Fréttablaðið - 20.01.2022, Side 59

Fréttablaðið - 20.01.2022, Side 59
OsteoStrong fagnar þriggja ára starfsafmæli sínu um þessar mundir. Um 500 manns stunda æfingar vikulega hjá OsteoStrong. Heimsóknin tekur aðeins 20 mínútur í heildina, einu sinni í viku, og þannig bæta meðlimir styrk vöðva, auka jafnvægi, lækka blóðsykur og minnka verki í liðum og baki. „Við vorum fimmta landið í heim- inum til þess að bjóða upp á þessa þjónustu en nú er OsteoStrong komið alls staðar í Skandinavíu og búið að staðfesta samninga í þrettán löndum. Það er verið að gera mjög ýtarlega rannsókn á Karolinska Institutet í Svíþjóð á virkni þessarar leiðar til þess að virkja líkamann og sjálf höfum við á þessum þremur árum fengið svo ofboðslega góða innsýn inn í það hvernig þetta æfingakerfi getur bætt lífsgæði hjá fólki á öllum aldri. Þá er maður heldur betur kominn með góða ástæðu til að vakna á morgnana,“ segir Svanlaug Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri OsteoStrong. Stress á Íslandi „Við kynntumst OsteoStrong á námskeiði í Bretlandi þegar við vorum nýflutt heim til Íslands frá Spáni. Þá fannst okkur svo mikið stress hérna heima og álagið á heimilum mikið. Okkur fannst að með því að bjóða upp á þjónustu OsteoStrong sem tæki stuttan tíma en byði upp á góðan árangur værum við að gera þjóðþrifaverk sem allir gætu grætt á,“ bætir hún við. Styður til vaxtar „Það eru margir sem hafa valið að gera OsteoStrong hluta af sínum lífsstíl en sumir koma reglulega í nokkra mánuði. Mér finnst bara skipta mestu máli að fólki geri þetta nákvæmlega eins og styður það sjálft best. Sumir eru að undirbúa sig fyrir einhver afrek og þá getur OsteoStrong stutt við þá á leiðinni og minnkað líkur á meiðslum, sumir blanda saman OsteoStrong og annarri hreyfingu og svo er annar hópur sem getur ekki stundað aðra hreyfingu en þessa en nær samt að vaxa og styrkja sig. Það gleður mig að sjá alla þessa hópa hlið við hlið,“ upp- lýsir Svanlaug. Munur á milli landa „OsteoStrong er franchise frá Bandaríkjunum en á sama tíma Fagnar opnun nýrrar stöðvar OsteoStrong í Ögurhvarfi Svanlaug Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri OsteoStrong, er þakklát fyrir allar árangurssögur meðlima sinna. MYNDIR/ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR OsteoStrong er að bæta við sig stöðvum til að geta þjónað fleirum. Þau eru í Hátúni 12 og opna brátt í Ögurhvarfi. Nýja stöðin í Ögurhvarfi verður í glæsilegu húsnæði. MYND/AÐSEND grasrótarfyrirtæki í vexti og í raun fjölskyldufyrirtæki á Íslandi. Við erum með einkaleyfi fyrir rekstrinum á Íslandi og fengum því frá fyrirtækinu þennan virðulega titil „Masters of Iceland“. Það er mikill munur á því hvað hentar á milli landa og munur á því hvað má segja í markaðsefni. Þess vegna höfum unnið okkar efni að mestu leyti frá grunni með aðstoð David Young hönnuði. Það er bæði skemmtileg pælingavinna og gaman að fá að deila alvöru sögum frá alvöru fólki.“ Græn þjónusta „Rekstur OsteoStrong hefur þann frábæra kost að hann er næstum því rusl-frír. Við fáum stóru tækin send við opnun hverrar stöðvar frá Bandaríkjunum en eftir það er næstum eina ruslið sem til fellur við starfsemina bara kaffikorgur frá kaffistofu starfsmanna. Við leitum leiða og þvoum til dæmis klúta í staðinn fyrir að nota bréfþurrkur til þess að sótthreinsa. Mér þykir verðmætt að fá að vera í þannig rekstri. Vita það að við seljum upp- byggingu og lífsgæði og pökkum því inn í góða þjónustu með hlýju og nærgætni,“ segir Svanlaug. „Maður getur verið með svo mikið af góðum hugmyndum um það hvernig maður vill hafa fyrirtækið sitt en það er til lítils ef maður fær ekki gott starfsfólk til þess að starfa með sér. Við erum alveg ótrúlega heppin með okkar starfsfólk. Það hefur staðið eins og klettur við bakið á okkur í gegnum þessa ótrúlega skrýtnu tíma og enn hefur enginn smitast í OsteoStrong. Ég hvet þá sem telja að þeim geti liðið vel í starfi hjá okkur að hafa samband sem fyrst - því við erum tilbúin.“ Hugrakkir meðlimir „Ég hugsa svo oft hlýlega til fólksins sem var mætt á húninn hjá okkur sama dag og við opnuðum og velti því fyrir mér hvað þau voru rosa- lega hugrökk. Þá hafði bara einn Íslendingur fyrir utan okkur heyrt um OsteoStrong en í dag mæta flestir af því að vinir þeirra eða ætt- ingjar hafa fengið góðan árangur af því að stunda OsteoStrong. Til að byrja með getur verið erfitt að trúa því að það sé hægt að fá árangur af því að gera eitthvað sem tekur ekki meiri tíma og þá getur hausinn aðeins farið að flækjast fyrir manni. En við fáum árangurs- og gleði- sögur á hverjum degi: „Veistu hvað mér tókst á gera?“ Þessar sögur geta gert gæfumuninn þegar að maður er þreyttur eftir daginn því þá á maður alltaf óvænt smá auka orku til. Ný stöð í Ögurhvarfi Núna í janúar eru þrjú ár síðan að við hófum rekstur. Vikulega mæta um 500 meðlimir til þess að styrkja sig og auka orku og við erum alltaf að bæta við. Til viðbótar við stöðina í Hátúni 12 opnum við nýja stöð í byrjun febrúar í Ögurhvarfi 2. Þannig geta enn fleiri nýtt sér þjónustu OsteoStrong og leiðin er styttri fyrir þá sem koma til dæmis frá Selfossi og Borgarnesi. Við erum mjög spennt yfir möguleikanum á því að fá að þjóna fleiri svæðum á Íslandi og erum alltaf spennt yfir að tala við mögulega samstarfsað- ila,“ segir Svanlaug og bætir við: „Við stefnum á að opna eina stöð á ári í 10 ár þannig að það er eins og gott að halda sér við efnið.“ n kynningarblað 39FIMMTUDAGUR 20. janúar 2022 FÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.