Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.01.2022, Blaðsíða 2
Helmingur þeirra 1.383 sem greindust í fyrradag var yngri en átján ára samkvæmt svari Stjórnarráðsins. Það leggst mjög vel í fólk að ný bálstofa verði óháð. Sigríður Bylgja Sigurjóns- dóttir, stofnandi Trés lífsins og stjórnarmaður í Bálfarafélagi Íslands Jökull og Oreo kúra saman í sveitinni gar@frettabladid.is DÝRALÍF Kálfurinn Jökull og kett- lingurinn Oreo láta fara vel um sig á bænum Læk í Flóahreppi. „Þetta er bara lífið í sveitinni,“ segir Margrét Drífa Guðmunds- dóttir bóndi á Læk. „Við vorum með þrjá kettlinga og Oreo var sá síðasti.“ Kettirnir á Læk eru oft innan um kýrnar og allir una sér vel. Á Læk er mjólkurframleiðsla og líka hestar, hænur, kettir og hundur og sjálf eiga Margrét og maður hennar Ágúst Guðjónsson fimm börn. n bth@frettabladid.is COVID-19 Samkvæmt upplýsingum frá almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra voru rétt tæplega 21.000 einstaklingar í einangrun eða sóttkví föstudaginn 14. janúar, þar af voru um 8.000 börn á aldrinum 0 til 16 ára, eða um 38 prósent af heildarfjölda. Samkvæmt upplýsingum um fjölda barna í sóttkví eða einangrun í fyrradag, 18. janúar, varð aukning barna í sóttkví/einangrun ekki eins mikil og ætla mætti, þrátt fyrir að um helmingur þeirra 1.383 ein- staklinga sem greindist í fyrradag hafi verið yngri en 18 ára, sam- kvæmt svörum frá Stjórnarrráðinu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Til samanburðar var hlutfall barna á aldrinum 0 til 16 ára sem voru í sóttkví eða einangrun föstu- daginn 14. janúar 7,4 prósent á landsvísu. Í fyrradag, 18. janúar, var hlutfallið 8,5 prósent. n Börn fjölmenn bæði í sóttkví og einangrun Sólbjart í Eyjafirði Það viðraði vel til gönguferða á stígnum með fram Drottningarbrautinni á Akureyri í gær. Úti fyrir var Pollurinn logagylltur og sléttur. Samkvæmt Veðurstof- unni er köflótt veðrátta fram undan í höfuðstað Norðurlands. Í dag verður hlýtt en skýjað og allhvasst, en á morgun snýr sólin aftur. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Kálfurinn Jökull og Oreo kettlingur. MYND/MARGRÉT DRÍFA GUÐMUNDSDÓTTIR N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði Komið og skoðið úrvalið Bálfarafélag Íslands fordæmir vinnubrögð dómsmálaráðu- neytis vegna lagabreytingar. Félagið er komið með lóð. birnadrofn@frettabladid.is SAMFÉLAG „Það er mikilvægt að óháð bálstofa verði opnuð á land- inu, vegna þess hve fjölbreytt sam- félagið okkar er orðið og hve mörg trúar- og lífsskoðunarfélög eru á landinu, fimmtíu talsins,“ segir Sig- ríður Bylgja Sigurjónsdóttir, stofn- andi Trés lífsins og stjórnarmaður í Bálfarafélagi Íslands. Stjórn Bálfarafélags Íslands for- dæmir vinnubrögð dómsmálaráðu- neytisins vegna lagabreytingartil- lögu sem ráðuneytið setti inn á Samráðsgátt stjórnvalda í síðustu viku, þar sem á að fjarlægja ákvæði um Bálfarafélag Íslands úr lögum. Ákvæðið felur í sér að einstakling- ur úr Bálfarafélaginu sé skipaður í kirkjugarðsstjórn Reykjavíkur- prófastsdæma. 75 umsagnir höfðu borist um lagabreytinguna þegar Fréttablaðið fór í prentun. „Eina bálstofa landsins, Bálstofan í Fossvogi, er komin til ára sinna, en hún hefur verið í rekstri síðan árið 1948. Það voru nokkrir frumkvöðlar sem gerðu bálstofu á Íslandi að veruleika á sínum tíma,“ segir Sig- ríður Bylgja. Verkefnið Tré lífsins lýtur að því að opna óháða bálstofu, athafna- rými og minningagarð. „Bálstofa Trés lífsins verður með umhverfis- vænum ofni með fullkomnum hreinsibúnaði. Að bálför lokinni getur fólk valið um að láta gróður- setja öskuna ásamt tré í Minn- ingagarði, sem vex upp til minn- ingar um hinn látna,“ segir Sigríður Bylgja. „Við erum sem sagt komin með lóð fyrir byggingu 1.500 fermetra húsnæðis, komin með samþykki sýslumanns fyrir staðsetningu og skipulagi bálstofu í aðalatriðum og erum búin að tryggja 80 prósenta lánsfjármögnun, en 20 prósentum ætlum við að safna með hópfjár- mögnun,“ segir Sigríður Bylgja. „Það eina sem við bíðum eftir er svar frá stjórnvöldum um hvort þau ætli að setja peninga í byggingu og rekstur nýrrar bálstofu á vegum Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæmis, en ef það verður gert, þá getur ekki orðið af Tré lífsins, því miður, svo það er örlagastund núna um hvort að á Íslandi rísi óháð bálstofa eða ekki,“ bætir hún við. Stjórnir Trés lífsins og Bálfarafélags Íslands lögðu í desember fram ósk um stofnkostnaðarframlag frá íslenska ríkinu til starfseminnar, upp á 500 milljónir króna, ekkert svar hefur borist. „Við erum ekki háð þessu framlagi.“ Sig r íður Bylg ja seg ist hafa orðið vör við mikinn áhuga fólks á umhverfisvænni leiðum þegar kemur að útförum. Þá finnist fólki falleg tilhugsun að tré spretti þar sem jarðneskar leifar ástvina liggja. Bálförum hafi farið fjölgandi og standi nú í um 50 prósenta hlutfalli við útför látinna. „Það leggst mjög vel í fólk að ný bálstofa verði óháð. Enda er hlut- verk bálstofu óháð kennisetningum trúar- og lífsskoðunarfélaga og hjá okkur verða öll velkomin,“ segir Sig- ríður Bylgja. n Fallegt að tré spretti þar sem jarðneskar leifar liggja Beðið er eftir svari stjórnvalda um hvort peningar verði settir í byggingu og rekstur nýrrar bálstofu hjá Kirkjugörðunum í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 Fréttir 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.