Fréttablaðið - 20.01.2022, Page 35
Allar rannsóknir
sýna að fjölbreyti-
leiki í stjórnun fyrir-
tækja er ákjósanlegur.
Brynja Blanda Brynleifsdóttir
GG verk verður 16 ára á árinu
og hefur fest sig í sessi í hópi
stærstu byggingarverk-
taka á landinu. Konur eru í
meirihluta eigendahóps og
stjórnar félagsins.
Brynhildur S. Björnsdóttir er
stjórnarformaður GG verks, en
ásamt henni skipa stjórnina Brynja
Blanda Brynleifsdóttir, fjármála-
stjóri fyrirtækisins, og Helgi Gunn-
arsson, núverandi framkvæmda-
stjóri og stofnandi.
Brynhildur starfaði sem fram-
kvæmdastjóri GG verks á árunum
2014-2019. „ Á þeim árum öðlaðist
félagið alþjóðlega ISO9001-gæða-
vottun með tilheyrandi innleiðingu
ferla, samþættingu og virku eftirliti.
Um leið óx félagið hratt úr grasi. Fór
úr 20 starfsmönnum í 90 og sam-
stæðan margfaldaðist í veltu. Mikið
líf og fjör,“ segir hún.
„Þá hafði ég hafið framhaldsnám
í Harvard Business School og lét af
störfum í lok ársins 2019 á meðan
Helgi tók aftur við keflinu en hann
hafði verið framkvæmdastjóri frá
stofnun þess árið 2006.“ Þess má
geta að Helgi og Brynhildur eru
hjón en þó með ólíkan bakgrunn
og áhugasvið. Helgi starfaði við
hlið föður síns í uppslætti húsa
frá blautu barnsbeini. „Ég hafði
meiri áhuga á bóklegu námi og
litakóðuðum excel-skjölum,“ segir
Brynhildur og hlær. „Ég hef aldrei
kunnað neitt fyrir mér í að byggja
hús.“
Byggingariðnaðurinn
heillandi vettvangur
Brynja kom inn í félagið í upp-
hafi árs 2020, sem fjármálastjóri
og aðstoðarframkvæmdastjóri.
Hún var hokin af reynslu þegar
kemur að fjármálum og stjórnun
og hafði meðal annars starfað við
stjórnunarstörf hjá A4/Egilsson,
Sjöstjörnunni/Subway, Uniconta
Ísland og Latabæ, en aldrei hjá
byggingarfyrirtæki. „Mig langaði
að reyna fyrir mér á nýjum vett-
vangi og læra eitthvað nýtt. Ég hafði
áður öðlast reynslu af nytjaleyfis-
samningum (e. licensing), smásölu
og upplýsingatækni og hafði áhuga
á að læra inn á fleiri viðskipta-
geira. Svo hef ég alltaf haft mikinn
áhuga á arkitektúr og byggingum
og fannst því byggingariðnaðurinn
heillandi vettvangur.“
Ári síðar, í febrúar 2021, var
Brynja orðin hluthafi og um leið
tók hún sæti í stjórn. Á sama tíma
steig Brynhildur aftur inn í rekstur
GG sem starfandi stjórnarfor-
maður. Þar með skipuðu konur 2/3
af stjórn félagsins.
Hefur þessi óvenjulega kynja-
skipting einhver áhrif á reksturinn
sem slíkan?
„Já, ég held að við getum öll verið
sammála um það,“ segir Brynja
og Brynhildur bætir við: „Allar
rannsóknir sýna að fjölbreytileiki í
stjórnun fyrirtækja er ákjósanlegur.
Ekki bara út frá jafnréttissjónar-
miðum, eins og gjarnan er einblínt
á, heldur einfaldlega út frá árangri
fyrirtækja og stofnana. Við höfum
öll ólíka styrkleika og veikleika.“
Brynja tekur fram að það sé þó
varasamt að alhæfa um eða staðla
styrkleika og veikleika stjórnenda
út frá kyni. „Fyrir utan að kynin
eru auðvitað fleiri en þessi tvö,“
bætir Brynhildur við og heldur
áfram: „En við Brynja njótum þess
allavega mjög vel að vera í þessu
karllæga umhverfi og fá að „mýkja“
það aðeins, en um leið vera grjót-
harðar. Við leggjum okkur fram
við að setja fólk í fyrsta sæti alla
daga, af því að á endanum snýst
þetta allt um fólkið sem vinnur við
framkvæmdirnar og fólkið sem vill
búa í húsunum sem við byggjum,
iðka íþróttir eða vinna í. Allt eftir
því hvernig mannvirki við erum að
byggja hverju sinni.“
Gagnkvæm virðing
á vinnustaðnum
Hvernig er svo að vinna í svona
Á endanum snýst þetta allt um fólk
Brynhildur S. Björnsdóttir er stjórnarformaður GG verks. MYND/AÐSEND Brynja Blanda Brynleifsdóttir er fjármálastjóri hjá GG verki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Glæsileg
Íþróttamiðstöð
Fram í Úlfars
árdal, eins og
hún mun líta út.
