Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 106
104
Í síðasta hefti Strandapóstsins[1] birtist grein um Eymund Magnússon,
skólapilt frá Hólmavík á Ströndum, og skyndilegan brottrekstur hans úr
Menntaskólanum í Reykjavík, rétt fyrir upplestrarfrí til stúdentsprófs
1934, eftir 6 ára nám í skólanum. Eymundur var rekinn fyrir skrif um
rektor skólans. Í miðri kreppunni á tímum mikilla pólitískra átaka voru
róstur í Menntaskólanum ekkert einsdæmi, en menn náðu þó oft sáttum
eins og lýst er í greininni. Í máli Eymundar varð hins vegar engin sátt.
Fyrir honum lá ekki að ljúka stúdentsprófi eða stunda háskólanám. Í stað
þess lærði hann prentmyndagerð í Moskvu og starfaði í þeirri grein alla
sína starfsævi. Hér í þessari grein er sagt frá ætt Eymundar og uppvexti á
Ströndum og í Dölum og lýst skólavistinni í MR, allt fram að atburðinum
örlagaríka vorið 1934. Þá tekur við frásögn af dvöl hans í Kaupmanna-
höfn og nær 3ja ára iðnnámi og starfi í Moskvu.
Ert þú ekki Þingeyingur, þegar lengra er rakið?
„Jú, af Eymundarætt á Langanesi, en einnig er ég Strandamaður.
Afi minn var Eymundur Guðbrandsson (1844–1927) frá Syðri-
Brekkum á Langanesi, sonur hjónanna Guðbrands Halldórssonar
(1807–1880), hreppstjóra, og Margrétar Jónsdóttur (1806–1860),
en hún var frá Vopnafirði. Þau bjuggu á Syðri-Brekkum.
Guðbrandur er sagður greindur maður en hrotti í kirkjubókum.
Móðurfaðir Guðbrands bar einnig Eymundarnafnið, Eymundur
Ólafsson, sonur Ólafs Skorvíkings Finnbogasonar. Ólafur bjó í
Skoruvík, sem einnig er norðanmegin á Langanesinu.[1]
Ólafur Grímur Björnsson
Stranda-
maður í
Moskvu
Eymundur Magnússon segir frá