Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 62
60
á Grænlandi. Auðunn hefur sjálfsagt heimsótt konung fyrir
1065 en nokkru eftir Vínlandsferðirnar, sennilega einhvern
tíma á milli 1050 og 1060. Hann hitti bæði Harald harðráða
Noregskonung (1046–1066) og Svein Danakonung (1047–1076)
í ferð sinni. Ekki er því ástæða til að ætla annað en að upplýs-
ingar þær sem Adam frá Brimum fékk frá Sveini konungi hafi
verið áreiðanlegar og frásögn hans af Vínlandi því trúverðug í
megindráttum. Langsótt virðist enn fremur að ætla, með hlið-
sjón af framansögðu, að frásögn Adams frá Brimum af Vínlandi
sé hreinn uppspuni. Ástæðulaust er því að draga Vínlandsnafnið
sérstaklega í efa, enda má jafnvel halda því fram að frásagnir af
vínviði, vínberjum og víni séu um margt trúverðugri en sumt
annað í sögunum því fullyrða má að vínviður hafi vaxið þarna og
sjálfsagt borið fullþroskaðar þrúgur eins og heimildirnar greina
frá.
Vínlandssögurnar og ósamræmi í sögunum
Heimildir um Vínlandsferðir norrænna manna frá Grænlandi
og Íslandi er fyrst og fremst að finna í Vínlandssögunum tveim-
ur, sem talið er að hafi verið ritaðar á 12. öld af íslenskum
fræðimönnum þess tíma. Frásagnir Vínlandssagnanna höfðu þá
geymst í minni manna á Íslandi, sjálfsagt sérstaklega afkomenda
Vínlandsfaranna og auðvitað annarra einnig, í u.þ.b. eina og
hálfa öld eða liðlega það, enda þar sagt frá mjög merkilegum og
sérstæðum atburðum sem Íslendingum hefur þótt sérlega frá-
sagnarverðir. Þetta þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart því vitað
er að fólk sem náð hefur háum aldri man greinilega atburði sem
gerðust fyrir 80 til 90 árum. Hafa verður þó í huga að líklegt er
að sögurnar séu ekki skráðar fyrr en með fjórðu kynslóð eftir
kynslóð Vínlandsfaranna og dregur það auðvitað úr trúverð-
ugleika einstakra atburða, en frásagnirnar í heild gætu þó verið
nærri sanni. Umtalsvert ósamræmi er milli Vínlandssagnanna
tveggja, Eiríkssögu rauða og Grænlendingasögu. Atburðir í ann-
arri koma ekki fyrir í hinni og öfugt og sagt er frá atburðum
og þátttakendum með mismunandi hætti í sögunum. Ekki er
reyndar að furða þótt misræmis gæti eftir svo langa munnlega
geymd, en segir þó ekki að lítið sé að marka helstu efnisþætti
sagnanna. Erfitt er auðvitað að skýra þetta ósamræmi til fulln-