Strandapósturinn - 01.06.2009, Page 127

Strandapósturinn - 01.06.2009, Page 127
125 ingum og skilaboðum á milli manna, mál þurftu sinn umræðu- tíma hjá Komintern í Moskvu.[9] Ég var 9 mánuði í Höfn, frá apríl og fram í janúar 1935; síðast var ég eingöngu að bíða eftir „visa“ til Sovétríkjanna. Ég fékk atvinnuleysisstyrk, var jú danskur ríkisborgari; það var hvorki hægt að lifa af honum eða deyja. Ég þekkti ekki Íslendingana fyrir, sem voru í Kaupmannahöfn, nema Ársæl Sigurðsson og Sverri Kristjánsson. En þarna var Agnar Kofoed-Hansen að ljúka flugnámi á liðsforingjaskóla, og honum kynntist ég. Hann skrifaði mér meira að segja, eftir að ég var kominn til Moskvu, sagðist langa til USSR, bað mig um að koma sér í samband við einhvern reyndan og gamlan rúss- neskan flugmann. Flugið tók allan hans huga og tíma, og hann stóð sig mjög vel í flugnáminu.[10] Stuttu seinna stofnaði Agnar Svifflugfélag Íslands til þess að efla flugmál á Íslandi og fékk stráka með sér í það, suma pólitíska yzt til hægri og aðra yzt til vinstri, þar á meðal félaga mína Eðvarð Sigurðsson og Hallgrím Hallgrímsson. Skólafélagarnir Lárus, Kjartan, Sigurður og Hermann komu allir til Hafnar um haustið. Við þrír, Sigurður, Hermann og ég, höfðum sótt um að komast á náttúrufræðiskóla í Moskvu, í gegn- um „Gunnar“ (Eggert Þorbjarnarson), en fengið það svar, að ekki væri laust pláss fyrir útlendinga með svona stuttum fyrirvara, þeir höfðu ekki nóg pláss fyrir sína menn. Sigurður og Hermann voru nú komnir til Kaupmannahafnar í náttúrufræðinám, en Kjartan byrjaði á verzlunarháskóla, líkaði það ekki og fór í tann- lækningar. Við Kjartan vorum sérlega samrýndir þetta haust, spiluðum bob, billiard fátæka mannsins, nær daglega. Ársæll vann hjá danska kommúnistaflokknum, DKP, og Sverrir var í sagnfræði. Ekki fyrr en löngu seinna vissum við um ferðir Ársæls í gegnum Þýzkaland á þessum árum. Hann talaði mjög vel þýzku, hafði lært fónetík í Leipzig eða Berlín ... ég veit ekki, hvað þeir héldu, að hann væri, en hann slapp alltaf. Ásamt Ársæli og Sverri sótti ég reglulega sellufundi á vegum DKP. Leiðbeinandi okkar og sá, sem skýrði út fyrir okkur hugmyndafræðilegan ágreining haustið 1934, var Arne Munch-Petersen. Við kynntumst honum ekkert persónulega. Hann fór seinna til Moskvu og hvarf.“[11]
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.