Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 37
35
inu að jafnaði þrír menn á vakt sem var átta tímar. Tveir hópar
skiptust á þannig að samtals voru sex fastir starfsmenn þarna.
Fleiri komu stundum að verkum, t.d. þegar unnið var að stand-
setningu. Oft völdust námsmenn og annað ungt fólk til starfa í
Olíuhúsinu og það kann með öðru að hafa ýtt undir glaðværð og
galsa. Yfir annarri vaktinni var Jón Jónsson. Hann bjó í Noregi og
var giftur norskri konu og norskur ríkisborgari. Hann vann á
Djúpavík fyrir stríð og hafði þann hátt á að koma til Djúpavíkur á
sumrin til að vinna. Var hann stundum kallaður Jón hálfnorski.
Jón varð innlyksa í Noregi á stríðsárunum en kom aftur 1946.
Hann gat verið léttur í lund, ekki síst við unga fólkið sem vann
með honum, þótti góður sögumaður og orti þegar sá gállinn var
á honum.
Sörli Ágústsson, sem var yfir hinni vaktinni, var frá Kjós en var
fluttur til Önundarfjarðar ásamt konu og börnum þegar þetta
var. Hann kom þó til að vinna í verksmiðjunni á sumrin. Eins og
félagi hans hálfnorski var Sörli ávallt reiðubúinn að taka þátt í
glensi unga fólksins, hann þótti þrælskemmtilegur og glúrinn við
að setja saman vísur og hans er minnst sem mikils öðlings og
dugnaðarmanns. Aðrir fastir starfsmenn í Olíuhúsinu þetta sum-
ar voru Guðmundur Nordal, síðar tónlistarmaður, Jón Hjaltason,
síðar hæstaréttarlögmaður, Jón Magnússon, síðar sýslumaður, og
Sigurður S. Magnússon, síðar læknir, allt ungir menn. Af öðrum
starfsmönnum, sem gjarnan lögðu leið sína í Olíuhúsið, skal að-
eins getið þeirra sem teikningar hafa varðveist af: Björn Þórarins-
son (Bíi) var efnafræðingurinn á staðnum og sá um að framleiðsl-
an stæðist gæðakröfur; Hjálmar Þorleifsson frá Litlanesi og Pétur
Sörlason frá Gjögri, ungir starfsmenn á pressuloftinu, hvor á sinni
vaktinni, sem voru kallaðir kúskar og sáu um að flæðið úr sjóðara
og inn í pressur væri rétt stillt. Því er miður að ekki hefur varð-
veist teikning af söguhetjunni okkar, Sörla Ágústssyni, þótt eflaust
hafi hún verið til.
(Þ.J. tók saman. – Bestu þakkir fyrir upplýsingar til Helga Jónssonar, Jóns Hjaltasonar
og Péturs Sörlasonar.)