Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 63

Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 63
61 ustu, en hugsanlega hafa höfundar sagnanna haft mismunandi sýn á málin eða stuðst við mistrausta heimildarmenn og tilgang- ur með skrifum höfundanna gæti einnig hafa verið mismunandi. Sumum atburðum því jafnvel af ásettu ráði sleppt eða lítið um þá fjallað. Í einu atriði sérstaklega ber þó sögunum vel saman, en það er í frásögnum af vínviðnum og vínberjunum sem báðar sögurnar gera góð skil. Þetta verður ótvírætt að telja sterka vísbendingu um að Leifur og aðrir Vínlandsfarar hafi komist inn á heitari svæði inni í Lárentsflóa, þar sem vínviður hefur vaxið, t.d. inn með Lárentsfljóti eða jafnvel enn sunnar. Nýfundnaland og ytri hluti flóans og sennilega innri hluti flóans allt frá Orleanseyju út á Gaspéskaga og jafnvel með ströndinni suður til Bretoneyjar bauð sjálfsagt alls ekki upp á slík skilyrði og enn síður svæðið út með flóanum að norðan á strönd Labrador (Markland). Í og inn af innflóum svo sem Hitaflóa (Chaleur Bay) eða Miramichi-firði er þó ekki hægt að útiloka að Vínland Leifs hafi verið, því þar vaxa vínber enn í dag. Augljóst er að höfundur Eiríkssögu ætlaði sér fyrst og fremst að skrá sögu Guðríðar Þorbjarnardóttur, sem er tvímælalaust aðalpersóna sögunnar ásamt Þorfinni karlsefni manni hennar. Þessi tilgangur höfundar gæti verið orsök þess að ýmsum atburð- um Vínlandsferðanna sem lýst er í Grænlendingasögu er vísvit- andi sleppt í Eiríkssögu, hugsanlega til að draga ekki athygli frá Guðríði og Karlsefni, enda sagan umfram allt saga þeirra hjóna. Þegar ósamræmi er í frásögnum af sömu atburðum og jafnvel af sömu persónum í sögunum, hafa höfundar ekki vitað betur eða af ásettu ráði fellt atburðina að þeirra eigin tilgangi með sögurit- uninni, en það gátu þeir sjálfsagt leyft sér því lítið hefur vænt- anlega verið um „krítik“ annarra á ritunartíma sagnanna og fáir eða engir vitað hið rétta. Ekkert mat er hér lagt á hvor höfund- urinn hefur réttara fyrir sér þar sem ósamræmis gætir. Ekki fer hins vegar á milli mála að höfundur Grænlendingasögu skrifar sögu Vínlandsferðanna í víðara samhengi, fjallar um fleiri ferðir og kemur víðar við, nema þegar kemur að Karlsefni og ferðum hans allt suður til Hóps. Þeirra getur Grænlendingasaga ekki. Segja má því að Grænlendingasaga gefi yfirgripsmeiri heildar- mynd af Vínlandsferðunum, þó hún segi ekki frá ferð Karlsefnis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.