Strandapósturinn - 01.06.2009, Page 37

Strandapósturinn - 01.06.2009, Page 37
35 inu að jafnaði þrír menn á vakt sem var átta tímar. Tveir hópar skiptust á þannig að samtals voru sex fastir starfsmenn þarna. Fleiri komu stundum að verkum, t.d. þegar unnið var að stand- setningu. Oft völdust námsmenn og annað ungt fólk til starfa í Olíuhúsinu og það kann með öðru að hafa ýtt undir glaðværð og galsa. Yfir annarri vaktinni var Jón Jónsson. Hann bjó í Noregi og var giftur norskri konu og norskur ríkisborgari. Hann vann á Djúpavík fyrir stríð og hafði þann hátt á að koma til Djúpavíkur á sumrin til að vinna. Var hann stundum kallaður Jón hálfnorski. Jón varð innlyksa í Noregi á stríðsárunum en kom aftur 1946. Hann gat verið léttur í lund, ekki síst við unga fólkið sem vann með honum, þótti góður sögumaður og orti þegar sá gállinn var á honum. Sörli Ágústsson, sem var yfir hinni vaktinni, var frá Kjós en var fluttur til Önundarfjarðar ásamt konu og börnum þegar þetta var. Hann kom þó til að vinna í verksmiðjunni á sumrin. Eins og félagi hans hálfnorski var Sörli ávallt reiðubúinn að taka þátt í glensi unga fólksins, hann þótti þrælskemmtilegur og glúrinn við að setja saman vísur og hans er minnst sem mikils öðlings og dugnaðarmanns. Aðrir fastir starfsmenn í Olíuhúsinu þetta sum- ar voru Guðmundur Nordal, síðar tónlistarmaður, Jón Hjaltason, síðar hæstaréttarlögmaður, Jón Magnússon, síðar sýslumaður, og Sigurður S. Magnússon, síðar læknir, allt ungir menn. Af öðrum starfsmönnum, sem gjarnan lögðu leið sína í Olíuhúsið, skal að- eins getið þeirra sem teikningar hafa varðveist af: Björn Þórarins- son (Bíi) var efnafræðingurinn á staðnum og sá um að framleiðsl- an stæðist gæðakröfur; Hjálmar Þorleifsson frá Litlanesi og Pétur Sörlason frá Gjögri, ungir starfsmenn á pressuloftinu, hvor á sinni vaktinni, sem voru kallaðir kúskar og sáu um að flæðið úr sjóðara og inn í pressur væri rétt stillt. Því er miður að ekki hefur varð- veist teikning af söguhetjunni okkar, Sörla Ágústssyni, þótt eflaust hafi hún verið til. (Þ.J. tók saman. – Bestu þakkir fyrir upplýsingar til Helga Jónssonar, Jóns Hjaltasonar og Péturs Sörlasonar.)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.