Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 114
112
Siggi væru líka innritaðir í þá deild. Ég fékk innritun minni
breytt í máladeild! Seinna stöndum við allir hlið við hlið með
steyttan hnefann á hópmynd í 5. bekkjarferð, vinstrisinnarnir.
Smávægileg atvik og tilviljanir gjörbreyta lífi manns, skipa manni
á bás, þar sem maður jórtrar á sinn hátt eftir það.“
Og kennararnir?
„Í máladeild kenndi Kristinn Ármannsson latínu, Jón Ófeigsson
þýzku, Þorleifur H. Bjarnason latínu og sögu, Páll Sveinsson
frönsku og latínu, Bogi Ólafsson ensku. Einar Magnússon hafði
kennt landafræði og dönsku í gagnfræðadeildinni, hann var
cand. theol. og hafði ferðast á puttanum um mikinn hluta
Evrópu, enda kenndi hann landafræði af innlifun og sérlega
skemmtilega. Sigurður Thoroddsen hafði reikning. Hann þótti
uppstökkur. Eitt sinn hélt hann, að Lárus Pálsson væri að herma
eftir sér, en Lárus átti til að fá kippi og grettur í andlitið, sem hann
hafði enga stjórn á.[7] Hallgrímur Hallgrímsson kenndi sögu,
Jakob Jóh. Smári íslenzku, Anna Bjarnadóttir hafði kennt ensku,
Fimmtabekkjarferð MR vorið 1933. Talið frá vinstri: Kristján Jóhannesson,
Dagný Ellingsen, Kjartan Guðmundsson, Hermann Einarsson, Eymundur
Magnússon, Eyþór Dalberg, Ingi H. Bjarnason, Lárus Pálsson, Eiríkur
Briem, Friðrik Diego, Helgi Bergsson og Ágústa Jóhannsdóttir.