Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 63
61
ustu, en hugsanlega hafa höfundar sagnanna haft mismunandi
sýn á málin eða stuðst við mistrausta heimildarmenn og tilgang-
ur með skrifum höfundanna gæti einnig hafa verið mismunandi.
Sumum atburðum því jafnvel af ásettu ráði sleppt eða lítið um
þá fjallað.
Í einu atriði sérstaklega ber þó sögunum vel saman, en það er
í frásögnum af vínviðnum og vínberjunum sem báðar sögurnar
gera góð skil. Þetta verður ótvírætt að telja sterka vísbendingu
um að Leifur og aðrir Vínlandsfarar hafi komist inn á heitari
svæði inni í Lárentsflóa, þar sem vínviður hefur vaxið, t.d. inn
með Lárentsfljóti eða jafnvel enn sunnar. Nýfundnaland og ytri
hluti flóans og sennilega innri hluti flóans allt frá Orleanseyju
út á Gaspéskaga og jafnvel með ströndinni suður til Bretoneyjar
bauð sjálfsagt alls ekki upp á slík skilyrði og enn síður svæðið út
með flóanum að norðan á strönd Labrador (Markland). Í og inn
af innflóum svo sem Hitaflóa (Chaleur Bay) eða Miramichi-firði
er þó ekki hægt að útiloka að Vínland Leifs hafi verið, því þar
vaxa vínber enn í dag.
Augljóst er að höfundur Eiríkssögu ætlaði sér fyrst og fremst
að skrá sögu Guðríðar Þorbjarnardóttur, sem er tvímælalaust
aðalpersóna sögunnar ásamt Þorfinni karlsefni manni hennar.
Þessi tilgangur höfundar gæti verið orsök þess að ýmsum atburð-
um Vínlandsferðanna sem lýst er í Grænlendingasögu er vísvit-
andi sleppt í Eiríkssögu, hugsanlega til að draga ekki athygli frá
Guðríði og Karlsefni, enda sagan umfram allt saga þeirra hjóna.
Þegar ósamræmi er í frásögnum af sömu atburðum og jafnvel af
sömu persónum í sögunum, hafa höfundar ekki vitað betur eða
af ásettu ráði fellt atburðina að þeirra eigin tilgangi með sögurit-
uninni, en það gátu þeir sjálfsagt leyft sér því lítið hefur vænt-
anlega verið um „krítik“ annarra á ritunartíma sagnanna og fáir
eða engir vitað hið rétta. Ekkert mat er hér lagt á hvor höfund-
urinn hefur réttara fyrir sér þar sem ósamræmis gætir. Ekki fer
hins vegar á milli mála að höfundur Grænlendingasögu skrifar
sögu Vínlandsferðanna í víðara samhengi, fjallar um fleiri ferðir
og kemur víðar við, nema þegar kemur að Karlsefni og ferðum
hans allt suður til Hóps. Þeirra getur Grænlendingasaga ekki.
Segja má því að Grænlendingasaga gefi yfirgripsmeiri heildar-
mynd af Vínlandsferðunum, þó hún segi ekki frá ferð Karlsefnis