enda má jafnvel halda því fram að frásagnir af vínviði, vínberjum og víni séu um margt trúverðugri en sumt annað í sögunum því fullyrða má að vínviður hafi vaxið þarna og sjálfsagt borið fullþroskaðar þrúgur eins og heimildirnar greina frá. Vínlandssögurnar og ósamræmi í sögunum Heimildir um Vínlandsferðir norrænna manna frá Grænlandi og Íslandi er fyrst og fremst að finna í Vínlandssögunum tveim- ur, sem talið er að hafi verið ritaðar á 12. öld af íslenskum fræðimönnum þess tíma. Frásagnir Vínlandssagnanna höfðu þá geymst í minni manna á Íslandi, sjálfsagt sérstaklega afkomenda Vínlandsfaranna og auðvitað annarra einnig, í u.þ.b. eina og hálfa öld eða liðlega það, enda þar sagt frá mjög merkilegum og sérstæðum atburðum sem Íslendingum hefur þótt sérlega frá- sagnarverðir. Þetta þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart því vitað er að fólk sem náð hefur háum aldri man greinilega atburði sem gerðust fyrir 80 til 90 árum. Hafa verður þó í huga að líklegt er að sögurnar séu ekki skráðar fyrr en með fjórðu kynslóð eftir kynslóð Vínlandsfaranna og dregur það auðvitað úr trúverð- ugleika einstakra atburða, en frásagnirnar í heild gætu þó verið nærri sanni. Umtalsvert ósamræmi er milli Vínlandssagnanna tveggja, Eiríkssögu rauða og Grænlendingasögu. Atburðir í ann- arri koma ekki fyrir í hinni og öfugt og sagt er frá atburðum og þátttakendum með mismunandi hætti í sögunum. Ekki er reyndar að furða þótt misræmis gæti eftir svo langa munnlega geymd, en segir þó ekki að lítið sé að marka helstu efnisþætti sagnanna. Erfitt er auðvitað að skýra þetta ósamræmi til fulln-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.