Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.01.2022, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 20.01.2022, Qupperneq 12
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Fimm prósenta árleg leiga af auð- lindinni, jafngildi 60 milljarða, þykir skattpín- ing í tilviki auðugustu lands- manna. Börn eru eðlilega sérstaklega viðkvæm fyrir nei- kvæðum áhrifum bælingar- meðferða. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Í sérstökum kafla íslenskra hegningarlaga er fjallað um brot gegn frjálsræði manna og viðurlög við slíkum brotum. Listinn er langur en ekki tæmandi, enda virð- ist hugmyndafluginu lítil takmörk sett þegar kemur að því að ganga á frelsi annarra. Eitt af því sem hegningar- lögin ná ekki til eru svokallaðar bælingarmeðferðir á hinsegin fólki. Þar horfir nú vonandi til betri vegar, þar sem ég hef lagt fram á þingi frumvarp til að gera refsi- vert að neyða einstakling til að undirgangast meðferð í þeim tilgangi að bæla eða breyta kynhneigð sinni, kynvitund eða kyntjáningu. Breytingin leggur einnig bann við slíkum meðferðum á börnum, hvort sem þær eru framkvæmdar hér á landi eða barnið flutt úr landi í þeim tilgangi, og við því að framkvæma eða hvetja, með beinum eða óbeinum hætti, til slíkra meðferða. Bælingarmeðferðir hafa víða verið framkvæmdar til þess að „lækna“ náttúrulega kynhneigð eða kynvitund fólks. Í slíkum meðferðum er samtali gjarnan beitt til þess að tengja upplifun þolandans á kynhneigð, kyn- vitund eða kyntjáningu sinni við sársauka og skömm. Í grófari tilvikum hefur þolandinn einnig verið látinn undirgangast inngripsmeiri meðferðir. Þessar með- ferðir eru ekki studdar af vísindum, þær eru siðferðilega rangar og hafa oftar en ekki verulega neikvæð óaftur- kræf áhrif á andlega og líkamlega heilsu fólks. Börn eru eðlilega sérstaklega viðkvæm fyrir neikvæðum áhrifum bælingarmeðferða. Það er því sannarlega ekki að ástæðulausu að bæl- ingarmeðferðir hafa víða um heim verið bannaðar með lögum að viðlagðri refsingu. Enn víðar er nú í gangi vinna við að fylgja þeim fordæmum. Á alþjóðavett- vangi hefur Ísland ítrekað lýst yfir andstöðu við slíkar meðferðir, t.d. á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sumarið 2020, þar sem fjallað var um skýrslu ráðsins um alvarlegar afleiðingar bælingarmeðferða á hinsegin fólki. Það er tímabært að stíga skrefið til fulls, færa okkur til nútímans og festa í lög hér bann við svo skelfilegri aðför að frelsi og heilsu hinsegin fólks. ■ Tímabært að setja bann við bælingarmeðferðum Hanna Katrín Friðriksson  þingflokksfor- maður Viðreisnar  Endurnýjuð ríkisstjórn Katrínar Jakobs- dóttur verður kyrrstöðustjórn, enn sem fyrr, af ástæðum sem rekja má til eðlilegra átaka milli þeirra ólíku stjórn- málaflokka sem mynda hana, en einnig vegna einsleitni þeirra, því það sem sameinar þá er aðdáun á óbreyttu kerfi. Þess vegna verður ekki hróflað við krónunni á næstu árum, hversu illa sem hún leikur heimili og fyrirtæki landsmanna, en hún er völd að mestu álögum Íslandssögunnar: skattar á ein- staklinga árið 2019 námu 190 milljörðum, en krónuskatturinn það sama ár var 180 milljarðar. Þess vegna verður engu breytt sem truflað getur fokríka kvótakónga. Markaðsleiðin er sem fyrr eitur í beinum stjórnarherranna, enda þótt