Mikill upp
gangur er hjá GG
verki, bæði er
verið að byggja
upp alls kyns
mannvirki sem
og íbúðir.
MYNDIR/AÐSENDAR
Íþróttamiðstöð
in séð frá öðru
sjónarhorni.
karllægu umhverfi sem stjórn-
endur?
„Við höfum ekki fundið fyrir
neinu öðru en gagnkvæmri
virðingu,“ segir Brynhildur. „Við
Brynja kunnum auðvitað akkúrat
ekkert að byggja hús. En við teljum
okkur kunna að reka fyrirtæki,
aðgreina það á markaði, setja okkur
metnaðarfull en raunhæf mark-
mið, mæla árangur reglulega og
fá alla í lið með okkur í sömu átt.
Og það kunna allir að meta. Það er
auðvitað svolítið gert grín að okkur
innanhúss, en bara í góðu. Og
kannski gerum við það mest sjálfar.
Erum svolitlar „Gyður sólir“. Enda
báðar dálítið ákveðnar og vitum
alveg hvert við erum að fara. En þó
með eindæmum mjúkar líka en
með fókusinn á fólkinu um leið og
markinu.“
Byggingarbransinn á mikið inni
Brynja segist telja að byggingar-
bransinn eigi mikið inni. „Og ég
held að konur geti bætt heilmiklu
við þar. Af því að saman erum við
einfaldlega best. Við skulum líka
ekki gleyma því að konur hafa
heilmikið um það að segja hvar
fjölskyldur ákveða að skjóta niður
rótum og hvaða kostum heimilin
þurfa að búa yfir. Af hverju ættu þá
karlar einir og sér að vera best til
þess fallnir að skipuleggja og stýra
öllu er viðkemur framkvæmdum á
heimilum og öðrum mannvirkjum?
Það sjá það held ég allir sem pæla
í því.“
En hvað er fram undan hjá GG
verki?
„Ja. Hvað er ekki fram undan?“
segia þær stöllur brosandi. „Við
erum til að mynda á síðasta fasa
í framkvæmdum á nokkurra ára
verkefni fyrir Reykjavíkurborg,
sem er okkur afar dýrmætt, og mun
vonandi efla gleði og lýðheilsu
Reykvíkinga til framtíðar. Það er
glæsileg Íþróttamiðstöð Fram í
Úlfarsárdal, en það er ein stærsta
byggingarframkvæmd sem borgin
hefur farið í undanfarin ár. Hjarta
okkar slær líka sérstaklega mikið
með Fram, en Helgi spilaði sjálfur
með þeim fótbolta á sínum sokka-
bandsárum,“ segir Brynhildur.
Brynja heldur áfram: „Við erum
líka að bygga um 130 íbúðir í Gufu-
nesi fyrir frumkvöðlana í Spildu
Fasteignaþróun, nokkra reiti í
Hafnarfirði, Kópavogi, Garða-
bæ og þar fram eftir götunum. Þá
erum við að fara af stað með þrjú
ný verkefni í þessum töluðu orðum
og sjáum fram á 50% stækkun á
árinu. Svo að við erum bara á fullu
í áætlanagerð, hönnunarrýni,
skipulagi, ráðningum, markmiða-
setningu og fleiru til að tryggja að
fólk sé ávallt í fyrsta sæti hjá okkur.“
Brynhildur samsinnir því. „Hvort
sem það varðar öryggi starfsfólks,
þroska og þróun í starfi eða ánægju
viðskiptavina. Af því að á endanum
snýst þetta allt um fólk. Og það er
akkúrat það sem við brennum fyrir.
Fólk.“ n
kynningarblað 15FIMMTUDAGUR 20. janúar 2022 FÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU