Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 49
47
malað niður, m.a. í slitlag við vegagerð. Vissulega er þarna orðið
verulegt jarðrask.
Rétt norðar er komið þar sem vegurinn liggur hæst og þarna er
víðsýnt til allra átta. Veðurstöð Vegagerðarinnar er staðsett þarna
og vefmyndavél. Í vestri gnæfir Tröllakirkja, 1001 metri á hæð.
Það finnst sumum merkilegt. Þá er hún hæsta fjall í Vestfirðinga-
fjórðungi en hluti Kirkjunnar telst til þess landshluta. Þá tekur við
Klambrafell, Haukadalsskarð og síðan Geldingafell. Í norðri sjást
Strandafjöllin, Húnaflóinn og Hrútafjörður. Í norðaustri sést
Vatnsnesfjall og Víðidalsfjall. Í austri Sléttafell og Krákur á Stóra-
sandi. Í suðaustri Langjökull, Eiríksjökull og Strúturinn. Í suðri
Okið og Skarðsheiðin. Í suðvestri er svo Baula, svo stiklað sé á
stóru.
Þarna stóð sæluhús, það síðasta. Það var fjarlægt árið 2003.
Undir húsið voru settir meiðar og það dregið brott og þjónar nú
sem gangnamannahús fyrir Hrútfirðinga austan fjarðar, fyrrum
Staðhreppinga. Húsið sést ef horft er til suðausturs, þar sem það
stendur austan við Skútagil.
Vestan við hæðina er allnokkur slakki en síðan kemur önnur
hæð. Þar lá vegurinn sem þjónaði á undan þeim sem nú er. Þar á
hæðinni var sæluhús. Holtavörðuvatn er í slakkanum vestur af
áðurnefndri hæð. Skammt austan við norðurenda vatnsins eru
rústir af sæluhúsi. Ég hef heyrt að það sé fyrsta húsið á háheiðinni
og er þá húsið sem reist var 1840. Einhverjar rústir eru síðan í
flóanum skammt frá Hæðarlæknum þar sem hann sveigir í vestur.
Ekki veit ég fyrir víst hvort þar var sæluhús eða aðeins brunnhús
tengt sæluhúsi sem stóð við þjóðveginn rétt sunnan við þar sem
vegurinn lá yfir Hæðarlækinn. Ekkert er nú eftir af þessu húsi og
hygg ég að nú séu ekki margir sem vita um þann stað. Þetta hús
var rifið til grunna og öll ummerki um það fjarlægð. Sagt er að
mjög hafi verið reimt í því og það hafi verið ástæðan fyrir því að
það var jafnað við jörðu.
Ég gat hér á undan um Hæðarlækinn. Hann á upptök í lægð-
inni sem nú er vestan við veginn, í lægðinni sem liggur á milli
núverandi vegar og þess gamla, og beygir síðan til vesturs norðan
við hæðina og rennur í Holtavörðuvatn. Reyndar er annað nafn á
þessum læk sem var mönnum tamara í munni en það er Brenni-
vínslækur. Nafnið er þannig tilkomið að það mun hafa verið rétt