Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 69
67
sínar búðir í L’Anse aux Meadows og þeir sem á eftir fóru vestur
um haf hafi einnig dvalið þar. Þetta er auðvitað langsótt kenning
og í hróplegu ósamræmi við frásagnir Vínlandssagnanna, sem
báðar geta vínberjanna með afgerandi hætti. Ólíklegt er þó að
Leifur hafi látið hér staðar numið, því takmark hans var án efa
það að leita byggilegra landa þar sem tíðarfar var hagstæðara en
í heimalöndunum, Grænlandi og Íslandi. Hafi Leifur hins vegar
farið inn á vínviðarsvæði Vínlands vestan eða sunnan Lárentsflóa
og dvalið þar aðeins seinnihluta sumars, hefur hann að minnsta
kosti verið þar fram á haust á Vínlandi eða þar til vínberin, sem
Tyrkir suðurmaður fann, höfðu náð þroska (september/októ-
ber). En þá kemur upp spurningin um hvað þeir félagar hafi
gert við vínberin, hvernig nýttu þeir berin? Óhugsandi er að þau
hafi geymst óskemmd vetrarlangt og því verður að teljast líklegt
að Tyrkir hafi strax gert úr þeim vín sem auðvelt hefur verið
að geyma til vors, eins og áður getur. Sigling seint að hausti,
eftir vínberjauppskeru, yfir úthafið og gegnum þekkt veðravíti
er fremur ósennileg, enda segja sögurnar annað. Önnur nýting
vínberjanna er skv. reynslu undirritaðs af vínrækt og víngerð afar
ólíkleg. Sú spurning af hverju Leifur sigldi til Nýfundnalands
um haustið til að stytta sér leiðina heim að vori, verður reyndar
umhugsunarverð, því sigling t.d. innan úr Lárentsflóa til L’Anse
aux Meadows hefur aðeins tekið fáa sólahringa (5–7 dægur) við
hagstæð skilyrði miðað við siglingahraða víkingaskipanna og
því lítill tímaávinningur af því að flytja sig þangað um haustið.
Aðrar ástæður eru þó einnig hugsanlegar. Hafa má einnig í
huga í þessu sambandi að búðirnar í L’Anse aux Meadows virð-
ast, skv. rannsóknum á uppgreftri þeirra, hafa verið illa byggð-
ar bráðabirgðabúðir með hlöðnum einföldum torfveggjum og
jafnvel aðeins reft yfir og lokað með seglum (M.M., Víkingar
í stríði og friði) og því tæpast nothæfar til vetrardvalar nyrst á
Nýfundnalandi. Líklegt er því að hinar eiginlegu Leifsbúðir hafi
verið einhvers staðar sunnar og vestar.
Þá má gera ráð fyrir að Þorvaldur sem sigldi í kjölfar Leifs
bróður síns ári síðar og fór beint til Vínlands, sem hér er
talið sennilegt að hafi verið innarlega við Lárentsflóann eða
neðarlega við Lárentsfljót, hafi dvalið þar á þriðja ár eins og
Grænlendingasaga greinir frá. Þorvaldur og félagar hans könn-