Fréttablaðið - 20.01.2022, Page 61
Gervigreind mun
umbylta störfum
enn frekar á næstu
árum og því er ljóst að
máltækni fyrir íslensku
verður ein af stoðum
samkeppnishæfni
íslensks atvinnulífs á
komandi árum.
Jóhanna Vigdís
Máltækniáætlun stjórnvalda
2018-2022 hefur það mark-
mið að tryggja að íslenska
verði nothæf og notuð í
stafrænum heimi. Til að svo
megi verða hefur Almanna-
rómur byggt upp þá innviði
máltækni sem eru nauðsyn-
legur grunnur allrar nýsköp-
unar á sviðinu.
Jóhanna Vigdís Guðmunds-
dóttir stýrir Almannarómi, sem
er miðstöð máltækni á Íslandi,
óháðri sjálfseignarstofnun sem
ber ábyrgð á að framkvæma
máltækniáætlun og hefur í því
skyni fjárfest 1,4 milljarða króna
í uppbyggingu máltækniinnviða.
„Markmið okkar er að tryggja
framtíð íslenskunnar í stafrænum
heimi. Enska er ráðandi í afþrey-
ingarefni, á samskiptamiðlum og
ekki síst í samskiptum sem eru
við og í gegnum stafræn tæki. Ef
ekkert er að gert getum við auð-
veldlega verið komin í þá stöðu að
annað tungumál en okkar eigið
verði notað á sífellt stærri sviðum
daglegs lífs. Ef tungumál er notað
á fáum sviðum þá deyr það að
endingu. Þess vegna þurfum við
að tryggja að við höfum máltækni-
lausnir á íslensku, sem gera okkur
kleift að tala íslensku við og í
gegnum stafræn tæki.“
Að sögn Jóhönnu skiptir mestu
að við, notendurnir, höfum lausnir
í því viðmóti sem við notum dags
daglega, hvort sem það er síminn,
raddstýrð tæki, samskipti við
þjónustuver, raddstýrðar aðgerðir
í heimabanka eða önnur þjónusta
fyrirtækja og stofnana. „Nú ríður á
að við færum þessa grunninnviði
út í samfélagið, með því tryggjum
við ekki eingöngu framtíð tungu-
málsins heldur bætum lífsgæði
okkar allra. Það eru fyrirtæki
og stofnanir samfélagsins sem
eru best til þess fallin að greina
þarfir neytenda og þess vegna er
mikilvægt að fá þau til samstarfs á
þessu stigi.“ Þá sé brýnt að tryggja
markvissa aðkomu atvinnulífsins
að næstu máltækniáætlun stjórn-
valda, með hvatakerfi og virku
samstarfi við fræðasamfélagið.
Samsetning stjórnar Almanna-
róms endurspeglar þessa áherslu.
Stefanía G. Halldórsdóttir,
framkvæmdastjóri Eyris Vaxtar, er
formaður stjórnar en auk hennar
er þar að finna Björgvin Inga
Ólafsson, ráðgjafa hjá Deloitte og
fyrrum framkvæmdastjóra hjá
Íslandsbanka, Birnu Ósk Einars-
dóttur, framkvæmdastjóra hjá
APMT sem var áður framkvæmda-
stjóri hjá Icelandair. Þá er jafn-
framt að finna í stjórn Ragnheiði
H. Magnúsdóttur, ráðgjafa á
sviði upplýsingatækni og staf-
rænnar innleiðingar, Möggu Dóru
Ragnarsdóttur, stafrænan leiðtoga,
Snævarr Ívarsson, framkvæmda-
stjóra Félags lesblindra, Sigurð
Nordal, sviðsstjóra stjórnsýslu-
sviðs Hafnarfjarðarbæjar, Pétur
Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóra
Íslandsstofu og rithöfundinn,
þýðandann og bókaútgefandann
Sverri Norland.
Máltækni og gervigreind
Máltækni fyrir íslensku er ein
af forsendum aðlögunar gervi-
greindartækni í íslensku atvinnu-
lífi og samfélagi. „Gervigreind
mun umbylta störfum enn frekar
á næstu árum og því er ljóst að
máltækni fyrir íslensku verður
ein af stoðum samkeppnishæfni
fyrirtækja, stofnana og íslensks
atvinnulífs á komandi árum,“ segir
Jóhanna Vigdís.
Jóhanna Vigdís segir nokkurn
fjölda fyrirtækja hafa þegar hafið
þróun máltæknilausna fyrir
sína viðskiptavini. Meðal þeirra
sé Síminn, sem vinni að því að
gera notendum kleift að stjórna
afruglara Sjónvarps Símans
með raddstýringu í gegnum app
Símans. Þróun Símans byggir á
innviðaverkefnum í talgreiningu,
talgervingu og málföngum. Þá
hefur Almannarómur haft frum-
kvæði að fyrirhuguðu samstarfi
íslenskra fjölmiðla um sjálfvirka
skjátextun sjónvarpsefnis á ensku.
