Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 132
130
við neinn pólitískan þrýsting,
og enginn hvarf af verkstæð-
inu eða skólanum. Það hefði
verið talað um það, ef svo hefði
verið, nógir voru vinnustaða-
fundirnir. En í flokksblaðinu
Pravda og í Ísvestía las maður
um réttarhöldin, Bukharin,
Rhykov, Zinoviev, Kamenev ...
og Trotsky í útlegð.
Rússneskan var að sjálfsögðu
léleg hjá mér, fólkið talaði ekk-
ert nema rússnesku, svo þarna
lærði maður að þegja! Ég var í
prentmyndaskólanum fyrstu tvö
árin, útskrifaðist þá, og síðasta
árið í Moskvu vann ég í tveimur
prentsmiðjum, fyrst hjá Pravda
og síðan í prentsmiðju, sem nefndist Pjervaja Obraztsovaya
Typografiya og þýðist eiginlega Fyrsta fyrirmyndar prentsmiðjan.
Þá gat ég bjargað mér vel á rússnesku.
Innanborgar var mest farið með neðanjarðarlestinni, Metro,
ný, glæsileg og myndskreytt. Við fórum í Park kulturni, Gorki-
park, og svo synti maður í ánni, sem rennur um miðborg
Moskvu, Moskvarek-á, hálfgerður moldarpollur. Fáeina kópeka
kostaði í bíó, rússneskar áróðursmyndir í og með, en eitthvað
manneskjulegt var við þær, vel leiknar. Í Bolshoi-leikhúsið komst
maður, fékk miða hjá fyrirtækinu, sem maður vann hjá. Ég
var þrisvar við 1. maí hátíðarhöldin (1935, 1936, 1937), gekk
rétt framhjá körlunum, þeir sáust þarna uppi, Stalín, Kalinin,
Molotov, Vorosilov, Mikojan ... etc.
Ferðaðist ekkert, nema ég fékk einhvern þarmasjúkdóm
(dysenteríu, blóðkreppusótt?) haustið 1935 og var lagður inn á
heilsuhæli á eftir, skammt utan við Moskvu, rétt þar hjá sem orust-
an var háð við Napóleon við Borodino, sögðu þeir. Upphaflega
klaustur, en þessi bygging var nú safn og hressingarhæli, ég á
hérna myndir af því og hópnum í skógarferð, en ekki man ég
lengur nöfn á neinum þeirra, sem þarna voru, nema að ég er á
Eymundur í Moskvu.