Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 87
85
hafa það hlutverk að flytja Böggu í sýningarsalinn. Komið var
talsvert af fólki og vildi komast inn í húsið en lögreglan hleypti
engum inn í 20 mínútur. Ekkert lá nú á fyrr en Bagga kæmi á
staðinn. Auk þess voru engir dyraverðir sjáanlegir til að rukka.
Eftir því sem fjölgaði í gestahópnum gerðust menn óþolinmóð-
ari. Lauk svo að við ekkert varð ráðið, múgurinn stormaði inn
og fyllti húsið. Dyraverðir komu aldrei, gleymst hafði að ráða
menn í þau embætti. Enginn borgaði því við innganginn. Ekki
þótti viðeigandi að rukka fólk við útganginn! Það var víst eitt-
hvað reynt. Einar varð þarna af verulegri upphæð, á að giska
20 þúsund krónum. Það var ekki lítill peningur 1963. Einmitt
þetta haust voru mánaðarlaun mín hjá Haraldi Böðvarsson &
Co. 15.000 kr. Einar kvartaði ekki við nokkurn mann út af þessu
altjóni og kenndi engum nema sjálfum sér um það.
Hans Sigurðsson, oddviti Hólmavíkurhrepps, beitti sér líklega
manna helst fyrir að koma á sýningunni syðra og sölunni til
Náttúrufræðistofnunar. Hann var fréttaritari Tímans á Hólmavík
en séra Andrés Ólafsson fyrir Mbl. Oddur í Brú var fréttarit-
ari Mbl. á Akranesi og hengdi auk þess daglega fregnmiða út
í gluggann á verslun sinni á morgnana. Blaðamenn leituðu til
dr. Finns Guðmundssonar, forstöðumanns Náttúrugripasafnsins,
um ýmsar upplýsingar og fróðleik. Kristján Geirmundsson kom
einnig við sögu í þessum umræðum sem sérfræðingur í upp-
stoppun dýra.
Menn kepptust við að vara við mistökum, skemma ekki dýrið
með rispum eða rotnun. Rifjuð var upp frásögn af tveimur pilt-
um sem gómuðu hvítan hrafn og vildu selja Náttúrugripasafninu
en settu upp offjár og náðu ekki viðskiptunum. Fóru þá að sýna
fuglinn sjálfir, en hann drapst og eyðilagðist (Vísir). Var hér,
undir rós, verið að vara Einar Hansen við of hárri kröfugerð?
Tíminn segir:
Risaskjaldbakan fræga frá Hólmavík, sem nú er reyndar jafnoft
nefnd Skjaldbökuvík manna í millum, hélt innreið sína í Reykjavík ...
Tíminn 20. október:
Risaskjaldbakan sýnd í Fiskifélagshúsinu í dag.
GB – Reykjavík, 19. okt.
Risaskjaldbakan sem fannst á reki fyrir norðan, er nú á sýningarferð