Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 85
83
Þetta yfirlit er raunar svo greinargott að viðbót er óþörf og
verður lítið annað en tómt aukamálæði. Of langt yrði að endur-
taka blaðagreinarnar hér, en taka má fáein sýni. Samt sem áður
fór ekki hjá því að eitt og annað gerðist sem slapp þó við birtingu.
Hér er einkum átt við þátt blaðamanna Morgunblaðsins, Vignis
Guðmundssonar og Gests Þorgrímssonar, eftir ferðalagið með
Skjöldu suður svo, og dálítil handaskol við Reykjavíkursýninguna
sem kostaði Einar reyndar allan aðgangseyri að sýningunni.
En til hvers er nú verið að skrifa þetta upp á nýtt, þegar það
liggur allt fyrir og litlu sem engu er hægt við að auka? Svarið
við því er fremur einfalt og er áður fram komið hér að ofan.
Blaðagreinarnar eru nefnilega flestum týndar, þó að til séu á safni.
Aðrir sýningarmunir eru sjálfsagt geymdir einhvers staðar, en
líklega ekki aðgengilegir mörgum, þ. á m. sýningarskráin.
Skýringin er að hinu leytinu þessi: Nú, 45 árum eftir atburð-
inn, þykir Strandapóstinum, sem aðallega hefur fengist við
fortíðina löngu fyrir stofnun ritsins, kominn tími til að birta
samantekt af því sem finnanlegt kanna að vera um málið. Þar
á bæ þykir viðburðurinn svo einstakur að til vansa sé að hann
standi Strandamönnum ekki til boða til athugunar í heild. Í
Strandapóstinum þarf hann að vera, allt sem gerðist og ritað var um,
saman komið á einum stað.
Hér var nú skyndilega komið fullt brúk fyrir möppu Einars.
Í henni og sýningarskránni sem fylgdi voru öll gögn sem þurfti
til að taka saman yfirlit um málið. Þegar tilmæli bárust um
það var aðeins tveggja kvölda verk að raða saman upplýsingum
möppunnar upp á nýtt. Engar heimildir vissi ég finnanlegar
annarstaðar. Frá mér persónulega er ekkert hér að finna, nema
fáein aukaatriði, eins og öllum sem lesa þessa grein má ljóst vera.
Mappa Einars inniheldur eftirfarandi á 24 síðum:
a) Dagblaðagreinar með fjölda mynda, 20 síður.
b) Tvær síður úr grein Ævars Petersen í Náttúrufræðingnum.
c) Frásögn úr Bolungavík (Finnbogi Bernódusson) sem hér
birtist í lokin.