Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 121
119
stuðning í okkar árgangi. Hann var þó ekki eins leiðinlegur og
Baldur Bjarnason, sögu-Baldur. Baldur sat í Grini-fangelsinu í
Noregi á stríðsárunum, en hann var svo leiðinlegur, að Þjóðverjar
urðu að sleppa honum. Oddur varð barnalæknir, kjarkmaður og
reglumaður þá, en ekki seinna.
Næstur í röðinni er Hörður Jónsson, öruggur, lærði efnaverk-
fræði í Göttingen, vann hjá Fiskifélaginu, heldur ómannblend-
inn við okkur, sonarsonur Björns Kristjánssonar, kaupmanns á
Vesturgötunni, alþingismanns og ráðherra, þótt skósmiður væri.
Stúdentar frá MR 1934 í trjágarði Hressingarskálans við Austurstræti. Tal-
ið réttsælis fremst frá flaggstönginni: Unnur Jónsdóttir, Páll Ragnarsson
Leví, Magnús Geirsson, Thor Jensen Hallgrímsson, Hermann Þórarinsson,
Vagn E. Jónsson, Þorsteinn Sveinsson, Kristján Jóhannesson, Pétur Krist-
insson (án húfu), Friðrik A. Diego Hjálmarsson, Sigurður E. Ingimundar-
son, Oddur Ólafsson, Hörður Jónsson, Kaj H. J. Jessen, Matthías Hreiðars-
son, Jón Björnsson, Gunnar Böðvarsson, Eiríkur Briem, Bjarnþór Þórðarson,
Þórarinn Guðnason, Helgi Bergsson, Zóphonías Pálsson, Sigrún Briem,
Nanna Ólafsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Ingi H. Bjarnason, Ólafur Sig-
urðsson (út við flaggstöngina), Kjartan Guðmundsson, Katrín Ólafsdóttir,
Hermann Einarsson, Dagný Ellingsen, Elín Davíðsdóttir, Lárus Pálsson,
Óttar Proppé, Páll Þorgeirsson, Friðjón Sigurðsson og Ólafur A. Siggeirsson.