Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 15
13
gedalen gegnum Sjöholt og áfram til Álasunds. Á leiðinni stopp-
uðum við oft til að taka myndir og að lokum var komið heim á
hótel eftir langan en góðan dag.
Dagur 5.
Mannskapurinn var vakinn snemma og drifinn í morgunverð
því nú kvöddum við Álasund þar sem við höfðum dvalið tvær
nætur en annars vorum við aðeins eina nótt á hverjum stað. Nú
var lagt af stað og aðeins keyrt upp á Öxlina til að líta yfir borgina
af þessum fallega stað. Þá var ekið af stað og byrjað á hressandi
morgunleikfiminni og söng sem við gerðum á hverjum morgni.
Í Noregi er mikið af göngum og taldi ég að á leiðinni hefðum
við farið í gegnum 100 göng bæði löng og stutt og með 5 ferjum
fyrir utan stóru siglinguna. Þannig að það er óhætt að segja að
samgönguleiðirnar séu mjög góðar í Noregi. Jæja, áfram var hald-
ið og nú lá leið okkar til Magerholm við Storfjorden. Við tókum
þar ferju yfir fjörðinn til Aursnes, héldum áfram gegnum Sykkyl-
ven, sem er þekktur fyrir húsgagnaframleiðslu sína, og ókum eins
og leið lá til Stranda sem er smábær við Storfjorden og síðan inn
í Sunnylvsfjorden og áfram gegnum Strandadalen til Hellesylt.
Þar var tekið smástopp og teknar myndir af fallegum fossi sem er
víst mjög vinsæll. Nú kvöddum við Mæri og héldum inn í Lange-
dalen og svo Hornindal. Keyrt var með fram Hornindalsvatnet,
sem er 514 metra djúpt, og er það dýpsta stöðuvatn Evrópu. Áfram
var haldið til Stryn og þá til Olden þar sem var tekinn smákrókur
upp að jökulrótum með fram fallegum vötnum og að Briksdal þar
sem við fengum okkur að borða, nutum náttúrufegurðarinnar og
tókum myndir. Enn var haldið áfram út með Innvikfjorden fram
hjá Innvik og Utvik og yfir Fillefjell sem stendur mjög hátt.
Næst var ekið í gegnum bæinn Byrkjelo og yfir í Våtedalen að
Skei, litlum og fallegum bæ. Þar fengum við að kíkja í minjagripa-
verslun þar sem lítið var nú verslað því okkur fannst allt svo dýrt.
Nú var stutt í næsta áfangastað. Keyrt var með fram vatni sem
heitir Jölstravatnet og að á með sama nafni, til bæjarins Förde þar
sem var gist þessa nótt. Aðeins var farið í bæinn og hann skoðað-
ur. Á þessum degi var mikið farið með góðar vísur, kvæði, sögur
og við fengum fróðleik um gamlar kempur, gjaldmiðla og margt
fleira.