Strandapósturinn - 01.06.2009, Page 116

Strandapósturinn - 01.06.2009, Page 116
114 kennarafundi þetta sama haust fyrir að skrifa í tímaritið Rétt greinina Hreyfing íslenzkrar öreiga- æsku; en skólameistari reyndi allt hvað hann gat til að forða því að svona færi, bara að hann vildi nú játa eitthvað á sig, svo að ekki kæmi til brottrekstrar, en Ásgeir var ósveigjanlegur.[5] Þetta fyrir norðan lagðist svona og svona í okkur eftir pólitík. Fáir nemendur í mín- um árgangi voru utan af landi. Þórarinn Guðnason og Sigurður Guðmundsson voru það. Sigurður borðaði hjá Pálma, þangað til ég var rekinn, þá hætti hann því. Benjamín Eiríksson var á undan mér, mikill námsmaður, kom suður haust- ið 1930 eftir gagnfræðapróf á Akureyri, fór í 4. bekk, las 5. bekk utanskóla og varð stúdent 1932 og dúx. Séní á vissum sviðum. Seinna varð hann eins og tveir óskyldir menn. Eftir stúdentspróf fór Benjamín til Berlínar, suðupottur þar; Kiel var víst of dauf fyrir hann. Síðar varð hann smeykur við nasistana í Þýzkalandi, – af því að hann hét gyðinganafninu Benjamín, sagði hann mér, – og fór til Moskvu og Stokkhólms og síðast til Ameríku. Hann var þar, sem heitast brann. Sigurður Guðmundsson las utan skóla fyrir gagnfræðapróf og settist í sama árgang og ég, og þá kynnist ég honum, en að vísu var hann í stærðfræðideildinni. Hann kom með bæklinga, lagði þá fram til að lesa, án þess að vera að ýta þeim beint að okkur. Einn þeirra hét Verkalýðurinn og kreppan. Sigurður Guðmundsson gerði mig að sósíalista. Ég fór meira að segja að stauta mig fram úr þýzkum bókum í fræðunum og fór þá fram í þýzkunni. Sá mikli kennari, Jón Ófeigsson, tók eftir því. Einar Olgeirsson ýtti undir þetta. Einar safnaði ekki peningum, þegar hann var framkvæmdastjóri Síldareinkasölunnar, heldur eyddi hann þeim í útgáfustarfsemi. Líklegast sá ég Einar fyrst Eggert Þorbjarnarson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.