hún hafi almannahag í huga. Fimm prósenta árleg leiga af auðlindinni, jafngildi 60 milljarða, þykir skattpíning í tilviki auðugustu lands- manna. Þess vegna verður áfram rekin fátæktarstefna í landbúnaði, sem er auðmýkjandi fyrir sauðfjár- bændur um allt land. Og enn síður verður græn- metisbændum rétt hjálparhönd með afslætti á rafmagni, sem áfram verður aðeins í boði fyrir erlenda auðhringi sem reka hér álver. Þess vegna verða hugmyndir um þjóðgarða á hálendi landsins látnar niður falla, milli þess sem áfram verður beitt afturvirkum reglugerð- um til að lauma fiskeldi inn í þrönga firði, af því umhverfið er atvinnulífinu óæðra, sama hvaða stjórnarflokkur stýrir viðkomandi ráðuneyti. Þess vegna mun ríkisstarfsmönnum fjölga hratt, einmitt því fólki sem leiðir launaþróun og gerir fyrirtækjum á almennum vinnumarkaði erfiðara um vik að ná endum saman. Og áfram verður hlutfall ríkisfyrirtækja í atvinnulífi miklum mun hærra á Íslandi en í löndunum í kring. Þess vegna verður engu breytt varðandi starfsemi Ríkisútvarpsins, sem veður uppi á íslenskum fjölmiðlamarkaði, með belti sín og axlabönd, og grefur undan starfsemi einkarek- inna fjölmiðla, sem fyrr deyja drottni sínum en að stjórnarherrarnir breyti þar nokkrum hlut. Þess vegna verður stjórnarskrármálið áfram drepið í dróma og sjálfsögðum bótum á æðstu lögum landsins slegið á frest, einmitt af hræðslu við að þjóðin hafi eitthvað um það að segja, en það er stjórnarflokkunum kærkomið að hafa auðlindaákvæðið áfram opið og sveigjanlegt. En líklega er þetta eðlilegt ástand. Ríkis- stjórnarflokkarnir eru ekki einir hræddir við breytingar, almenningi til hagsældar og aukinna réttinda. Það er nefnilega almenningur sem kýs þessa flokka í ríkari mæli en önnur öfl. Hann vill kyrrstöðu. Og hann fær kyrrstöðu. ■ Kyrrstöðustjórn Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 PREN TU N .IS NÝBAKAÐ BRAUÐ ALLA DAGA ....................................... www.bjornsbakari.is ari@frettabladid.is Hrollur Auðvitað fer hrollur um Þórólf Guðnason sóttvarnalækni landsmanna þessa dagana þegar heilu þotunum er stefnt til Ung- verjalands í handboltaveisluna sem þar er nú haldin, í langtum innan við eins sentimetra fjar- lægð fólks hverju frá öðru. En fréttir berast nú einmitt af því að hundruð landsmanna séu að pakka ofan í töskur sínar til að yfirfylla áhorfendapallana í Búdapest þar sem íslenska lands- liðið mun leika hvern sigurleik- inn af öðrum, allt til enda, og taka dolluna á endanum. Og þar verður nú heldur betur faðmast og frussað yfir mann og annan. Snerting Allt minnir þetta auðvitað á þá ríku staðreynd að handbolti er einhver erfiðasta íþrótt sem hægt er að leika á tímum ofboðs- legra sóttvarna og fjarlægðar- takmarkana. Það hefur enda stundum verið haft á orði að munurinn á körfubolta og hand- bolta sé giska skýr: Körfubolti sé íþrótt án snertingar, en hand- bolti sé snerting án íþróttar. Og svo áfram sé gantast í þessa veru þá er seinni bylgjan mikið tekin í handboltanum – og þykir mikilvæg til sigurs. Og svo verður einnig á landamærunum í Keflavík þegar mannskapurinn kemur allur heim að lokum, það verður sko alvöru bylgja. ■ SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 20. janúar 2022 FIMMTUDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.