Vonir eru bundnar við að tauganet
sem verða notuð við vélþýðingar
geti lært að þýða sjónvarpsefni
með fullnægjandi hætti. Sjálfvirk
skjátextun byggir á innviðaverk-
efnum í vélþýðingu, talgreiningu
mállíkönum og málföngum.
„Síðan eru viðræður í gangi við
ýmis fyrirtæki um fjölda verk-
efna. Má þar meðal annarra nefna
vegvísun á íslensku, betri vöruleit
á vefnum, rauntímaþýðingar á
tölvuleik yfir á íslensku, málrýni
og leiðréttingar texta fyrir frétta-
vefi og fréttastofur, raddstýringar
í smáforriti banka, og þýðingar
opinberra stofnana á ensku og
pólsku,“ segir Jóhanna Vigdís.
Innviðirnir fyrst
Annað hlutverk Almannaróms er
að sjá til þess að máltæknilausnir
fari út í samfélagið. Jóhanna Vigdís
segir að til þess að svo verði þurfi
öflugt samspil fræðasamfélagsins
og atvinnulífsins. Þetta sé einmitt
það sem eigi sér stað í Almanna-
rómi. Þar komi saman háskólar og
öflug fyrirtæki.
Árið 2019 samdi Almannarómur
við rannsóknar- og þróunar-
hópinn SÍM, sem stendur fyrir
Samstarf um íslenska máltækni,
um að framkvæma fyrsta stig
uppbyggingar máltækniinnviða.
„Samstarfið við SÍM hefur gengið
afar vel, enda er þar að finna öfluga
einstaklinga,“ en að sögn Jóhönnu
starfa í dag um sextíu manns að
rannsóknum og þróun í samstarfi
við Almannaróm. SÍM er samsett
af háskólum og sprotafyrirtækjum
en þar eru Háskóli Íslands, Árna-
stofnun, Háskólinn í Reykjavík,
Miðeind, Grammatek, Tíró, Hljóð-
bókasafnið, Creditinfo, RÚV og
Blindrafélagið.
Allir innviðir máltækniáætl-
unar, sem smíðaðir eru af rann-
sóknar- og þróunarhópnum SÍM,
eru gefnir út undir opnum leyfum
með leyfi til hagnýtingar. Tals-
verður fjöldi innviða máltækni er
nú kominn á þann stað að fyrir-
tæki og samfélagið allt geti nýtt þá
til nýsköpunar í þágu almennings
og verðmætasköpunar. Að sögn
Jóhönnu eru íslensk fyrirtæki því í
góðri stöðu nú til að efla þjónustu
við neytendur og byggja á þeim
máltækniinnviðum sem hafa verið
smíðaðir.
Almannarómur var stofnaður
2014 og 26 fyrirtæki, háskólar og
stofnanir komu að því. Tilgangur-
inn er sem fyrr segir að vernda
íslenskuna í stafrænum heimi.
Meðal stofnenda eru mörg stærstu
fyrirtæki landsins. Þar á meðal eru
bankar og símafyrirtæki og fleiri
fyrirtæki.
Jóhanna Vigdís segir Eirík Rögn-
valdsson, prófessor emeritus við
Háskóla Íslands, hafa verið mikinn
drifkraft og hvatamann á bak við
uppbyggingu máltækni á Íslandi.
Sama megi segja um Guðrúnu
Nordal, forstöðumann Árna-
stofnunar. „Að öðrum ólöstuðum
held ég að megi fullyrða að þau
eigi heiðurinn af því að máltækni
komst upphaflega á dagskrá og
hlaut fjármögnun í sáttmála ríkis-
stjórnarinnar. Íslenskan og mál-
tækni eru svo aftur sett í forgang í
nýjum stjórnarsáttmála.“
Góð tengsl við þá stóru
Almannarómur hefur lagt áherslu
á að byggja upp tengsl við stærstu
tæknifyrirtæki heims í því skyni
að koma íslensku inn í viðmót
þeirra tækja og hugbúnaðar sem
landsmenn nota. Markmiðið er að
á næstu tveimur árum muni takast
að koma íslensku inn í tækin sem
við notum mest í daglegu lífi og
störfum.
Nú, þegar innviðir íslenskrar
máltækni eru komnir á þann
stað að Siri, Alexa og aðrar
lausnir erlendra tæknirisa geta
nýtt íslenska innviði til að reiða
fram íslensku í sínum lausnum,
er spurningin meira um vilja en
möguleika fyrirtækja, að sögn
Jóhönnu Vigdísar. Mikilvægt sé að
íslensk stjórnvöld og hagsmuna- og
samstarfsaðilar leggi hart að sér til
að tryggja að fyrirtækin kjósi að
íslenska verði í boði, nú þegar það
er hægt. Spurningin hvort tækin
tali íslensku sé því hætt að vera
spurning um tæknilegan mögu-
leika, heldur snúist málið einfald-
lega um það hvort þessi fyrirtæki
kjósi að gera það mögulegt.
