Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 113
111
pípuna í munninum, og reykjarstrókarnir stóðu frá honum við
annað hvert skref. Það minnti mig á tvígengismótorbátana á
Steingrímsfirði.
Fyrst fór ég á námskeið í Barnaskóla Reykjavíkur hjá Hallgrími
Jónssyni og öðrum Hallgrími, líklegast Jónassyni, sem oft var í
útvarpinu. Ég tók inntökupróf í Menntaskólann það sama vor
og slapp inn. Þetta var í fyrsta sinn, sem fyrirmælum Jónasar frá
Hriflu var beitt, um að ekki yrðu teknir nema 25 nemendur á ári
í Menntaskólann í Reykjavík, en 40–50 reyndu í þetta sinn. Þau,
sem ekki náðu, fóru flest í Ágústarskólann, og sum þeirra komu
svo seinna upp í MR. Sumarið 1928 var ég á síld á Siglufirði, á
Bakka hjá Óskari Halldórssyni. Var mest í sendiferðum með mat
fyrir mannskapinn.“
Hve margir af jafnöldrum þínum úr Strandasýslu fóru þá suður í lang-
skólanám?
„Enginn. Ég man ekki eftir neinum. Tryggvi bróðir bauðst til
að sjá mér fyrir húsnæði og fæði, gefa mér að éta. Engin af ferm-
ingarsystkinum mínum fór í langskólanám. Þetta voru allt borg-
arbörn, sem þarna voru, nema ég man eftir Þórarni Guðnasyni,
hann var úr sveit, og seinna kom Sigurður Guðmundsson.“
Og hvernig var Reykjavík?
„Mér fannst hún ótrúlega stór. Ég var í Þingholtunum, ekk-
ert var þá byggt sunnan við Njarðargötu nema Landspítalinn. Á
Skólavörðuholtinu var Hnitbjörg ein og Skólavarðan, en hún var
rifin nokkru síðar. Eina sögu get ég sagt, sem sýnir, hvernig atvik-
in haga lífinu. Haðarstígur liggur skammt frá Njarðargötunni, og
þar áttu þeir heima Eyþór Dalberg og Sigurður Ingimundarson,
báðir ribbaldar, sem „terroriseruðu“ umhverfið. Auðvitað þótti
þeim sjálfsagt að ráðast á mig, sveitalubbann nýkominn í bæinn.
Eitt sinn sátu þeir fyrir mér á horni Baldursgötu og Freyjugötu,
en ég var þaulvanur áflogum á Hólmavík, og með einhverri
heppni tókst mér að hafa þá báða undir. Ég sá eftir að hafa ekki
lamið þá, en slíkt var ekki til siðs á Hólmavík. Ég náði góðu gagn-
fræðaprófi 1931, og Lærdómsdeildin tók við. Þegar kom að því
að velja, hvort ég ætti að fara í máladeild eða stærðfræðideild,
valdi ég stærðfræðideildina. En þá frétti ég, að þeir Eyþór og