Strandapósturinn - 01.06.2009, Page 123

Strandapósturinn - 01.06.2009, Page 123
121 Verzlunarráðsins; hann og Eiríkur voru sósíalistar í Svíþjóð. Það fór nú af þeim seinna. Zóphonías Pálsson, mælingaverkfræðingur, skipulagsstjóri rík- isins, hann lifir enn, liberal í skoðunum og glaðvær, og þá er Sigrún Briem, góður nemandi, giftist Friðgeiri Ólasyni, lækni og doktor í heilbrigðisfræði frá Harvard. Hún var barnalæknir, og þau fórust ásamt börnum sínum með Goðafossi 1944; ég man lítið eftir henni í skóla. Næst Sigrúnu er Nanna Ólafsdóttir, sagnfræðingur og bókavörður. Hún var sú eina, sem fékk 8 (Ørsted) í hegðun, enda talin utanskóla. Svo koma þeir Sigurður Guðmundsson, síðar ritstjóri Þjóðviljans, og Ingi H. Bjarnason, efnaverkfræðingur frá München, var hjá Fiskifélaginu og seinna hjá Hval, og þarna finnst mér, að ég hefði mátt vera í þessum hópi. Sigurði var sárt um náttúrufræðinámið, að hætta í því og gerast ritstjóri, námið gekk vel, hann hafði efni á því, en lét undan þrábeiðni Einars. Eitt sinn reikuðum við saman um nótt á Þingvöllum. Þá skildi ég, hve mikill náttúruunnandi hann var. Sigurður var bráðgreindur og lesinn, kom frá héraðsskólanum á Hvítárbakka; gat alltaf dobblað Jakob Jóh. Smára til þess að tala um eitthvað annað en þágufall og þolfall, og þurfti reyndar ekki mikið til. Þá kemur út við flaggstöngina Ólafur Sigurðsson frá Pálsbæ, skipaverkfræðingur, forstjóri Kockums í Málmey, kom aldrei of seint og reiknaði öll dæmin. Næst er Kjartan Guðmundsson, tannlæknir, góður félagi í Kaupmannahöfn, bróðir Bjarna, blaða- fulltrúa, Gunnars, Guðna og þeirra systkina, og þá er Katrín Ólafsdóttir. Hún er dóttir Ólafs Björnssonar, ritstjóra, giftist Franz Mixa, fór til Austurríkis með honum, lenti í stríðinu, var bjargað heim; Lúdvig Guðmundsson kom mörgum Íslendingum heim eftir stríðið. Katrín giftist seinna Óla P. Hjaltesteð, berkla- lækni. Hermann Einarsson, fiskifræðingur hjá Fiskifélaginu og síðan hjá FAO víða um heim, og Dagný Ellingsen, dux scholae, koma þarnæst. Hermann var svo góður, að hann þurfti ekki að taka próf upp í 6. bekk og þurfti ekki að biðja um það, var boðið að sleppa prófinu. Ákaflega gætinn, með þeim eldri í hópnum og þroskaðri. Hann lést á jóladag 1966 í Aden við Rauðahafið, það var sagt bílslys. Fregnir voru óljósar af þessu, ekið var á hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.