Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.01.2022, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 20.01.2022, Qupperneq 50
Helga Sigurrós Valgeirs- dóttir og Silja Valdemars- dóttir vinna hjá Arion banka. Þær tala meðal annars um áherslu bankans á að jafna hlut kynjanna eins og hægt er og að með skil- virkara verklagi og sterkum áherslum almennt sé hægt að gera ótrúlegustu hluti. „Arion banki leggur áherslu á að jafna hlut kynja og mun gera það sem þarf til að ná árangri,“ segir Helga Sigurrós Valgeirs- dóttir, forstöðumaður fyrirtækja- trygginga á fyrirtækja- og fjár- festingarbankasviði. „Bankinn er með jafnlaunastefnu og borgar nánast raunlaun í fæðingarorlofi sem er geggjað jafnréttismál svo lengi sem strákarnir taki orlofið. En það sem ég held að skipti mestu máli er að ólíkir aðilar af ólíkum kynjum komi að ákvörðunum. Ef ég tala út frá konum þá er það eitt að vera með jafnt kynjahlutfall á vinnustað og annað að konur séu þar sem ákvarðanir eru teknar og fjármagni stýrt. Hér getum við sem samfélag gert betur.“ Helga Sigurrós segir að þeir sem eru á eldra starfsaldursbili bankans séu karlar og eigi það sér skýringar í því hvernig atvinnu- lífið er almennt. „Það hefur mikið að segja að margir af þessum mönnum vilja jafna hlut kynja og hafa stutt markvisst við konur. Það að fjármálakerfið sé karllægt birtist í dag einna helst þar sem ákvarðanir eru teknar eins og í lánanefndum, vátrygginganefnd- um eða hvar sem fjármagni er stýrt. Þar eru oftar en ekki karlar í meirihluta. En einmitt á þessum stöðum skiptir miklu máli að ólík sjónarmið komist að. Ég finn að ég get beitt áhrifum mínum í að efla konur sem ég er í samskiptum við þegar ég fæ tækifæri til þess. En til þess að konur geti eflt veg annarra kvenna á þann hátt sem ég tel mikilvægt að við gerum skiptir öllu að við séu þar sem ákvarðanir eru teknar.“ Helga Sigurrós segir að sér finnist Arion banki hafa mikinn metnað og vilji að fjölbreyti- leiki einkenni þann hóp sem er í forystu bankans. „En auðvitað er bæði fjármálageirinn og atvinnu- lífið enn sem komið er karllægt og allt byggir þetta á tengslum. Það er því mikilvægt að konum sé teflt fram í ríkari mæli og þær komist í áhrifastöður því þannig geta þær best stutt hver við aðra og stuðlað markvisst að auknu jafnrétti.” Mikilvægi skipulagningar Silja hóf störf hjá Arion banka vorið 2018. Hún segist vinna stöðugt að því að skipuleggja það sem mætti betur fara samhliða því að halda utan um teymið sitt. „Hlutverk teymisins er að þjón- usta öll fyrirtæki á höfuðborgar- svæðinu sem eru í viðskiptum við Arion banka,“ segir Silja Valde- marsdóttir, forstöðumaður sölu og þróunar á fyrirtækja- og fjár- festingarbankasviði Arion banka. Teymið sinnir stoðþjónustu við önnur teymi sem sinna fyrir- tækjum innan bankans, stuðlar að þróun stafrænna lausna og eykur skilvirkni þjónustu við fyrirtækin og innan bankans. „Ég hef alltaf verið mjög skipu- lögð og þetta starf krefst mikillar skipulagningar sem og að koma auga á verkefni innan bankans sem væri hægt að vinna með auð- veldari og hraðari hætti.“ Silja segir að með árunum hafi áhugi sinn á skipulagi aukist. „Ég var farin að skrifa upp verklag þegar ég var 15 ára vinnandi á kaffihúsi þannig að það kom fljótt fram hversu mikið ég hugsaði í ferlum. „Miklar breytingar hafa verið innan bankans síðan ég hóf þar störf og með skilvirkara verklagi og sterkum áherslum er hægt að gera ótrúlegustu hluti. Mikilvægt er að velja rétta fólkið og sjá hvar styrkleikar hvers og eins liggja og hvetja fólk til að þróast í starfi. Við leggjum mikla áherslu á að jafna kynjahlutföll innan sviðsins. Sögulega hafa f leiri strákar sótt í þau störf sem eru á fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði. Það er því mikilvægt að ráða inn f leiri konur til að jafna kynjahlutafallið enn frekar, bæði í störf stjórnenda en ekki síður í störf sérfræðinga sem svo geta vaxið í starfi og orðið stjórnendur síðar meir. Það er þekkt að konur, að mér með- talinni, gera oft þær kröfur til sín að þurfa að uppfylla öll atriðin á hæfnislistum atvinnuauglýsinga og sleppa því að sækja um, sem er eitthvað sem við konur verðum að læra að hætta að gera.“ n Metnaður í jafnréttismálum hjá Arion banka Silja Valdemarsdóttir, forstöðumaður sölu og þróunar á fyrirtækja- og fjár- festingarbankasviði Arion banka. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Helga Sigurrós, forstöðumaður fyrirtækjatrygginga á fyrirtækja- og fjárfest- ingarbankasviði Arion banka. MYND/AÐSEND Sif Björk Birgisdóttir, eigandi Aðalkaupa ehf., er með yfir 20 ára reynslu úr bíla- geiranum. Sif er löggiltur bifreiðasali með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum. „Markmið mitt er að bjóða nýja bíla á ótrú- legum verðum til ánægðra viðskiptavina. Bílarnir eru í ábyrgð, sérlega vel útbúnir og tilbúnir til afhendingar strax. Ég hlakka til að taka á móti fleiri ánægðum viðskiptavinum og hjálpa þeim að eignast draumabílinn á miklu, miklu lægra verði. Endilega sláið á þráðinn og spjöllum saman, því það er svo gaman!“ 30 kynningarblað 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.