Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 127
125
ingum og skilaboðum á milli manna, mál þurftu sinn umræðu-
tíma hjá Komintern í Moskvu.[9] Ég var 9 mánuði í Höfn, frá
apríl og fram í janúar 1935; síðast var ég eingöngu að bíða eftir
„visa“ til Sovétríkjanna. Ég fékk atvinnuleysisstyrk, var jú danskur
ríkisborgari; það var hvorki hægt að lifa af honum eða deyja.
Ég þekkti ekki Íslendingana fyrir, sem voru í Kaupmannahöfn,
nema Ársæl Sigurðsson og Sverri Kristjánsson. En þarna var
Agnar Kofoed-Hansen að ljúka flugnámi á liðsforingjaskóla, og
honum kynntist ég. Hann skrifaði mér meira að segja, eftir að
ég var kominn til Moskvu, sagðist langa til USSR, bað mig um
að koma sér í samband við einhvern reyndan og gamlan rúss-
neskan flugmann. Flugið tók allan hans huga og tíma, og hann
stóð sig mjög vel í flugnáminu.[10] Stuttu seinna stofnaði Agnar
Svifflugfélag Íslands til þess að efla flugmál á Íslandi og fékk
stráka með sér í það, suma pólitíska yzt til hægri og aðra yzt til
vinstri, þar á meðal félaga mína Eðvarð Sigurðsson og Hallgrím
Hallgrímsson.
Skólafélagarnir Lárus, Kjartan, Sigurður og Hermann komu
allir til Hafnar um haustið. Við þrír, Sigurður, Hermann og ég,
höfðum sótt um að komast á náttúrufræðiskóla í Moskvu, í gegn-
um „Gunnar“ (Eggert Þorbjarnarson), en fengið það svar, að
ekki væri laust pláss fyrir útlendinga með svona stuttum fyrirvara,
þeir höfðu ekki nóg pláss fyrir sína menn. Sigurður og Hermann
voru nú komnir til Kaupmannahafnar í náttúrufræðinám, en
Kjartan byrjaði á verzlunarháskóla, líkaði það ekki og fór í tann-
lækningar. Við Kjartan vorum sérlega samrýndir þetta haust,
spiluðum bob, billiard fátæka mannsins, nær daglega. Ársæll
vann hjá danska kommúnistaflokknum, DKP, og Sverrir var í
sagnfræði. Ekki fyrr en löngu seinna vissum við um ferðir Ársæls
í gegnum Þýzkaland á þessum árum. Hann talaði mjög vel þýzku,
hafði lært fónetík í Leipzig eða Berlín ... ég veit ekki, hvað þeir
héldu, að hann væri, en hann slapp alltaf. Ásamt Ársæli og Sverri
sótti ég reglulega sellufundi á vegum DKP. Leiðbeinandi okkar
og sá, sem skýrði út fyrir okkur hugmyndafræðilegan ágreining
haustið 1934, var Arne Munch-Petersen. Við kynntumst honum
ekkert persónulega. Hann fór seinna til Moskvu og hvarf.“[11]