Fréttablaðið - 20.01.2022, Síða 31

Fréttablaðið - 20.01.2022, Síða 31
Við viljum sjá fjöl- breytileika í starfs- manna- hópnum og auka hlut kvenna í forritunar- og tækni- störfum. Ragnhildur Geirsdóttir Þær Ragnhildur Geirsdóttir, Elfa Björk Kristjánsdóttir og Steina Dögg Vigfúsdóttir starfa við ólík störf hjá Reiknistofu bankanna. Þær velta því fyrir sér hvort ímynd af fólki í tæknistörf- um valdi því að það halli oft á konur. RB hefur markvisst lagt sig fram við að styrkja stöðu kvenna í tæknistörfum, enda margar byrjað starfsferil sinn þar. „Við hjá RB erum að vinna mark- visst að því að auka hlut kvenna í tæknistörfunum hjá okkur. Núna eru um 35% starfsfólks konur. Um það bil þriðjungur forritara eru konur en í kerfisrekstri er hlutfall- ið enn lægra. Stjórnendur eru aftur á móti tæplega 50%, svo hlutföllin eru góð þar,“ segir Ragnhildur. Ragnhildur er forstjóri Reikni- stofu bankanna og hefur gegnt þeirri stöðu í þrjú ár. Hún er menntaður verkfræðingur og hefur unnið við ýmis stjórnunar- störf frá árinu 2005. Hún segir að undanfarin ár hafi stefna RB verið að byggja upp fjölskylduvænan vinnustað og fjarvinnustefna hafi verið til staðar áður en heims- faraldurinn skall á. „Það var samt ekki fyrr en í Covid sem við fórum að nýta fjar- vinnuna af alvöru. Við leggjum upp með að fólk geti verið heima í allt að tvo daga í viku. Margir hafa valið sér fasta daga og þá oftast mánudaga og föstudaga en svo er stór hópur sem nýtir sér þetta inni á milli. Fólk er kannski að lengja tímann sinn í fríi með því að vinna hálfan daginn í sumarbústað, eða frá útlöndum og vera svo í fríi hálf- an daginn. Það eru ýmsar útfærslur á þessu,“ segir Ragnhildur. „Við höfum líka verið að leggja áherslu á starfsþróun og höfum verið að ráða ungt fólk með tækni- þekkingu á rekstrarvaktina og gefa því svo tækifæri til að vaxa inn í önnur störf seinna. En Steina kom einmitt inn þannig svo hún segir þér kannski betur frá því á eftir,“ bætir hún við. Ofboðslega skapandi og fjölbreytt verkefni Elfa Björk er með BS-gráðu í iðnaðarverkfræði frá HÍ. Hún hefur unnið í fjármálageiranum í bráðum tíu ár við margvísleg störf. „Á síðustu fimm árum hef ég unnið í upplýsingatækni en hjá RB er ég hluti af metnaðarfullu teymi sérfræðinga sem vinna við innlán og greiðslur. Við erum hópur sem vinnur við grunnkerfi innlána og greiðslna, við þróun, prófanir og almenna þjónustu við okkar viðskiptavini. En ég vinn fyrst og fremst með viðskiptavinum okkar í að hanna og stilla sínar vörur í kerfinu. Það er skemmtileg vinna en líka krefjandi. Að fá tækifæri til að aðstoða viðskiptavininn og sjá hans vörur í þeirra vegferð verða að veruleika, það er of boðslega skemmtilegt,“ segir Elfa Björk. Hún segir starfið hafa skapað margvísleg tækifæri og að hún hafi fengið að vera leiðandi í ýmsum verkefnum. Aðspurð hvað henni finnst helst spenn- andi við að vinna í tæknifyrirtæki segir Elfa Björk að hún líti á störf í tæknigeiranum sem of boðslega skapandi og fjölbreytt. „Hugbúnaðurinn er kannski fastur í ákveðnum skorðum en á sama tíma hefur hann engin mörk. Þetta starf hentar mér og mínu áhugasviði mjög vel,“ útskýrir hún. Vilja fleiri konur í tæknistörf Elfa Björk Krist- jánsdóttir, Ragn- hildur Geirs- dóttir og Steina Dögg Vigfús- dóttir velta fyrir sér ímyndum í tæknigeiranum. