Fréttablaðið - 20.01.2022, Síða 54

Fréttablaðið - 20.01.2022, Síða 54
Við erum líka oft í sáttamiðlun því fasteignamál geta verið persónuleg tilfinninga- mál sem snúast ekki eingöngu um steinsteypu og peninga, heldur það sem fólki er kært. Ásta Sólveig Andrésdóttir Þrjár konur eiga og stýra lög- fræðiþjónustunni Direkta. Leiðarljós þeirra er að lið- sinna fólki í oft flóknum frumskógi eigna- og stjórn- sýsluréttar. „Lögfræði snýst kannski fyrst og fremst um náungakærleika og hjálpsemi. Í hugum margra er ímynd lögfræðinga harkan sex, og allt komið í voll þegar málin eru komin í lögfræðing, en í raun vilja lögfræðingar almennt koma góðu til leiðar og hjálpa náunganum. Við hjá Direkta erum til dæmis alls engin hörkutól og viljum vinna málin af mýkt og koma þeim í örugga höfn.“ Þetta segir Ásta Sólveig Andrés­ dóttir, lögfræðingur og einn eig­ enda Direkta lögfræðiþjónustu. Ásta stofnaði Direktu í janúar 2016 ásamt Ástu Guðrúnu Beck og Sigríði Önnu Ellerup (Önnu Siggu) en meðeigendur hennar í dag eru lögfræðingarnir Bryndís Bach­ mann og Anna Sigga Ellerup. „Direkta leggur áherslu á heiðar­ leika, traust og þekkingu í störfum sínum. Við höfum víðtæka reynslu af ýmsum sviðum lögfræðinnar, með þó sérstaka áherslu á eigna­ og stjórnsýslurétt, en samanlögð starfsreynsla okkar á sviði þing­ lýsinga og fasteignaskráningar spannar áratugi.“ Frábærar viðtökur Ásta Sólveig segir lögfræðina vera fjölskyldusjúkdóm í sínu tilviki og að henni hafi alltaf þótt lögfræði spennandi fag. „Þegar ég var í lögfræðináminu ætlaði ég að sérhæfa mig á sviði mannréttindamála og umhverfis­ mála og skrifaði lokaritgerð um mannréttindi. Síðan fór ég að vinna hjá hinu opinbera sem leiddi mig yfir í sérhæfingu á sviði fasteignaskráningar og eignarétt­ ar, sem mér líkar einmitt svo vel að vinna við í dag,“ greinir Ásta frá. Þær Bryndís og Anna Sigga hjá Direktu hafa eins og Ásta langa reynslu af lögfræðistörfum hjá hinu opinbera; hjá Þjóðskrá Íslands, Fasteignamati ríkisins og hinum ýmsu sýslumannsembættum. „Við sem stofnuðum Direktu höfðum allar unnið saman áður og var orðið vel til vina, en vorum komnar á þann stað að langa til að breyta um starf. Við sáum þörf á markaðnum fyrir sérfræðinga sem sérhæfa sig í fasteignamálum og þótti verulega spennandi að stofna okkar eigið fyrirtæki. Við fórum því eina helgina saman í sumarbústað þar sem við lögðum drög að stofnun Direktu og létum slag standa við að skipta um starfsvettvang og stofna nýja lög­ fræðiþjónustu. Auðvitað blöstu við alls konar áskoranir sem við gerðum okkur enga grein fyrir í tengslum við stofnun fyrirtækis, en þetta hefur verið skemmtilegur og þroskandi tími og stofan okkar dafnað vel,“ segir Ásta um tilurð Direktu, en stofan á einmitt sex ára afmæli nú í janúar. „Fram að þessu hafði engri okkar dottið í hug að stofna lög­ fræðiþjónustu á svo afmörkuðu sviði nema einmitt af því að við höfðum unnið lengi við þetta. Við erum í dag þakklátar fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun. Við vissum af þörfinni og viðtökurnar voru í samræmi við það. Frá upphafi hefur verið mjög mikið að gera og nýlega réðum við til okkar unga konu, Sunnevu Reynisdóttur, til að létta á okkur við skrifstofustörfin.“ Persónuleg tilfinningamál Direkta sinnir ekki hefðbundnum málflutningi heldur ráðgjöf og verkefnum fyrir ríki og sveitar­ félög en líka fyrir einstaklinga og fyrirtæki, svo sem fasteignasölur og lögmannsstofur. „Við þekkjum ferlana vel og oft eru þetta mjög flókin mál sem fólk gefst upp á. Þá er gott að geta sótt í reynslubanka Direktu þar sem við höfum allar sérþekkingu á þessu sviði. Verkefnin eru fjölbreytt og við vinnum talsvert mikið fyrir hið opinbera, ríki og sveitarfélög við ýmsa ráðgjöf tengda fasteigna­ skráningu í víðu samhengi. Þá sjáum við líka um einstök mál fyrir fólk varðandi skráningu fasteigna og landamerki, auk þess sem við gerum eignaskiptayfirlýsingar,“ upplýsir Ásta. Eitt af skemmtilegri verkefnum Direktu er að ferðast um sveitir landsins til að hitta viðskiptavini og samstarfsaðila. „Við erum í miklu sambandi við fólk á landsbyggðinni og erum í viðskiptum um land allt, enda eru landamerki og skráning fasteigna síður en svo bundin við höfuð­ borgarsvæðið. Við veitum ráðgjöf vegna útskiptinga lóða úr jörðum auk aðstoðar við ýmsa skjalagerð sem því tengist. Oft er fólk komið á þann stað með mál sín að við blasa dómsmál, sem geta verið góð og þörf út af fyrir sig, en stundum er mögulegt að komast hjá þeim. Því erum við líka oft í sáttamiðlun, því þetta eru persónuleg tilfinn­ ingamál sem snúast ekki eingöngu um steinsteypu og peninga, heldur það sem fólki er kært og hjartans mál, eins og húsið sem það ólst upp í eða jörðina sem það á. Einnig geta komið upp mál sem varða heiti jarða, húsa og fasteigna, og eru sömuleiðis gríðarleg tilfinn­ ingamál. Því er fagið hvorki þurrt né kuldalegt, heldur mannlegt og tilfinningaþrungið, og okkur er sannarlega annt um að hjálpa fólki,“ segir Ásta. Markmið að liðsinna fólki Starfsstöðvar Direktu eru í Hafnar­ firði. Viðskiptavinahópurinn er traustur og hefur vaxið og dafnað síðan fyrirtækið var stofnað. „Okkar leiðarljós er að geta lið­ sinnt fólki. Við höfum svo oft séð að margir rekast á vegg og klára ekki málin því formkröfur eru flóknar og stjórnsýslan þung. Því höfum við frá upphafi lagt upp með að gera gagn og hjálpa þeim sem til okkar leita að ljúka málum sínum og mér finnst okkur hafa tekist það vel,“ segir Ásta. Hún bendir á að ráðgjöf á sviði fasteigna­ og eignaréttar geti skipt sköpum fyrir fólk. „Það geta verið ýmsar hindranir í veginum þegar fólk reynir að þoka áfram málum sem tengjast fasteignum og þá er gott að fá lið­ sinni þeirra sem þekkja þann vett­ vang út og inn. Það skiptir líka máli að hlutirnir séu gerðir í réttri röð því oft er byrjað á kolröngum stað. Þá komum við inn og reynum að greiða úr flækjunum og stundum byrjum við upp á nýtt eða beinum inn á réttar brautir svo mál nái mikilvægum endapunkti en séu ekki skilin eftir með lausa enda.“ Direkta hefur líka sérþekkingu í þinglýsingum og veitir nú ráðgjöf við nýtt verkefni ríkisins um raf­ rænar þinglýsingar. „Margir þurfa aðstoð við að útbúa skjöl til þinglýsingar, svo allt fari í réttan farveg, því margs konar formskilyrði þarf að uppfylla sem ekki allir kunna skil á. Við vinnum því vítt og breitt innan þessa sviðs, auk þess að sinna ráðgjöf vegna erfðamála, svo sem við gerð erfða­ skráa og uppgjör á dánarbúum.“ Hlakka til framtíðarinnar Hjá Direkta ráða konur ríkjum og una hag sínum vel. „Það var hvorki stefna né fyrirfram ákveðið að Direkta yrði kvennavinnustaður en það æxlaðist þannig í byrjun og gæti allt eins breyst í framtíðinni. Það er voðalega notalegt hjá okkur á stofunni og alltaf góð og sérstök stemning þar sem konur eru saman. Við leggjum mikið upp úr persónulegum samskiptum, förum mjúkum höndum um skjól­ stæðinga okkar og tökum hlýlega á móti fólki,“ segir Ásta, á gefandi og skemmtilegum vinnustað. „Þetta er annasamt starf og þegar við opnuðum stofuna stefndum við að því að vinna aðeins minna, en það hefur ekki alveg tekist. Við erum þó mjög meðvitaðar um að vinna ekki um helgar og reynum að halda því. Á hverju ári gerum við eitthvað skemmtilegt saman með mökum og fjölskyldum okkar, því það eflir vinnuandann og gerir góðan vinnustað enn betri.“ Ásta hvetur konur til að fylgja draumum sínum úr hlaði. „Já, og að láta reyna á góðar hugmyndir. Við vissum ekkert um fyrirtækjarekstur til að byrja með en höfum lært þetta á leiðinni og ef maður fær gott fólk með sér er þetta rosalega spennandi og skemmtilegt. Það er um að gera að prófa eitthvað nýtt, ekki síst ef mann er farið að langa að breyta til í vinnunni.“ Sjálf sér hún ótal áskoranir og tækifæri til framtíðar. „Núna erum að taka þátt í nýsköpunarverkefninu Eignamörk þar sem fólk getur fært inn eigna­ mörk sjálft með þægilegum hætti. Við komum þar inn sem eigendur og ráðgjafar. Það er gaman að færa út kvíarnar og spennandi að taka þátt í samstarfi með sérfræðingum og skapandi fólki. Við sjáum því leiðina beint upp á við, hlökkum til framtíðarinnar og erum sannar­ lega ánægðar með að hafa tekið skrefið og stofnað Direktu.“ n Direkta er í Bæjarhrauni 22 í Hafnarfirði. Sími 571 8600. Sjá nánari upplýsingar á direkta.is Létu slag standa og drauma sína rætast Konurnar hjá Direktu. Frá vinstri: Sunneva Reynisdóttir, á skrifstofunni, Sigríður Anna Ellerup, Ásta Sólveig Andrés- dóttir og Bryn- dís Bachmann, lögfræðingar og eigendur lög- fræðiþjónust- unnar Direkta. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK 34 kynningarblað 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.