Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.01.2022, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 20.01.2022, Qupperneq 60
Við hjá dk hug- búnaði leitumst eftir að bæta okkur á hverju ári. Eitt af þeim verkefnum er jafnrétti innan fyrirtækisins og dk hugbúnaður hefur haldið áfram á þeirri vegferð sem hófst fyrir um tveim árum, að auka hlut kvenna innan fyrirtækisins. Hulda Guðmundsdóttir Hjá dk hugbúnaði starfar öfl- ugur hópur sérfræðinga, en í hópnum er hlutfall kvenna um 40% og fer ört vaxandi. Þar er lögð mikil áhersla á að jafna kynjahlutföllin og hugbúnaður fyrirtækisins er kominn með kerfi sem aðstoðar fyrirtæki við fram- kvæmd á jafnlaunavottun. „Við höfum um langt árabil leitast við að ráða konur til starfa, þar sem við lítum svo á að fjölbreyti- leiki sé einn af lykilþáttum þess að ná árangri. Við erum líka ákaflega stolt af því að segja frá því að í stjórnendahópi okkar eru kynja- hlutföll nú jöfn,“ segir Hulda Guð- mundsdóttir sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs. Jafnt kynjahlutfall sem markmið „Við hjá dk hugbúnaði leitumst eftir að bæta okkur á hverju ári. Eitt af þeim verkefnum er jafn- rétti innan fyrirtækisins og dk hugbúnaður hefur haldið áfram á þeirri vegferð sem hófst fyrir um tveim árum, að auka hlut kvenna innan fyrirtækisins,“ útskýrir Hulda. „Með markvissum hætti vinnum við þannig að metnaðar- fullu markmiði okkar, sem er að ná jöfnu kynjahlutfalli innan fyrir- tækisins.“ Konum fjölgar í hópi stjórnenda Konum í hópi stjórnenda fyrir- tækisins hefur fjölgað töluvert síðasta árið. Fjölgunin hefur orðið bæði hjá stjórnendum og milli- stjórnendum. Má þar nefna að Hulda Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í stöðu sviðsstjóra sölu- og markaðssviðs og að Kristín Ágústa Kjartansdóttir hefur verið ráðin sem Business Controller í fjármáladeild dk. Útbreiddasta viðskiptakerfið „dk hugbúnaður er leiðandi í við- skiptahugbúnaði hér á landi fyrir allar stærðir og gerðir fyrirtækja, þróaður á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður,“ segir Dagbjartur Pálsson, en hann er framkvæmda- stjóri hjá fyrirtækinu. „dk er er alíslenskur hug- búnaður sem var þróaður og smíðaður frá grunni af okkur,“ segir Dagbjartur. „Það hefur verið reglulegur og góður vöxtur í allri starfseminni okkar nánast frá fyrsta degi og í dag eru yfir 7.000 fyrirtæki með kerfi frá okkur. Bæði mörg af stærri fyrirtækjum landsins og líka meðalstór og lítil fyrirtæki. dk viðskiptahugbúnaðurinn er langútbreiddasta viðskiptakerfið á íslenskum markaði, með um 45% markaðshlutdeild, en í dag vinna 63 starfsmenn hjá fyrirtæk- inu,“ segir Dagbjartur. „Hýsingar- þjónusta dk er líka leiðandi á sviði skýjaþjónustu hér á landi. Ekkert fyrirtæki sinnir hýsingarþjónustu fyrir annan eins fjölda fyrirtækja hérlendis og við, en það eru yfir 5.000 fyrirtæki.“ Jafnlaunavottun hjá dk dk hugbúnaður vinnur nú að jafn- launavottun samkvæmt lögum nr. 150 frá 2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og mun ljúka þeirri vinnu fyrir árslok 2022. Í tengslum við þá vinnu ákvað fyrir- tækið að þróa kerfi sem aðstoðar fyrirtæki við framkvæmd á jafn- launavottun. Jafnlaunagreining í dk dk hugbúnaður hefur að undan- förnu þróað kerfi til að gera fyrir- tækjum sem nota dk launakerfi kleift að greina launamun í sam- ræmi við þær kröfur sem gerðar eru í lögunum um jafnlauna- vottun. Kerfið byggir á opinberum leiðbeiningum um hvernig best sé að framkvæma launagreiningu í samræmi við staðalinn. Stefnt er að því að þessi viðbót við launa- og starfsmannakerfið verði í næstu útgáfu, sem fer í dreifingu í febrúar. Kerfið býður upp á eftirfarandi aðgerðir: n Setja viðmið fyrir launa- greiningu, bæði varðandi starfaflokkun og persónulega þætti. n Stilla vægi hvers þáttar og ákveða hversu mörg þrep á að nota í hverjum þætti. n Skrá inn gögn fyrir hvern starfsþátt og persónuþátt fyrir hvern og einn starfs- mann. n Skoða niðurstöður á útreikn- ingi stiga sem reiknuð eru út frá hverjum þætti og þrepum, í formi töflu sem hægt er að senda til vottunaraðila og í formi línurita og greiningar á launamun eftir hverjum þætti og spönn þeirra stiga sem reiknuð hafa verið. Í töflum sem birta niðurstöður eru sótt gögn úr launakerfinu, bæði um grunnlaun, hlunnindi, viðbótarlaun og heildarlaun, sem og um aðra liði, til dæmis starfs- hlutfall, starfsaldur, lífaldur, stöðu, kyn og fleiri atriði sem vottunaraðilar og mögulega Jafn- réttisstofa nota til að gefa formlega út jafnlaunavottun eða jafnlauna- staðfestingu. n Við stefnum hátt, því að jafnrétti skiptir máli Dagbjartur Pálsson, framkvæmdastjóri dk hugbúnaðar, og Hulda Guðmundsdóttir, sviðsstjóri sölu- og markaðs- sviðs, eru stolt af þeim árangri sem hefur náðst við að stuðla að jafnrétti kynjanna hjá fyrirtækinu. Vegna sam- komutak- markana náðist einungis brot af þeim fjölbreytta hóp kvenna sem starfa hjá dk þegar ljósmyndari mætti í höfuð- stöðvarnar, en dk er einnig með skrifstofu á Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI 40 kynningarblað 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.