Strandapósturinn - 01.06.2009, Page 15

Strandapósturinn - 01.06.2009, Page 15
13 gedalen gegnum Sjöholt og áfram til Álasunds. Á leiðinni stopp- uðum við oft til að taka myndir og að lokum var komið heim á hótel eftir langan en góðan dag. Dagur 5. Mannskapurinn var vakinn snemma og drifinn í morgunverð því nú kvöddum við Álasund þar sem við höfðum dvalið tvær nætur en annars vorum við aðeins eina nótt á hverjum stað. Nú var lagt af stað og aðeins keyrt upp á Öxlina til að líta yfir borgina af þessum fallega stað. Þá var ekið af stað og byrjað á hressandi morgunleikfiminni og söng sem við gerðum á hverjum morgni. Í Noregi er mikið af göngum og taldi ég að á leiðinni hefðum við farið í gegnum 100 göng bæði löng og stutt og með 5 ferjum fyrir utan stóru siglinguna. Þannig að það er óhætt að segja að samgönguleiðirnar séu mjög góðar í Noregi. Jæja, áfram var hald- ið og nú lá leið okkar til Magerholm við Storfjorden. Við tókum þar ferju yfir fjörðinn til Aursnes, héldum áfram gegnum Sykkyl- ven, sem er þekktur fyrir húsgagnaframleiðslu sína, og ókum eins og leið lá til Stranda sem er smábær við Storfjorden og síðan inn í Sunnylvsfjorden og áfram gegnum Strandadalen til Hellesylt. Þar var tekið smástopp og teknar myndir af fallegum fossi sem er víst mjög vinsæll. Nú kvöddum við Mæri og héldum inn í Lange- dalen og svo Hornindal. Keyrt var með fram Hornindalsvatnet, sem er 514 metra djúpt, og er það dýpsta stöðuvatn Evrópu. Áfram var haldið til Stryn og þá til Olden þar sem var tekinn smákrókur upp að jökulrótum með fram fallegum vötnum og að Briksdal þar sem við fengum okkur að borða, nutum náttúrufegurðarinnar og tókum myndir. Enn var haldið áfram út með Innvikfjorden fram hjá Innvik og Utvik og yfir Fillefjell sem stendur mjög hátt. Næst var ekið í gegnum bæinn Byrkjelo og yfir í Våtedalen að Skei, litlum og fallegum bæ. Þar fengum við að kíkja í minjagripa- verslun þar sem lítið var nú verslað því okkur fannst allt svo dýrt. Nú var stutt í næsta áfangastað. Keyrt var með fram vatni sem heitir Jölstravatnet og að á með sama nafni, til bæjarins Förde þar sem var gist þessa nótt. Aðeins var farið í bæinn og hann skoðað- ur. Á þessum degi var mikið farið með góðar vísur, kvæði, sögur og við fengum fróðleik um gamlar kempur, gjaldmiðla og margt fleira.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.