Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 131
129
með grísk-rómverskum súl-
um að framan. Prentsmiðjan
var á annarri hæð. Pósthús,
Postamt, var við þessa götu á
hægri hönd, og prentsmiðj-
an var næstum því eins langt
inn eftir götunni og þang-
að var. Við upphaf götunn-
ar er Metróbrautarstöðin
Lubjanka, og nær Kreml var
Plaza Revoljucii.
Fyrst notaði ég þýzkuna,
fékk þýzkan túlk, en hafði lít-
ið gagn af honum, af því að hann skyldi ekki fagmálið í prent-
verkinu. En ég hafði lesið mér til um fagið í þýzkum handbók-
um, sem ég hafði pantað frá Klimsch & Co. í Frankfurt, og það
kom að gagni, á meðan ég skildi ekki rússneskuna. Ég byrjaði
í ljósmyndun (Reproduktion Fotografie). Þarna voru rússnesk
tæki, en þó meira af þýzkum; Þjóðverjar voru fremstir í tækninni.
Kennarinn minn var Ivan Kondratovitsch, gamall og skemmti-
legur karl, enginn aðdáandi Stalíns og fór ekki í felur með það.
Bróðir hans hafði verið sjálfseignarbóndi (kúlakki), en þeim
var útrýmt miskunnarlaust, þegar Stalín þvingaði bændur til
samyrkjubúskapar og lagði landbúnaðinn í rúst. Harkan í þeim
aðgerðum var trúlega fyrsta stóra misgerð Stalínstjórnarinnar.
Vinnan byrjaði kl. 8 á morgnana. Í hádeginu át ég á matsölu
þarna í götunni skammt frá, góður matur, matarmiklar súpur og
ódýrar, shee og botsch, sætsúpur og kjötmiklar súpur. En ölið
var ekki gott. Vodka var á knæpum. Unnið var til kl. 4–5, fimm
daga vikunnar. Alltaf var verið með te yfir daginn, drekkandi te
úr krús eða frekar úr glasi í málmgrind með handfangi, það var
rússneskt. Ég reykti pípu á þessum árum. Tóbakið, makorka,
var líkast því að vera unnið úr heyi, afar slæmt tað til að reykja
það. Ég fékk strax stipendium frá ríkinu, sem dugði vel til að lifa
af. En þyrfti eitthvað sérstakt svo sem skó, þá varð að sækja um
það sérstaklega. Svona voru tímarnir. Á skólanum var pólitískur
kommissar, en hann lét allt afskiptalaust, gamla kennarann
minn líka. Kondratovitsch formælti Stalín. Ég varð ekki var
Byggingin, sem hýsti Vesturskólann í
Moskvu (KUNMZ); myndin var tekin
1998 (ljósm. Julia Köstenberger).