Strandapósturinn - 01.06.2009, Side 71

Strandapósturinn - 01.06.2009, Side 71
69 með mildu veðurfari þar sem Grænlendingar og Íslendingar gætu sest að og reist norræna byggð. Frásagnarvert hlýtur því að hafa verið að tíðarfar í Leifsbúðum hafi verið litlu eða engu skárra en í heimabyggðum Vínlandsfaranna austanhafs, þó þess sé að engu getið í sögunum. Vínland getur því ekki hafa verið þar, hlýtur að hafa verið þar sem loftslag var mildara og heitara, a.m.k. að sumarlagi og þá ekki ólíklega inn í Lárentsflóa eða upp með Lárentsfljóti eins og áður hefur verið nefnt. Hvers vegna Vínlandsferðir og hví mistókst landnám vestra? Um 975 var mikið hallæri á Íslandi, 10 árum áður en Grænland fór að byggjast og aldarfjórðungi áður en Vínlandsferðirnar hóf- ust um aldamótin 1000. Gera má því ráð fyrir að við upphaf Vínlandsferðanna hafi jarðvegur verið góður/heppilegur fyrir útrás og leit nýrra byggilegra landa, þar sem veðurfarsskilyrði væru betri en á Íslandi og Grænlandi. Hallærið var þá enn í fersku minni. Landnám vestra tókst ekki, þrátt fyrir ítarlegar tilraunir til að setjast að á Vínlandi, þar sem Vínlandsförunum leist vel á sig og þótti tvímælalaust búsældarlegt. Meginástæða þess að tilraunirnar misheppnuðust var vafalítið sú að norrænu landnemunum mættu fjandsamlegir frumbyggjar, sem flæmdu þá aftur til fyrri heimkynna, enda fjölmennir og illskeyttir þegar til kastanna kom. Sjálfsagt hefur einnig vantað nokkuð upp á samskiptalipurð nýju landnemanna, enda óbeislað og villt vík- ingablóð enn í æðum þeirra. Lítill vafi er á að landnemarnir norrænu voru miklu betur vopnum búnir en frumbyggjarnir og því ekki víst hvernig farið hefði, ef norrænu þjóðirnar hefðu í sameiningu staðið að landnáminu á Vínlandi í upphafi 11. aldar og farið þangað með nokkurra hundraða eða fárra þúsunda manna lið í kjölfar Leifs og Karlsefnis. Slíkt hefði vafalítið verið mögulegt og má í því sambandi benda á að Sigurður Jórsalafari fór í krossferð frá Noregi um Njörvasund til Jórsala á um 60 skipum með 5–6000 manna norrænt lið í byrjun 12. aldar. Slíkur leiðangur, þó fámennari hefði verið, frá Norðurlöndum til Vínlands í kjölfar Vínlandsferða Íslendinga og Grænlendinga, hefði hugsanlega getað tryggt norræna búsetu vestra ef konur og búsmali hefðu verið með í för. Ekki er hægt að útiloka, ef þannig hefði verið staðið að málum, að norrænir menn og síðar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.