Strandapósturinn - 01.06.2009, Page 29
27
þessum viðskiptum með grásleppuhrogn. Hendrik Ottósson var
fæddur í Reykjavík 9. október 1897, Vesturbæingur.
Árið 1931 var farið að nýta hrognin á Drangsnesi og þá saltað í
nokkrar tunnur. Upphafsmenn þessa munu hafa verið Jón Pétur
Jónsson á Drangsnesi og Þorgeir Pálsson, útgerðarmaður og bis-
nessmaður í Reykjavík, sem sá um útflutninginn. Hvað þeirra
samstarf stóð lengi er ekki vitað með vissu en árið 1931 voru skráð
í Verslunar og hagtíðindum hrogn frá Drangsnesi samkvæmt því er
Fiskmat ríkisins birtir í fyrirmæla- og leiðbeiningabæklingi sínum
1971. Talið er af Fiskmati ríkisins (1971) að Íslendingar hafi þeg-
ar best lét framleitt allt að 80% af heimsframleiðslu saltaðra grá-
sleppuhrogna. Yfirleitt voru þessi hrogn skráð með þorskhrogn-
um í Hagtíðindum og því ekki vitað með vissu hvaða magn var um
að ræða, hvort eitthvað hafi verið flutt út á árunum 1929 og 1930
eða á kreppuárunum. Árið 1939 eru fyrst skráð söltuð grásleppu-
hrogn í Verslunar og hagtíðindum og eftir það ár hvert. Upplýsing-
um um grásleppu- og rauðmagaveiði var illa haldið til haga og
þótti ekki allt merkilegt það sem kom úr sjónum eins og gráslepp-
an og rauðmaginn.
Sennilega hafa hrognin frá Drangsnesi 1931 verið flutt til Þýska-
lands eins og 1928. Jón Pétur á Drangsnesi hefur sennilega verið
að fást við þetta alltaf öðru hverju frá 1931, þó að einhver ár hafi
fallið úr vegna kreppu, lágs verðs, greiðsluerfiðleika og allsleysis á
aðföngum, veiðarfærum og fleiru.
Í Verslunar og hagtíðindum 1939 eru skráðar útfluttar 3000 tunn-
ur af söltuðum grásleppuhrognum. Miklar líkur eru á að hrogn
frá Drangsnesi hafi verið hluti af þessum 3000 tunnum. Einungis
100 tunnur voru fluttar út 1940.
Jón Pétur var maður sem fylgdist vel með öllu, vakandi yfir at-
vinnumöguleikum og forystumaður á öllum sviðum. Þau hjón
Magndís Aradóttir og Jón Pétur voru virt og vel látin af öllum sem
til þekktu.
Með reglugerð útgefinni 2. mars 1971 var Fiskmati falið að
annast mat og eftirlit með söltuðum grásleppuhrognum til út-
flutnings. Síðan hefur verið stanslaust unnið í sambandi við þessi
mál. Árið 1971 voru skráðir 426 framleiðendur á grásleppuhrogn-
um. Fiskmatsstjóri og viðkomandi deildarstjórar fólu skrifstofu-