Fréttablaðið - 20.01.2022, Síða 48

Fréttablaðið - 20.01.2022, Síða 48
Mannauðsmál eru í grunninn rekstr- arlegs eðlis – öflug liðs- heild, fagleg fræðsla og árangursdrifin menning skilar sér ekki bara í aukinni starfsánægju starfsfólks heldur endur- speglast einnig í beinum fjárhagslegum ávinningi fyrirtækja. Sigrún Halldórsdóttir Hjá Bláa Lóninu starfa í dag um 550 manns, þar af 58 prósent konur í fjölbreyttum störfum. Konur hafa lengi verið í meirihluta en hlutfall kvenstjórnenda hjá félaginu er um 67 prósent. Sigrún Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri mannauðssviðs Bláa Lónsins, segir ávinninginn af fjölbreytileika á vinnustað mikinn hvort sem litið er til starfsanda, reksturs eða afkomu. „Bláa Lónið leggur mikið upp úr því að tryggja að hver og einn starfsmaður sé metinn á eigin forsendum, óháð kyni, kynþætti eða öðrum við- miðum.“ Hún nefnir í því samhengi að félagið starfi eftir metnaðarfullri jafnréttisáætlun en Bláa Lónið hlaut lögbundna jafnlaunavottun Jafnréttisstofu, fyrst árið 2018, og hefur síðan þá unnið samkvæmt vottuðu jafnlaunakerfi. Hjá Bláa Lóninu er starfsfólk af 28 þjóðernum sem eykur enn á fjölbreytileikann. „Við erum afar stolt af því og teljum það mikinn styrk fyrir okkur sem þjónustu- fyrirtæki, en ekki síður sem vinnu- stað, að búa við slíkan fjölbreyti- leika en mismunandi menntun, reynsla og bakgrunnur skilar sér ekki síst í aukinni fagmennsku og gæðum gagnvart gestum okkar,“ segir Sigrún. Mannauðsmál hafa jafnan verið talin til mjúku málanna í rekstri fyrirtækja. Sigrún er ósammála þeirri skoðun. „Mannauðsmál eru í grunninn rekstrarlegs eðlis – öflug liðsheild, fagleg fræðsla og árangursdrifin menning skilar sér ekki bara í aukinni starfsánægju starfsfólks heldur endurspeglast einnig í beinum fjárhagslegum ávinningi fyrirtækja. Ég er með gráðu í rekstrarverkfræði og meist- aragráðu í mannauðsstjórnun en sú námsblanda hefur reynst mér afar dýrmæt í starfi mínu hjá Bláa Lóninu því þar spilar saman þekk- ing á mannlegri hæfni og hæfni til þess að greina og meta verkefni og ákvarðanir út frá rekstrarlegum ávinningi. Við í framkvæmda- stjórn horfum til að mynda til mælikvarða mannauðs til jafns við fjárhagslega mælikvarða og nýtum mælingar og niðurstöður sem leiðarljós í ákvörðunartökum.“ Gera má ráð fyrir að síðustu mánuðir og misseri hafi verið krefjandi á mannauðssviði félags- ins. Um 95 prósent gesta eru alla jafna erlendir ferðamenn og þegar landinu er „lokað“ eða flugtíðni til landsins minnkar eins og raun ber vitni hefur eflaust þurft að bregðast hratt við. Elísabet Lovísa Björnsdóttir og Lóa Ingvarsdóttir, á mannauðs- sviði Bláa Lónsins, taka undir það og nefna meðal annars að Covid hafi haft mikil áhrif á vinnustaðinn. „Við þurftum að bregðast skjótt við og styðja stjórn- endur þegar til stóð að fara í ýmsar sársaukafullar aðgerðir í byrjun faraldursins og aðlaga fyrirtækið hratt og örugglega nýjum aðstæð- um,“ segir Elísabet. Lóa samsinnir því. „Mannauður fyrirtækisins er mikill og það tók gríðarlega á að þurfa að segja upp 85 prósentum af starfsmannafjölda félagsins. Við erum þó svo lánsöm að stór hluti starfsmanna kaus að snúa aftur um leið og aðstæður leyfðu en félagið réð 450 starfsmenn til sín á síðasta ári – þar af voru 65 prósent endurráðningar sem okkur þykir mjög vænt um.“ Stöðugar breytingar á regluverki og aðstæðum hljóta að hafa kallað á mikla aðlögunarhæfni starfs- fólks? Sigrún jánkar því. Hún segir að verkefni flestra hafi breyst mikið, sér í lagi þegar starfsmönnum hafði fækkað sem mest en þá lögðust allir á eitt til að láta hlutina ganga upp sem hafi verið magnað að upplifa. En það hlýtur að vera krefjandi verkefni að þurfa að segja upp hundruðum og síðan ráða aftur 450 manns ekki svo löngu síðar? „Já, það hefur reynt á þraut- seigju, skipulag og fagmennsku allra stjórnenda og starfsmanna,“ segir Sigrún. „Á sama tíma og við höfum ráðið 450 starfsmenn til starfa, boðið upp á nýliðaþjálfun og aðra viðeigandi þjálfun og fræðslu þá höfum við lagt okkur mikið fram við að hlúa vel að þeim mannauði sem hefur verið með okkur í gegnum allan þennan óvissutíma og lagt okkur sérstak- lega fram við að huga vel að vinnu- staðamenningunni. Samstarfsfólk mitt á mannauðssviði hefur staðið sig frábærlega, aðlagað sig fljótt nýjum aðstæðum hverju sinni, sýnt ómetanlega fagmennsku og jákvæðni í gegnum allt þetta lær- dómsríka ferli.“ Sigrún bendir á að tíminn sem fyrirtækið var lokað vegna Covid hafi verið vel nýttur til að bæta ýmsa ferla, upplifunarsvæði og innviði á öllum sviðum félagsins. „Eins erum við til dæmis á fleygi- ferð í stafrænni vegferð en erum á sama tíma meðvituð um hvar mannlegi þátturinn er ómissandi. Í því samhengi er gaman að nefna að í deildinni okkar, Stafræn, þróun, eru 60 prósent starfsmanna konur,“ bendir hún á og bætir við að þessar fjárfestingar hafi meðal annars gert fyrirtækinu kleift að halda í þá 150 starfsmenn sem héldu störfum sínum meðan á lokunum stóð. „Ég hef mikla trú á að við komum enn sterkari út úr þessu tímabili en áður,“ segir Sigrún. „Það er einstakur baráttuandi sem býr í starfsmannateymi Bláa Lónsins.“ n Fjölbreytileikinn skilar sér í fagmennsku Konur í framkvæmdastjórn Bláa Lónsins ásamt stórum hluta forstöðukvenna. MYNDIR/AÐSENDAR Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Bláa Lónsins. Elísabet Lovísa Björnsdóttir, forstöðumaður á mannauðs- sviði. 28 kynningarblað 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.