Fréttablaðið - 20.01.2022, Side 20
Buxna-
dragtir eiga
alltaf við
og nú sem
aldrei fyrr.
Þær passa
jafn vel við
í vinnuna,
bæjarröltið
og partíið.
S Í G I L D K Á P U B Ú Ð
Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is
Laxdal er í leiðinniFylgið okkur á FB
40-70%afsláttur
Enn meiri afsláttur
Buxnadragtir eru heitasta
heitt á nýárinu og ekki
aðeins fyrir bisnesskonur
heldur allar dömur sem vilja
klæðast því flottasta í lífi
sínu og starfi.
thordisg@frettabladid.is
Það voru buxnadragtir sem stálu
senunni á tískupöllunum fyrir árið
2022. Dragtir hafa löngum verið
einkennisklæðnaður kvenna í
stjórnunar- og skrifstofustörfum
en eiga nú upp á pallborðið hjá
konum á öllum aldri og við hvaða
tækifæri lífsins sem er.
Tískuhús heimsins tefla nú fram
buxnadrögtum í endalaust flottu
úrvali, jafnt víðum sem þröngum,
stuttum sem síðum, einlitum sem
mynstuðum, köflóttum, rönd-
óttum og doppóttum, og efnin eru
alls konar, allt út í f lauel, leður og
blúndur. Sumar dragtir eru með
aðsniðnu vesti í stað dragtarjakka,
sem þykir einkar kvenlegt og
elegant.
Eftir Covid-tískuna í fyrra, sem
var afslöppuð og heimilisvæn
með víðum fatnaði, leggja hönn-
uðir enn áherslu á þægileg snið
og frjálslegar útfærslur í dagsins
amstri. Því mega buxnadragtir
vera víðar jafnt sem þröngar og
í ótakmarkaðri litadýrð: hefð-
bundnar sem óhefðbundnar í sniði
og samsetningu.
Klassískar buxnadragtir eiga
alltaf við, ekki síst í bisness-
geiranum, en nú má poppa upp
vinnudaginn með trendí drögtum.
Það geta verið bisnessdragtir með
röndum við strigaskó eða „boots“,
útvíðar, stuttar buxur með víðum
jökkum sem eru bæði töff og
elegant á sama tíma og ganga jafnt
í vinnunni og úti á lífinu. Því er
ómögulegt að draga línu á milli
fínnar vinnudragtar og sportlegrar
því sniðin eru síð sem stutt, en flott
við jafnt háa hæla og sportlega skó.
Við dragtir er fallegt að klæðast
toppum eða blússum, bolum eða
vesti. Þá er jafn smart að klæðast
einlitum drögtum sem og munstr-
uðum með ljósmyndum, dýra-
mynstrum, blómum, röndum eða
doppum, hvort sem munstrin eru
stór eða smá.
Auðvelt er að fara beint úr vinnu
út á lífið í f lottri buxnadragt. Þetta
er fallegur og þægilegur klæðnaður
sem er tilvalið að dressa upp með
fallegu skarti, belti eða tösku.
Tískukóngarnir leggja áherslu á
breiðari og tilkomumeiri axlalínu
og skreyta ermar og skálmar jafn-
vel með pífum sem gefur róman-
tískt útlit. Litir sem passa vetri eru
meðal annars vínrautt, fjólublátt,
brúnt, dökkblátt og smaragðs-
grænn, og með hækkandi sól ljós-
blár, drapplitað, grátt, gult og rautt,
en munið að allt er í tísku, eftir
smekk hvers og eins. n
Töff buxnadragt
er ómissandi
Tískubloggarinn Caroline Daur í stuttri skyrtu við
stuttan blazerjakka og útvíðar buxur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Áhrifavaldurinn
Gabriella Ber-
dugo í hvítum
rúllukragabol
og bláu galla-
vesti við útvíðar
svartar dragtar-
buxur og stóran
blaserjakka í
París á dög-
unum.
Stílistinn Almudena Lapique í
smaragðsgrænni flauelsdragt, með
eiturgræna leðurhanska í stíl.
Tískuljósmyndarinn Tamu McPherson í skærbleikum út-
víðum buxum og stórum jakka í stíl í Mílanó í vikunni.
Tískublaða-
konan Anna
Dello Russo í
munstraðri,
brúnni og blárri
buxnadragt. Anna Dello Russo
hér í æðislegri
svartri buxnadragt
og hvítri, stuttri
blússu við.
Caroline Daur í
hvítri rúllukraga-
peysu og svartri
vestisdragt.
Fyrirsætan Maria
Rosaria Rizzo í app-
elsínugulum bol við
rauða buxnadragt.
4 kynningarblað A L LT 20. janúar 2022 FIMMTUDAGUR