Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 87

Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 87
85 hafa það hlutverk að flytja Böggu í sýningarsalinn. Komið var talsvert af fólki og vildi komast inn í húsið en lögreglan hleypti engum inn í 20 mínútur. Ekkert lá nú á fyrr en Bagga kæmi á staðinn. Auk þess voru engir dyraverðir sjáanlegir til að rukka. Eftir því sem fjölgaði í gestahópnum gerðust menn óþolinmóð- ari. Lauk svo að við ekkert varð ráðið, múgurinn stormaði inn og fyllti húsið. Dyraverðir komu aldrei, gleymst hafði að ráða menn í þau embætti. Enginn borgaði því við innganginn. Ekki þótti viðeigandi að rukka fólk við útganginn! Það var víst eitt- hvað reynt. Einar varð þarna af verulegri upphæð, á að giska 20 þúsund krónum. Það var ekki lítill peningur 1963. Einmitt þetta haust voru mánaðarlaun mín hjá Haraldi Böðvarsson & Co. 15.000 kr. Einar kvartaði ekki við nokkurn mann út af þessu altjóni og kenndi engum nema sjálfum sér um það. Hans Sigurðsson, oddviti Hólmavíkurhrepps, beitti sér líklega manna helst fyrir að koma á sýningunni syðra og sölunni til Náttúrufræðistofnunar. Hann var fréttaritari Tímans á Hólmavík en séra Andrés Ólafsson fyrir Mbl. Oddur í Brú var fréttarit- ari Mbl. á Akranesi og hengdi auk þess daglega fregnmiða út í gluggann á verslun sinni á morgnana. Blaðamenn leituðu til dr. Finns Guðmundssonar, forstöðumanns Náttúrugripasafnsins, um ýmsar upplýsingar og fróðleik. Kristján Geirmundsson kom einnig við sögu í þessum umræðum sem sérfræðingur í upp- stoppun dýra. Menn kepptust við að vara við mistökum, skemma ekki dýrið með rispum eða rotnun. Rifjuð var upp frásögn af tveimur pilt- um sem gómuðu hvítan hrafn og vildu selja Náttúrugripasafninu en settu upp offjár og náðu ekki viðskiptunum. Fóru þá að sýna fuglinn sjálfir, en hann drapst og eyðilagðist (Vísir). Var hér, undir rós, verið að vara Einar Hansen við of hárri kröfugerð? Tíminn segir: Risaskjaldbakan fræga frá Hólmavík, sem nú er reyndar jafnoft nefnd Skjaldbökuvík manna í millum, hélt innreið sína í Reykjavík ... Tíminn 20. október: Risaskjaldbakan sýnd í Fiskifélagshúsinu í dag. GB – Reykjavík, 19. okt. Risaskjaldbakan sem fannst á reki fyrir norðan, er nú á sýningarferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Strandapósturinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3162
Tungumál:
Árgangar:
54
Fjöldi tölublaða/hefta:
58
Skráðar greinar:
930
Gefið út:
1967-í dag
Myndað til:
2024
Birtingartöf samkvæmt samningi
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Átthagafélag Strandamanna | Tímarit | Átthagafélög | Strandasýsla | ársrit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað: 41. árgangur (01.06.2009)
https://timarit.is/issue/421363

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

41. árgangur (01.06.2009)

Aðgerðir: