Fréttablaðið - 20.01.2022, Side 30

Fréttablaðið - 20.01.2022, Side 30
Í dag heiðrum við Viðurkenningar- hafa FKA 2022 og er FKA þannig mótandi og leiðandi í íslensku samfélagi. Sigríður Hrund Pétursdóttir Að gera gagn Vigdís Jóhannsdóttir er stjórnarmaður í FKA en hún er markaðsstjóri Stafræns Íslands. „Það er fátt meira hvetjandi en að upplifa það að gera gagn. Að taka þátt í einhverju eða framkvæma eitthvað sem raunverulega skiptir máli fyrir aðra. Ýta við hlutum sem kalla fram raunverulegar breytingar á lífi fólks. Það þarf ekki að vera stórt. En við getum öll gert eitthvað. Við höfum ekki öll þolin- mæði til að horfa á dropann hola steininn. Þolinmæði er að minnsta kosti ekki einn af mínum helstu kostum en margt smátt gerir eitt stórt. Þess vegna stökk ég á tækifærið að taka þátt í verkefninu Stafrænt Ísland þar sem leiðarljósið er að einfalda líf fólks og fyrirtækja á Íslandi og tryggja öllum jafnt aðgengi að opinberri þjónustu. Það gerist kannski ekki á einni nóttu en áður en við vitum af verðum við búin að breyta Ís- landi. Það er sömuleiðis ástæða þess að ég gaf kost á mér í stjórn FKA. 1.300 konur eru kannski dropar sem hola steina en saman eru þær stórfljót sem geta breytt heiminum.“ Vigdís Jó- hannsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON Leiðandi afl í atvinnulífinu Unnur Elva Arnardóttir er vara- formaður FKA og starfar sem forstöðumaður innri og ytri þjónustu hjá Skeljungi. „Ég hef tekið virkan þátt í starfi FKA, fyrst í nefndum og í stjórn frá árinu 2019. Innan stjórnar var ég fyrst í hlutverki gjaldkera, en nú sem varaformaður. Ég tel að það félagsstarf sem Félag kvenna í atvinnulífinu stendur fyrir, sé atvinnulífinu og samfélaginu í heild mjög mikilvægt. Félagskonur sem tekið hafa virkan þátt í starfi FKA, hafa stóreflt tengslanet sitt og dýpkað tengingu sína við viðskiptalífið. Það má því segja að virkilegur ávinningur sé af virkri og reglubundinni þátttöku á fundum, fyrir- lestrum og viðburðum félags- ins. Ég hef sjálf haft mikið gagn af tengslanetinu þar sem gildi FKA, framsækni, kunnátta og afl hafa svo sannarlega átt við og ýtt undir mína styrkleika. FKA er leiðandi afl í atvinnu- lífinu, kröftugt og fjölbreytt þekkingarnet sem er að vaxa sem aldrei fyrr. Vegna heims- faraldurs finnum við enn betur hve mikilvægt félagastarfið er og ég hvet konur til að vera með í félagsstarfinu. Unnur Elva Arnardóttir. Til hamingju Ísland Sigríður Hrund Pétursdóttir er formaður FKA ehf. og rekur fyrirtækið Vinnupallar. Með henni í stjórn eru sex konur úr atvinnulífinu. FKA eru félaga- samtök fyrir konur sem eru stjórnendur og leiðtogar í íslensku atvinnulífi. Í dag heiðrum við Viðurkenn- ingarhafa FKA 2022 og er FKA þannig mótandi og leiðandi í íslensku samfélagi. Yfir 1.300 kraftmiklar konur eru í félaginu sem sjá virði í að tengjast til að efla sig sem og aðrar konur og vera hreyfiafl um leið. Heims- faraldur hefur fært okkur bæði verkefni og gjafir. Landsbyggða- deildum óx t.d. öllum ásmegin þegar við þurftum að blanda félagsstarfinu í Raf- og Raun- viðburði – sem er einstakt og lýsandi fyrir orkuna sem í félag- inu býr. Það er gefandi og ánægju- legt að veita viðurkenningar til útvaldra kvenna í dag – heiðrum þær og veitum athygli þeirra för. Það er sameiginlega vegferðin okkar allra. Kraftur kvenna er kraftur samfélagsins og mikil- vægt að rækta þá dýrmætu auðlind. Það er bjart fram undan en einungis ef við höfum hugar- farið þannig stillt – viðhorf er nefnilega val. Hugurinn ber okkur hálfa leið, framkvæmdin hinn helminginn. Nýtum kraft kvenna – okkur öllum til gæfu og giftusemi. Sigríður Hrund Pétursdóttir. MYND/AÐSEND Gefandi, lærdómsríkt og skemmtileg Edda Rún Ragnarsdóttir, stjórnarkona í FKA, er innanhússarkitekt og eigandi ERR Design. „Ég gekk inn í FKA eftir að ég stofnaði fyrir- tækið mitt ERR Design, innanhússarkitektúr og verkefnastjórnun árið 2010. Áður starfaði ég bæði í London og hér heima á stofu í nokkur ár fyrir eigin rekstur. FKA er risastórt tengslanet og býður upp á alls kyns fræðslu, það var aðal- ástæðan fyrir því að ég fór í FKA. Kynnast konum í ólíkum greinum, eiga áhugaverð samtöl, sækja fræðslufundi og læra eitthvað nýtt. Máttur tengslanetsins getur opnað nýjar dyr og jafnvel viðskiptatækifæri, þar sem við bendum á og mælum með konu í starf eða verkefni og kynnum fyrirtækin okkar. Ég tala af reynslu, því ég er svo lánsöm að hafa fengið verkefni í gegnum félagskonur eða þær bent á mig. Síðastliðið vor var ég kosin í stjórn FKA sem hefur verið mér mjög gefandi, lærdómsríkt og skemmtileg. Ég hvet konur til að bjóða sig fram í nefndir eða í stjórn og tengjast þannig enn betur inn í félagið. Edda Rún Ragnarsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Styrkur til framsækni Elísabet Tanía Smáradóttir, mannauðs- og gæða- stjóri hjá Hertz, er stjórnarkona í FKA. „Leið mín lá á fyrst til FKA árið 2009 en vegferð mín og þátttaka hófst ekki fyrr en 2021 þegar ég ákvað að koma af fullum krafti inn. Bauð mig fram til stjórnar og sit þar í dag með bros á vör. Ég var nefnilega ein af þeim sem taldi fyrirtækjarekstur vera hálfgerða forsendu fyrir félagsvist. Sannar- lega er það ekki svo enda er FKA fyrir allar konur sem eru leiðandi/stjórnendur í atvinnulífinu og vilja efla það enn frekar. FKA fyrir mér er tækifæri til að styrkja sjálfa mig og aðra um leið. Tækifæri til að efla tengsla- net og nýta styrk minn og annarra félagskvenna til framsækni. Læra af leiðandi konum í atvinnu- lífinu og gefa af mér um leið. Nýta ofurkraftinn frá ríflega 1.300 konum sem allar eru ólíkar og þekkingin eftir því. Ég vil leggja mitt af mörkum við að gera félagið enn sterkara með stöðugum Elísabet Tanía Smáradóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Veitir vináttu og góða reynslu Eydís Rós Eyglóardóttir framkvæmdastjóri er stjórnarmaður í FKA og sömuleiðis gjaldkeri félagsins. „Styrkur FKA einkennist af þeim 1.300 konum sem eru skráðar í félagið. Hópurinn er gífurlega fjölbreyttur og spannar stórt aldursbil. Saman leggja félagskonur málefnum kvenna í atvinnulífinu lið, stöndum vörð hver um aðra, miðlum þekkingu og reynslu, sköpum og finnum þau tengsl sem við þörfnumst, en umfram allt jákvæð uppbygging sem nýtist konum í lífi og starfi. Að starfa með og fyrir FKA hefur fært mér mikla reynslu sem og frábær tengsl sem og vináttu sem ég mun þakka fyrir alla mína ævi. Það er mín upplifun af félaginu að það leitist við að vera með puttann á púlsinum hverju sinni og sé mjög lifandi félag sem allar konur í atvinnulífinu ættu að íhuga að vera partur af sér til ávinnings.“ Eydís Rós Eyglóardóttir. MYND/AÐSEND Samstaða kvenna úr öllum áttum Katrín Kristjana Hjartardóttir situr í stjórn FKA. „Ég skráði mig í FKA haustið 2020. Tíu mánuðum seinna var ég kosin í stjórn félagsins. Á þeim tíma hef ég vaxið á ljóshraða á vinnumarkaði, hugur minn hefur víkkað og tengslanetið breiðist hratt út líkt og ónefnd veira. Starfið í FKA er líkt og önnur verkefni í lífinu: Við fáum það sem við leggjum til. Persónulega sóttist ég eftir eigin grósku, ráðabrunni kven- skörunga í Leiðtoga Auði og samveru Fram- tíðarkvenna. Á þessum tíma hef ég náð þeim markmiðum sem ég lagði upp með og meira til, fyrir það get ég þakkað starfinu í FKA, vinkonum mínum og mentorum. Þegar litið er yfir farinn veg þá er mér minnis- stætt öll góðu samtölin og vilji kvenna til að deila velgengni sinni. Í FKA drögum við lærdóm hver af annarri, hlustum á félagskonur og setjum inn eigin reynslu – þannig eflum við atvinnulífið, með samstöðu kvenna úr ólíkum áttum. Katrín Kristjana Hjartardóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Stjórnarkonur í Félagi kvenna í atvinnulífinu FKA vinnur með aðilum á vinnumarkaði, fyrir- tækjum, félagasamtökum og hinu opinbera að því að efla og benda á þátt kvenna í stjórnum eða stjórnunar- stöðum í atvinnulífinu. Félagið stendur fyrir viðburðum, fræðslu, veitir ráðgjöf og knýr fram breytingar á lögum og venjum til að gæta jafnvægis og fjölbreytileika innan atvinnulífs- ins. Félagið var stofnað árið 1999. FKA eru félagasamtök fyrir konur sem eru stjórnendur og leiðtogar í íslensku atvinnulífi. Hvort sem þú ert stjórnandi, leiðtogi, átt eða rekur þitt fyrirtæki – þá áttu heima í FKA ef þú vilt efla þig, styrkja tengslanet og taka þátt í að stuðla að því að efla íslenskt atvinnulíf. Hægt er að skrá sig í félagið á heimasíðunni fka.is þar sem jafn- framt eru ýmsar upplýsingar um starfsemina. n 10 kynningarblað 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.