Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.01.2022, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 20.01.2022, Qupperneq 38
FLYOVERICELAND.IS KRAKKAR FLJÚGA FRÍTT Í VETUR Héldu flugi í heimsfaraldri Helga María segir að fyrirtækið hafi verið opnað aðeins hálfu ári fyrir farald­ urinn og sýndarflugið verið hannað með ferðamenn í huga. Hjartað óx því um nokkur númer við að sjá hve vel Íslendingar tóku því. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sýndarferðalag með Fly- Over Iceland er einstök og heillandi afþreying sem hentar jafnt ferðagörpum og þeim sem lítið geta ferðast. Sýningunni hefur verið tekið mjög vel af Íslend- ingum og í vetur er börnum boðið að fljúga frítt. „FlyOver Iceland er sýndarflug á heimsmælikvarða sem hentar öllum aldurshópum,“ segir Helga María Albertsdóttir, framkvæmda- stjóri FlyOver Iceland. „Með hjálp nýjustu tækni getum við boðið gestum okkar upp á æsispenn- andi sýndarferðalag um náttúru Íslands og aðra spennandi staði sem við erum með í sýningu hverju sinni. Vindur, þoka og lykt, ásamt hreyfingum tækisins, gera upplifunina virkilega raunveru- lega og eftirminnilega. Sýningin er ótrúlega skemmtileg og það er alltaf jafn gaman að sjá umsagnir sem gestir okkar hafa skilið eftir á vefnum, en þær útskýra mun betur en ég hversu frábær heimsóknin til FlyOver er í raun.“ Frítt fyrir börn í allan vetur „FlyOver Iceland hóf starfsemi haustið 2019 og svo skall Covid á okkur aðeins hálfu ári síðar. Við erum fyrirtæki í ferðaþjónustu og Íslandssýningin er hönnuð með ferðamanninn í huga, þannig að okkur óraði ekki fyrir því hversu vel Íslendingar myndu taka okkur,“ segir Helga María. „Hjartað stækkar alveg um nokkur númer þegar ég hugsa um það og það varð til þess að við bættum fljótlega við sýndarflugi yfir Kanada og nú höfum við líka hafið sýningu á villta vestrinu, með sínu stór- brotna landslagi. Þar koma fyrir alvöru kúrekar og frumbyggjar, sem krökkunum finnst mjög spennandi. Nú í vetur bjóðum við krökkum að fljúga frítt, þannig að með hverjum fullorðinsmiða fylgir einn barnamiði sem hægt er að nota á sömu sýningu,“ segir Helga María. „Hér er vel gætt að öllum sóttvörn- um, snertifletir eru sótthreinsaðir eftir hverja ferð, það er engin þörf á hraðprófi og fjöldi gesta á hverja sýningu er takmarkaður í takt við reglur hverju sinni. Með þessu viljum við hvetja barnafjölskyldur til þess að heimsækja okkur í vetur og lyfta sér upp í skammdeginu.“ Stórbrotið ferðalag á allra færi „Það er engin sýning þessu lík á Íslandi. FlyOver Iceland er á lista yfir bestu sýndarflugsýningar í öllum heiminum og við erum stolt af því að eiga þátt í að geta boðið bæði gestum og heimamönnum að upplifa fallega landið okkar á þennan einstakan hátt,“ segir Helga María. „Það koma bæði til okkar vanar fjallageitur og flugfólk sem verða orðlaus yfir stöðunum sem flogið er yfir, enda þyrftir þú að ganga á fjöll vikum saman eða leigja þyrlu í marga daga til að sjá staðina sem flogið er yfir hjá okkur. Við leggjum líka mikið upp úr góðu aðgengi að sýningunni fyrir alla, óháð því hversu fótaliprir þeir eru, og því geta allir fengið að upplifa þá tilfinningu að svífa frjáls um loftin blá,“ útskýrir Helga María. „Hjá FlyOver Iceland leggjum við einnig mikinn metnað í að vera fyrirtæki þar sem bæði gestum og starfsmönnum líður vel og að allir skynji að fyrir þeim sé borin virðing,“ segir Helga María. „Við erum rík af hæfileikaríku fólki og okkur hefur tekist að halda FlyO- ver Iceland sýningunni opinni á nánast hverjum degi frá því að við opnuðum, þrátt fyrir heims- faraldur og það sem honum fylgir. Mikið af okkar fólki er líka búið að vera í teyminu alveg frá því að við opnuðum og það hefur staðið sig eins og hetjur.“ Leggja mesta áherslu á jöfnuð, skapandi lausnir og traust „Það er gaman að segja frá því að kynjahlutföll stjórnenda FlyOver Iceland eru nokkuð jöfn, en reyndar eru aðeins fleiri konur en karlar í stjórnunarstöðum. Þannig er þessu einnig háttað hjá móðurfyrirtæki FlyOver Iceland, sem er alþjóðlegt fyrirtæki,“ útskýrir Helga María. „Í stjórn FlyOver Iceland sitja tvær konur og önnur þeirra er stjórnarformaður félagsins. Heilt yfir eru hlutföllin nokkuð jöfn hjá okkur, en það kemur kannski ekki á óvart að tæknideildin er undantekningin frá reglunni og það væri gaman að sjá fleiri konur í þeirri deild. Það hefur verið sýnt fram á að aukinn fjölbreytileiki í stjórnunar- stöðum hafi jákvæð áhrif á rekstr- arafkomu fyrirtækja. Það gefur því augaleið að aukin þátttaka kvenna í rekstri fyrirtækja er öllum til heilla,“ segir Helga María. „Án þess að það sé hægt að alhæfa þá hefur stjórnunarstíll kvenna líka oft verið kenndur við umbreytinga- forystu og þjónandi forystu. Þar er áherslan lögð á skapandi lausnir og að stuðla að fyrirtækjamenningu sem byggð er á gagnkvæmu trausti stjórnenda og starfsmanna.“ n 18 kynningarblað 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.