Fréttablaðið - 20.01.2022, Page 6

Fréttablaðið - 20.01.2022, Page 6
Gætið þess að börn nái ekki í vöruna. www.msb.is illjant þvottaefni fyrir bth@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL „Ég hef áhyggjur af trúverðugleika ef upplýsingar sem fram koma bera skugga á okkar starfsemi,“ segir Valgerður Rúnars- dóttir, læknir og forstjóri SÁÁ. Brigslyrði hafa gengið milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og starfsmanna SÁÁ um hvort meðferð viðkvæmra persónuupplýsinga hafi verið ábótavant með því hvernig sjúkraskrár skjólstæðinga voru nýttar. Sjúkratryggingar hringdu í skjólstæðinga til að tékka inni- hald símaviðtala sem samtökin buðu upp á í stað nærveruviðtala þegar rannsókn fór fram sem nú hefur leitt til þess að Sjúkratrygg- ingar hafa sent málið til héraðssak- sóknara. Valgerður segir mikilvægt að SÍ hafi gætt þess þegar hringt var í skjólstæðingana að það hafi verið gert þannig að ekki grafi undan trausti. Þessi mál séu mjög við- kvæm. Ekki liggi fyrir lýsing á því hvernig SÍ hegðaði hringingunum. Lýsir áhyggjum ef deilan skaði trúverðugleika SÁÁ Valgerður Rúnarsdóttir, læknir og for- stjóri SÁA „Sumt af okkar fólki hringdi og lét okkur vita að það hefði ekki verið aðvarað eða skýrt fyllilega út hvers vegna væri hringt. Það er á gráu svæði. Þetta er viðkvæmt fyrir mörg- um og ekki eitthvað sem allir eru til- búnir að ræða,“ segir Valgerður. Sjúkratryggingar hafa samkvæmt lögum leyfi til að fela heilbrigðis- starfsmönnum að vinna svona verk. Ganga þarf þó úr skugga um að ákveðnu verklagi sé sinnt. „Hvort verklagið var eins og það á að vera, það veit ég ekki,“ segir Valgerður. Hún segir eðlilegar og málefna- legar skýringar á fjölda símavið- talanna sem rukkað var fyrir. Engir starfsmenn hafi hagnast á símavið- tölunum og það sé eðlilegt að fjöldi viðtala hafi stóraukist þegar með- ferð sem áður gekk út á hópastarf snerist upp í einstaklingsþjónustu. „Við erum boðin og búin til að fara betur yfir þetta með Sjúkra- tryggingum en við bjuggum ekki til aukakostnað fyrir ríkið. Ég er mjög hissa á að þetta mál sé komið til héraðssaksóknara.“ n Alda Sigurðardóttir, stjórn- endaþjálfi og eigandi Vendum og Fræðslu, segir að erlend fyrirtæki séu víða farin að nota fyrirbyggjandi aðferðir til þess að koma í veg fyrir að stjórnendur sýni af sér ósæmilega hegðun. elinhirst@frettabladid.is STJÓRNUN Alda Sigurðardóttir stjórnendaþjálfi var gestur í Mark- aðnum á Hringbraut í gær. Þar var meðal annars rætt um þau hneyksl- ismál sem skekið hafa íslenskan viðskiptaheim þar sem háttsettir menn hafa verið vændir um að hafa farið yfir kynferðisleg mörk í sam- skiptum sínum við aðra. „Ég fór í þjálfun hjá konu sem heitir Laura Crawshaw og er doktor í sálfræði og hefur sérhæft sig í því sem kallast „abrasive leaders“ eða hrjúfir leiðtogar, ekki ljúfir heldur hrjúfir, og eru gerendur í eineltis- málum og kynferðismálum,“ segir Alda. „Ég er ekki að gera út á þessi mál í minni stjórnendaþjálfun en hef leitað mér þekkingar til þess að hafa betri skilning á þessu. Dr. Laura Crawshaw var með vinnustofu hér í Reykjavík í sam- vinnu við fyrirtæki mitt þar sem notuð var ákveðin aðferðafræði. Fólk kom alls staðar að á þessa vinnustofu. Þarna voru meðal ann- ars mættir stjórnendur úr einni stærstu alþjóðastofnun heims, þarna var líka stjórnandi úr skóla- kerfinu í Skotlandi og stjórnandi úr einum stærsta fjárfestingarbanka Ameríku. Allir voru að sækja sér þekkingu á hvernig eigi að takast á við þetta vandamál, það er bæði stórt og raunverulegt,“ segir Alda. Hún segir að mörg amerísk fyrir- tæki séu að meðhöndla þessi mál mjög vel. Þau byrji á því að innræta ákveðna menningu strax í atvinnu- viðtalinu. Þar er fyrirtækjamenn- ingin útskýrð og farið yfir ýmis atriði sem flest okkar myndu segja að væru almenn skynsemi, svo sem að bjóða góðan daginn, en einnig hvaða hegðun sé ekki umborin og að fyrirtækin hiki ekki við að segja fólki upp sem sýni slíka ósæmilega hegðun. Alda segir að þannig sé hægt að skapa fælingarmátt strax í upphafi. Einnig sé fólk þjálfað í samskiptum til þess að það sé betur í stakk búið til að meta hvað má og hvað ekki og hvaða afleiðingar slík hegðun hefur. Einnig sé mikilvægt að efla hæfni stjórnenda í að stöðva svona mál í fæðingu. „Um leið og maður verður var við eitthvað sem passar ekki, einhver skot á náungann eða niðurlægingu á fundum, þá þarf að hafa hugrekki til þess sem stjórnandi að stoppa það strax,“ segir Alda Sigurðardóttir stjórnendaþjálfi. n Hrjúfir stjórnendur reynast oft vera gerendur kynferðisbrota Allir voru að sækja sér þekkingu á hvernig eigi að takast á við þetta vandamál, það er bæði stórt og raunveru- legt. Alda Sigurðardóttir, stjórnenda- þjálfi Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmda- stjóri Land- verndar gar@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Auður Önnu Magn- úsdóttir, framkvæmdastjóri Land- verndar, segir það ekki standast sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi umhverfisráðherra, sagði í Fréttablaðinu í gær, að boð- aðar breytingar á lögum væru rétt viðbrögð við úrskurði ESA um ólög- mæta starfshætti stjórnvalda hér. Auður segir áfram gert ráð fyrir að hægt verði að gefa út bráða- birgðaleyfi án gilds umhverfismats. „ESA hefur sagt að þetta sé brot á EES-reglum um umhverfismat og kemur því ekki til móts við athuga- semdir ESA. Samkvæmt lýsingu í samráðsgátt á frumvarpsdrögunum verða það stofnanir en ekki ráð- herrar sem veita bráðabirgðaleyfin og því opnast möguleiki til þess að kæra veitingu þeirra til ráðherra,“ segir Auður. Verði breytingin svipuð og rædd var 2020 verði heimild til veitinga bráðabirgðaleyfa felld inn í lög um umhverfismat. „Það væri stórt skref aftur á bak því þá myndu bráðabirgðaleyfi án umhverfismats ná til mun f leiri aðgerða sem hafa neikvæð áhrif á náttúru Íslands. Án aðgangs að skjölunum er erfitt að segja hver áhrifin af þessu verða nákvæmlega en það er alveg ljóst að það er ekki í samræmi við niðurstöðu ESA að veita megi bráðabirgðaleyfi án gilds umhverfismats.“ n Segir skýringar ekki standast Stjórnenda- þjálfun er gott tæki til þess að koma í veg fyrir ósæmi- lega hegðun á vinnustað eða af hálfu stjórn- enda. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY 6 Fréttir 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.