Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 29

Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 29
27 þessum viðskiptum með grásleppuhrogn. Hendrik Ottósson var fæddur í Reykjavík 9. október 1897, Vesturbæingur. Árið 1931 var farið að nýta hrognin á Drangsnesi og þá saltað í nokkrar tunnur. Upphafsmenn þessa munu hafa verið Jón Pétur Jónsson á Drangsnesi og Þorgeir Pálsson, útgerðarmaður og bis- nessmaður í Reykjavík, sem sá um útflutninginn. Hvað þeirra samstarf stóð lengi er ekki vitað með vissu en árið 1931 voru skráð í Verslunar og hagtíðindum hrogn frá Drangsnesi samkvæmt því er Fiskmat ríkisins birtir í fyrirmæla- og leiðbeiningabæklingi sínum 1971. Talið er af Fiskmati ríkisins (1971) að Íslendingar hafi þeg- ar best lét framleitt allt að 80% af heimsframleiðslu saltaðra grá- sleppuhrogna. Yfirleitt voru þessi hrogn skráð með þorskhrogn- um í Hagtíðindum og því ekki vitað með vissu hvaða magn var um að ræða, hvort eitthvað hafi verið flutt út á árunum 1929 og 1930 eða á kreppuárunum. Árið 1939 eru fyrst skráð söltuð grásleppu- hrogn í Verslunar og hagtíðindum og eftir það ár hvert. Upplýsing- um um grásleppu- og rauðmagaveiði var illa haldið til haga og þótti ekki allt merkilegt það sem kom úr sjónum eins og gráslepp- an og rauðmaginn. Sennilega hafa hrognin frá Drangsnesi 1931 verið flutt til Þýska- lands eins og 1928. Jón Pétur á Drangsnesi hefur sennilega verið að fást við þetta alltaf öðru hverju frá 1931, þó að einhver ár hafi fallið úr vegna kreppu, lágs verðs, greiðsluerfiðleika og allsleysis á aðföngum, veiðarfærum og fleiru. Í Verslunar og hagtíðindum 1939 eru skráðar útfluttar 3000 tunn- ur af söltuðum grásleppuhrognum. Miklar líkur eru á að hrogn frá Drangsnesi hafi verið hluti af þessum 3000 tunnum. Einungis 100 tunnur voru fluttar út 1940. Jón Pétur var maður sem fylgdist vel með öllu, vakandi yfir at- vinnumöguleikum og forystumaður á öllum sviðum. Þau hjón Magndís Aradóttir og Jón Pétur voru virt og vel látin af öllum sem til þekktu. Með reglugerð útgefinni 2. mars 1971 var Fiskmati falið að annast mat og eftirlit með söltuðum grásleppuhrognum til út- flutnings. Síðan hefur verið stanslaust unnið í sambandi við þessi mál. Árið 1971 voru skráðir 426 framleiðendur á grásleppuhrogn- um. Fiskmatsstjóri og viðkomandi deildarstjórar fólu skrifstofu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.