Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 123
121
Verzlunarráðsins; hann og Eiríkur voru sósíalistar í Svíþjóð. Það
fór nú af þeim seinna.
Zóphonías Pálsson, mælingaverkfræðingur, skipulagsstjóri rík-
isins, hann lifir enn, liberal í skoðunum og glaðvær, og þá er
Sigrún Briem, góður nemandi, giftist Friðgeiri Ólasyni, lækni og
doktor í heilbrigðisfræði frá Harvard. Hún var barnalæknir, og
þau fórust ásamt börnum sínum með Goðafossi 1944; ég man
lítið eftir henni í skóla. Næst Sigrúnu er Nanna Ólafsdóttir,
sagnfræðingur og bókavörður. Hún var sú eina, sem fékk 8
(Ørsted) í hegðun, enda talin utanskóla. Svo koma þeir Sigurður
Guðmundsson, síðar ritstjóri Þjóðviljans, og Ingi H. Bjarnason,
efnaverkfræðingur frá München, var hjá Fiskifélaginu og seinna
hjá Hval, og þarna finnst mér, að ég hefði mátt vera í þessum
hópi. Sigurði var sárt um náttúrufræðinámið, að hætta í því og
gerast ritstjóri, námið gekk vel, hann hafði efni á því, en lét
undan þrábeiðni Einars. Eitt sinn reikuðum við saman um nótt
á Þingvöllum. Þá skildi ég, hve mikill náttúruunnandi hann var.
Sigurður var bráðgreindur og lesinn, kom frá héraðsskólanum á
Hvítárbakka; gat alltaf dobblað Jakob Jóh. Smára til þess að tala
um eitthvað annað en þágufall og þolfall, og þurfti reyndar ekki
mikið til.
Þá kemur út við flaggstöngina Ólafur Sigurðsson frá Pálsbæ,
skipaverkfræðingur, forstjóri Kockums í Málmey, kom aldrei of
seint og reiknaði öll dæmin. Næst er Kjartan Guðmundsson,
tannlæknir, góður félagi í Kaupmannahöfn, bróðir Bjarna, blaða-
fulltrúa, Gunnars, Guðna og þeirra systkina, og þá er Katrín
Ólafsdóttir. Hún er dóttir Ólafs Björnssonar, ritstjóra, giftist
Franz Mixa, fór til Austurríkis með honum, lenti í stríðinu, var
bjargað heim; Lúdvig Guðmundsson kom mörgum Íslendingum
heim eftir stríðið. Katrín giftist seinna Óla P. Hjaltesteð, berkla-
lækni.
Hermann Einarsson, fiskifræðingur hjá Fiskifélaginu og síðan
hjá FAO víða um heim, og Dagný Ellingsen, dux scholae, koma
þarnæst. Hermann var svo góður, að hann þurfti ekki að taka
próf upp í 6. bekk og þurfti ekki að biðja um það, var boðið að
sleppa prófinu. Ákaflega gætinn, með þeim eldri í hópnum og
þroskaðri. Hann lést á jóladag 1966 í Aden við Rauðahafið, það
var sagt bílslys. Fregnir voru óljósar af þessu, ekið var á hann