Fréttablaðið - 20.01.2022, Side 41

Fréttablaðið - 20.01.2022, Side 41
kynningarblað 21FIMMTUDAGUR 20. janúar 2022 FÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU Aldrei er of seint að söðla um og skipta um starfs- vettvang, jafnvel þó að það þýði að fólk verði að sækja sér menntun eftir að hafa menntað sig á öðru sviði. Hafdís María Kristinsdóttir var í hefðbundnu kvennastarfi í rúman áratug áður en hún varð rafvirki. Hún er lærður sjúkraliði og vann á hjúkrunarheimili við umönnun frá árinu 2000 þar til hún lauk prófi í rafvirkjun 2014. „Þetta var skyndiákvörðun hjá mér að fara í skóla. Ég var bara búin að gefast upp á niðurskurði í heilbrigðiskerfinu þar sem krafan var alltaf að maður þyrfti bara að hlaupa hraðar. Ég mætti bara upp í Tækniskóla og talaði við skóla- stjórann,“ segir Hafdís. „Ég fékk að fara í hraðferð vegna þess að grunnurinn í rafvirkja- og sjúkraliðanámi er sá sami. Ég þurfti því bara að taka sérfögin. Námið er jafn langt í báðum til- vikum, sjö annir, í skóla, en hægt að taka á sex ef maður tekur lengra starfsnám á vinnustað. Ég fór hins vegar í sjö annir vegna þess að ég hafði ekki hug- mynd um rafmagn og hafði ekki einu sinni hugsað út í það áður en ég skráði mig í skólann.“ Þetta var eftir hrun og farið var að skera niður í heilbrigðiskerfinu. Alltaf var verið að fækka starfsfólki á deildunum, ekki síst sjúkra- liðum. „Allir áttu bara að hlaupa hraðar og ég lenti í því á einni vaktinni að ég fékk blóðsykurs- fall. Ég var búin að vera í sex tíma á fullu og hafði ekki stoppað til að fá mér að borða eða drekka. Ég bara komst ekki frá. Ég er ekki með sykursýki, álagið var bara svona mikið. Ég hafði aldrei upplifað svona áður, fór bara að skjálfa og gat ekki hugsað rétt. Svona gerist bara af of langvinnu miklu álagi. Þar sem ég var á heilbrigðisstofnun var mér bara bent á að setjast niður og fá mér kók. Ég fékk tíu mínútna hlé og fór svo að vinna aftur.“ Á þessum tíma var mikill niður- skurður í heilbrigðiskerfinu sem hafði áhrif á öll umönnunarstörf að auki. Starfsfólki var fækkað og þeir sem eftir voru þurftu að gera meira og brunnu út á endanum. Fór og sagði upp „Á þessum tíma reykti ég og í einni reykingapásunni ákvað ég einfald- lega að fara að vinna við eitthvað allt annað en umönnun um fólk, fara bara í eitthvað sem hefði ekk- ert með fólk að gera. Á hjúkrunar- heimilinu voru tveir rafvirkjar í fullu starfi. Á þessum hjúkrunar- heimilum er fullt af kerfum sem þarf að setja upp og halda við. Ég var ekkert að hugsa um að fara frá hjúkrunarheimilinu, en ég hugsaði með mér að gott væri að skipta um starf þannig að ég gæti komist í mat eða á klósett þegar ég þyrfti þess. Ég sá að rafvirkjarnir höfðu miklu rýmri tíma en við og á einu andartaki ákvað ég að verða raf- virki.“ Hafdís fór út á skrifstofu og sagði upp áður en hún fór aftur upp á deild. Þetta var skyndiákvörðun. „Ég hafði hins vegar aldrei áður hugleitt iðnaðarstörf. Það hvarfl- aði einhvern veginn aldrei að manni. Þannig bara var það. En alla vega, ég bara hætti. Svo var ég reyndar fengin til að halda áfram og það var bara fínt með skólanum. Ég bara minnkaði við mig vinnu.“ Hafdís fór í hraðferð vegna þess að hún hafði grunninn úr sjúkra- liðanáminu. Hún var eina konan í tíu manna hópi. Ekki var heldur mikið um konur í hefðbundna rafvirkjanáminu. Á þessum tíma fjölgaði samt umsóknum frá konum, hægt og rólega. „Ég, sem hafði alltaf haldið að ég gæti ekki lært stærðfræði, komst að því eftir að skólinn byrjaði að námið snerist að miklu leyti um stærðfræði,“ segir Hafdís. „Svo var það bara ekkert mál. Kennararnir eru góðir og þegar stærðfræðin snerist um eitthvað raunverulegt var hún skiljanleg. Ég endaði með að dúxa. Og svo dúxaði ég meira að segja í básnum á sveinsprófinu. Ég vissi náttúrlega ekkert um rafmagn eða rafmagnsfyrirtæki eða neitt svoleiðis og ég spurði kennarana hvar ég gæti sótt um samning til að komast eitthvað áfram. Einn kennarinn benti á Rafal vegna þess að það væri eitt- hvað öðruvísi en húsarafmagn, en ég hafði engan áhuga á því að vera bara á byggingarsvæðum að draga í. Ég vildi fá eitthvað fjölbreyttara. Háspenna hefur heillað mig dálítið líka. Ég er orðin rafveituvirki líka. Einn daginn fór ég bara og spurði hvort ég mætti ekki komast á samning og það var þvílíkt tekið vel á móti mér. Mér var sagt að mæta bara þegar skólinn væri búinn og hér hef ég verið síðan.“ Í byrjun var Hafdís á verk- stæðinu að framleiða dreifispenna og gera við. Þetta er fyrir rafveitu- kerfin. Þar var hún í einhverja mánuði, en síðan þegar verið var að breyta Apótekinu við Austur- völl í hótel var hún í því teymi. Þegar það var búið og sveinsprófið var hún send í út selda vinnu. Hún var hjá Marel í rúm tvö ár þar sem verktaki frá Rafal í framleiðslu á f lokkurum. Frá Marel fór hún yfir í ljósleiðarann hjá Orkuveitunni og er búin að vera þar í fjögur ár. „Þegar ég byrjaði hjá Rafal var ég líklega þriðja konan inn í fyrir- tækið. Okkur hefur fjölgað síðan. Rafal er góður staður að vera á. Þó að oft sé mikil pressa þá er aldrei neitt stress. Rafal hefur alltaf verið góður staður en mér finnst honum alltaf vera að fara fram. Þegar ég kom inn í fyrirtækið þótti það við- burður að fá konu en núna finnst mér eins og svo sé ekki. Ekki kraftar heldur nákvæmni Ég hef ekki fundið fyrir fordómum af hálfu karla. Ég vinn í teymi með eintómum karlmönnum og við komum fram við hvert annað af virðingu. Mér er heldur ekkert hlíft vegna þess að ég sé kona. Hér gengur bara hver maður í sitt starf og gerir það af heilindum. Strákarnir sem ég vinn með eru frábærir. Vinnustaðir eru fólkið sem vinnur þar og ég gæti ekki beðið um betra fólk en þennan hóp sem ég er í.“ Rafvirkjun kallar ekki á krafta. Hún kallar á reglu og nákvæmni. Það þarf að vita hvað á að gera og gera það vel. Þar er Hafdís enginn eftirbátur annarra. „Ef ég ber saman sjúkraliðann og rafvirkjann þá eru bæði störfin slítandi en ég held að það halli nú frekar á sjúkraliðann. Í stað þess að lyfta verkfærum þarf sjúkra- liðinn að lyfta heilli manneskju. Sjúkraliði og rafvirki eru báðir í sama áhættuflokki hjá trygginga- félögum þannig að rafvirki eða sjúkraliði – þetta er það sama.“ Hafdís segir rafvirkjastarfið vera skemmtilegra en sjúkraliða- starfið, auk þess sem það borgi mun betur. „Svo er rafvirkjastarfið svo fjölbreytt, rafvirki er ekki bara í því að setja upp ljós. Verkefnin eru fjölbreytt. Eitt af því góða við að vinna hjá Rafal er að verkefnin spanna mjög vítt svið. Ef ég yrði leið á ljósleiðaranum á morgun gæti ég einfaldlega beðið um að vera færð í annað. Ljósleiðaravinnan er hins vegar mjög fjölbreytt. Þetta er vinna á nýjum stað í hvert skipti, Við förum inn á heimili fólks til að tengja ljósleiðara. Vandamálin eru ólík eftir húsum og íbúðum og maður hittir mikið af fólki.“ Hafdís María telur það vera kost að vera kona í rafvirkjun. Rann- sóknir gefi til kynna að konur séu varkárari, kynni sér frekar reglur og fylgi þeim en karlar. Þess vegna séu þær öruggari rafvirkjar en karl- ar. Hún telur að aldrei sé of seint að söðla um og elta drauma sína. ■ Skyndiákvörðun breytti öllu Hafdís María Kristinsdóttir lauk sjúkraliða- námi og starfaði á hjúkrunar- heimili þegar hún ákvað að far í rafvirkjun. Hún sér ekki eftir því. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Rafvirkjar koma úr ýmsum áttum og sumir koma úr óvæntum áttum. Sigrún Hrafnsdóttir fór mjög óhefð- bundna leið að rafvirkjun en er alsæl með sitt val. „Ég fór í heilbrigðisverkfræði í HR þegar ég kláraði menntaskóla og byrjaði að vinna í sumarstörfum hjá Rafal samhliða námi. Síðan fór ég út til Svíþjóðar til að taka meist- aragráðu en kom svo aftur heim og fór að vinna hjá Rafal. Rafal opnaði augu mín fyrir raf- virkjun. Ég fór í kvöldskólann og kláraði rafvirkjunina og sveins- prófið í kjölfarið, 2019. Þegar ég byrjaði hjá Rafal leist mér svo vel á fyrirtækið að það varð ekki aftur snúið.“ Eftir að Sigrún kom til starfa hjá Rafal hef hún lengst af starfað við framleiðslu og viðgerð spenna á verkstæðinu og varð verkstjóri. „Ég var í miðju fæðingarorlofi þegar mér var boðin staða deildarstjóra í framleiðsludeildinni. Það var frábært tækifæri og ég er mjög þakklát fyrir það. Það var virkilega gaman að koma aftur til starfa úr fæðingarorlofinu nokkrum mán- uðum seinna til að sinna þessu verkefni.“ En hvað var það sem heillaði við rafvirkjun? „Það var verklegi þátturinn og að leysa úr verkefnum. Þetta var virkilega skemmtilegt nám að fara í. Verkfræðin nýttist mér alveg í náminu og maður nær kannski meiri tengingu á milli, frá því að leysa verkefnin í bókum og yfir í að leysa þau verklega. Mér fannst gott að fá þessa tengingu. Ég hef mjög gaman af bæði fræðilegri og verklegri vinnu. Starfið sem ég sinni núna reynir einmitt á hvort tveggja og ég nýt þess vel. Við erum ekki margar konur í faginu þótt vissulega hafi orðið breyting til hins betra. Enn er samt langt í land í þeim efnum. Þegar ég var í kvöldskólanum að læra rafvirkjun má segja að karlarnir hafi verið í tugum og konurnar teljandi á fingrum ann- arrar handar. Það er ekki mjög langt síðan og þótt staðan batni ár frá ári má enn gera betur.“ Kvenfyrirmyndir mikilvægar Sigrún segist ekki hafa upplifað að erfitt sé að vera kona í þessu fagi en segir að nú þegar kynjahlutföllin séu byrjuð að jafnast sé sú breyting til góðs.“ Ég verð vör við það að konum í greininni fjölgar ár frá ári og ég held að það sé mikilvægt að hafa góðar kvenfyrirmyndir í störfum sem hafa talist vera karllæg.“ Rafvirkjun hentar mjög vel fyrir konur, segir Sigrún. Í rafvirkjun sé það nákvæmni og þekking sem gildir. „Það eru alltaf að bætast í hópinn hjá okkur hér í Rafal öfl- ugar konur sem sýna og sanna að geta í rafvirkjun er alls ekki bara fyrir stráka. Rafal hefur gert mikið til að fjölga konum í fyrirtækinu og í minni deild hefur konum fjölgað talsvert. Nú eru hlutföllin þannig að fimm af þrettán eru konur. Þetta er mikil breyting frá því sem áður var. Í framleiðsludeild framleiðum við meðal annars jarðspennistöðv- ar og dreifistöðvar. Við smíðum ýmsar gerðir skápa, afldreifiskápa og stýriskápa sem dæmi. Í deild- inni önnumst við einnig viðhald og viðgerðir á spennum. Eftir að ég tók við sem deildar- stjóri á síðasta ári hafa fjórar konur verið ráðnar inn í mína deild. Það er gaman að segja frá því að vöxturinn hjá Rafal hefur verið slíkur að við höfum þurft að bæta við okkur töluvert af fólki. Þá er ánægjulegt að völ sé á hæfum konum. Þær eru frábær viðbót í okkar flotta hóp.“ Iðnnám kostur fyrir konur Ákveðið vandamál er að ekki er nóg af konum með rafvirkja- menntun en þeim fer fjölgandi. Konum fjölgar í skólanum en langt er í að kynjahlutföll í greininni verði jöfn. „Ég man eftir því að þegar ég var að klára grunnskóla fannst mér rafvirkjun, eða raunar hvaða iðnnám sem er, ekki vera valkostur fyrir mig. Iðnnám og þeir mögu- leikar sem það býður upp á var ekkert kynnt fyrir okkur stelp- unum. Ég hefði viljað skoða þá leið betur. Ég hvet stúlkur og konur til að skoða vel þann möguleika að fara í iðnnám sem hingað til hefur verið álitið karllægt. Ég held að þetta sé að breytast, í dag eru stelpur betur upplýstar um þennan valkost, alla vega að ein- hverju marki. En það er enn langt í að við náum fullkomnu jafnvægi.“ Sigrún segir það krefjandi að koma inn í stóran hóp karla og hvað þá sem stjórnandi. Vaninn sé að karlar stjórni og hefðin sé þá sú að talað sé um allt í karlkyni. „Ég stend mig meira að segja sjálf að því að gleyma mér í því. En ég get alveg sagt að það er einstakt andrúmsloft innan Rafal. Þar starfar stór og góður hópur fólks með mikla þekkingu á sínu sviði að sinna fjölbreyttum verkefnum. Mér finnst óskaplega gaman að fá að vinna með þessu hæfileikaríka fólki á hverjum degi. Innan Rafal finnur maður vel fyrir því að það er markvisst unnið að jafnrétti á vinnustaðnum og að styrkja stöðu kvenna,“ segir Sigrún. En eru karlarnir ekkert fúlir út af þessu? „Nei, ég held að þeir séu algerlega fylgjandi jafnrétti á vinnustaðnum. Þeir vita alveg eins vel og við kon- urnar að fjölbreytileiki og jafn- rétti skiptir miklu máli. Þegar við vinnum saman erum við sterkari heild,“ segir Sigrún Hrafnsdóttir. ■ Rafvirkjun er ekki bara fyrir karlmenn Sigrún Hrafns- dóttir er deildarstjóri framleiðslu- deildar hjá Rafal. Hún menntaði sig í heilbrigðis- verkfræði áður en hún söðlaði um og fór í raf- virkjun. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.