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Elfa Björk segir að í hennar teymi séu konur í meirihluta en veltir því fyrir sér hvort sú ímynd sem fólk hefur af fólki í tækni- störfum valdi því að það halli oft á konur í þeim geira. „Ég held við séum svolítið föst í að í tæknigeiranum séu forritarar og þegar við hugsum um forritara þá sjáum við fyrir okkur karlkyns forritara sem er svolítið nörda- legur gaur. En þetta er að breytast. Hjá RB erum við með fullt af f lottum kvenkynsforriturum og kvenkynsfyrirmyndum sem ég lít upp til og sæki innblástur frá þeim. Við erum frekar margar sem vinnum við þróun hjá fyrir- tækinu,“ bætir hún við. Við þurfum að passa hvernig við tölum Steina vinnur við kerfisrekstur og þar er aðra sögu að segja. Hún er ein af fáum konum sem starfa þar. „Eins og Ragnhildur sagði áðan þá kom ég til RB beint að loknu námi. Ég kláraði BS í tölvunar- fræði árið 2019 og rata þaðan beint inn á rekstrarvaktina. Það var með því loforði að ef ég stæði mig vel fengi ég að breyta til og vinna við það sem ég er menntuð til. Það var heldur betur staðið við það,“ segir Steina sem færði sig yfir í rekstur rétt fyrir áramótin. „Grunnþjónustan er meira rekstrarlegs eðlis en hugbúnaðar- þróun. Það var aldrei mín stefna að enda í rekstri en starfið hefur komið mér skemmtilega á óvart. Það er mjög fjölbreytt. Ég er að setja upp og reka álagsdreifibún- að, afritunarkerfi og sýndarum- hverfi. Einn daginn er ég að skipta út vélbúnaði í gagnaveri, hinn að setja upp CI/CD pípur í Gitlab og þann næsta að greina og leysa úr atvikum. Þetta síðastnefnda er reyndar lúmskt skemmtilegt, þótt tilefnið sé ekki gott,“ bætir hún við. Steina segir að umhverfið sem hún vinnur í sé mjög karllægt og mjög fáar konur vinni í hennar deild. „Það er þekkt að hlutfall karla í kerfisrekstri er óvenju hátt. Það er margþætt vandamál sem verður ekki leyst á einni nóttu. Eitt sem öll geta þó gert er að huga að mál- notkun. Við þurfum að veita því athygli hvernig við tölum og hafa ekki karlkynið sem sjálfgefið val. Ef þú gengur inn á deild þar sem konur eru í minnihluta og segir „góðan daginn, drengir“, þá þarftu að staldra við og hugsa hvaða skilaboðum þú ert að dreifa,“ segir Steina. „Málefni kvenna eru mér hug- leikin og sérstaklega málefni transkvenna, þar sem ég er sjálf trans. Kannanir sýna að þriðj- ungur transfólks kemur ekki út á vinnustöðum af ýmsum ástæðum. Það er ekki erfitt að ímynda sér að svipað hlutfall eigi við hér á landi. Stígum varlega til jarðar í umræðum um þessi málefni, og setjum meira púður í að hlusta.“ Ragnhildur tekur undir þetta og segir að það sé mikilvægt þegar komið er inn í tæknifyrirtæki, þar sem eru kannski 20 karlar og tvær konur, að ávarpa ekki alla í karlkyni. „Það þarf að passa sig svolítið á þessu því þetta er svo mikill vani. Til að fá f leiri konur í tæknigeir- ann þurfa þær að upplifa sig sem hluta af hópnum þegar talað er til þeirra,“ segir hún. Ragnhildur segir að Reikni- stofa bankanna vilji leggja sitt af mörkum til að fá fjölbreytt fólk til starfa. „Við viljum sjá fjölbreytileika í starfsmannahópnum og auka hlut kvenna í forritunar- og tækni- störfum. Til þess höfum við verið að taka hlutfallslega f leiri konur í viðtal en þær sem sækja um en þróunin er frekar hæg. Það eru enn mun fleiri karlmenn sem útskrif- ast úr tölvunarfræði, en hlutföllin hafa jafnast út í verkfræði, sem er það sem ég lærði. Hlutfall kvenna sem útskrifast sem tölvunarfræð- ingar hefur verið að aukast mikið síðust 5-8 ár og við þurfum að horfa sérstaklega til þess hóps ef við ætlum okkur að auka hlutfall kvenforritara hjá RB.“ n kynningarblað 11FIMMTUDAGUR 20. janúar 2022 FÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.