En hafa þessi risafyrirtæki
áhuga á að setja fjármuni og tíma
í að sinna litlu tungumáli eins og
íslensku?
Að sögn Jóhönnu Vigdísar hafa
þessi stóru fyrirtæki verið afar
meðvituð um mikilvægi fjölbreyti-
leika. Einnig beri þau ábyrgð. „Ef
tungumál deyja út vegna þess
að stærri málsvæði taka yfir, þá
glatast mikil menningarverðmæti.
Tungumál eru menningarverð-
mæti í sjálfu sér, auk þess sem þau
geyma og miðla öðrum menning-
arverðmætum þjóða heimsins. Það
eru svo sannarlega rök fyrir því að
þessi stórfyrirtæki, sem setja fjöl-
breytileika í forgang sinnar stefnu,
hafi hag af því að vernda menning-
arverðmæti ólíkra þjóða og mál-
svæða. En auðvitað snýst þetta um
að sýna fram á að íslenskan eigi að
hafa sinn stað í þeirra lausnum.“
„Við erum að byggja upp tengsl
og samstarf við alþjóðlegu tækni-
risana og eigum þegar í áhuga-
verðum samtölum við þau sem
leiða þróun gervigreindar og mál-
tækni hjá Microsoft. Þá eigum við
í samtali við Apple, erum að taka
fyrstu skrefin með þeim. Fyrrum
menntamálaráðherra átti frum-
kvæði að þeim samskiptum sem
við erum að fylgja eftir. Svo erum
við með Google og Amazon á sjón-
deildarhringnum og þau færast
nær,“ segir Jóhanna Vigdís.
Tækifæri fyrir fatlaða
Máltækni þjónar mismunandi
þörfum ólíkra hópa. Hún er gríðar-
lega mikilvæg fólki með fötlun sem
þarf að nýta máltækni bara til að
eiga samskipti sem okkur finnast
sjálfsögð. „Í gegnum máltækni
getur fólk með fötlun leitað sér
upplýsinga. Það getur beitt henni
til að stýra daglegum athöfnum
með því að nýta röddina. Sama
gildir um blinda og sjónskerta.
Í röðum þeirra er stór hópur
sem reiðir sig á máltækni,“ segir
Jóhanna Vigdís.
Þó að áframhaldandi upp-
bygging og viðhald innviða sé
nauðsyn, verði meginþungi
næstu máltækniáætlunar að vera
á færslu þekkingar og tækni úr
háskólasamfélaginu yfir í lausnir
á neytendamarkaði, til hagsbóta
fyrir samfélagið. Það starf er þegar
hafið, á yfirstandandi þriðja verk-
efnisári.
Eins og sprotafyrirtæki
Um verkefnin frá degi til dags segir
Jóhanna Vigdís að mikið sé um
þróunarvinnu. „Ég er eins konar
brúarsmiður sem vinnur að því að
hægt sé að nýta hlutina á hagnýtan
hátt. Stór hluti er upplýsingagjöf
til að samfélagið sé meðvitað um
hvað verið sé að gera og hvers
vegna.“
Í þessari viku fer lestrarkeppni
grunnskólanna aftur af stað.
Almannarómur og HR hafa safnað
saman röddum í gagnagrunn sem
heitir Samrómur. „Þetta er í þriðja
sinn sem lestrarkeppnin fer fram
og við erum að fá börn og unglinga
í grunnskólum til að lesa inn sín
raddsýni í gegnum samromur.is.
Forsetahjónin hafa sérstak-
lega lagt þessu lið og munu opna
lestrarkeppnina einmitt í dag.
Markmiðið með því að safna
þessum röddum er að til verði opið
stórt gagnasafn sem allir geti notað
til að þróa máltæknilausnir.“
Jóhanna Vigdís lauk MBA prófi
frá Háskólanum í Reykjavík
2005. Hún er með meistaragráðu
frá Edinborgarháskóla í menn-
ingarfræði, en allan sinn starfs-
feril hefur hún verið í störfum
sem að mestu byggja á MBA
gráðunni. Hún var stýrði fjárfesta-
tengslum og markaðsmálum hjá
Straumi fjárfestingarbanka en
hætti þar vorið 2008 til að gerast
framkvæmdastjóri Listahátíðar í
Reykjavík. Frá Listahátíð lá leiðin
í Háskólann í Reykjavík þar sem
hún var framkvæmdastjóri
viðskiptaþróunar, sí- og endur-
menntun og markaðs- og alþjóða-
starfs, þar til hún fór í máltæknina
í árslok 2018. ■
Máltækni og gervigreind
forsenda samkeppnishæfni Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms.
MYND/SAGA SIG
Stjórn Almanna-
róms.
MYND/GOLLI
kynningarblað 41FIMMTUDAGUR 20. janúar 2022 FÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU