Fréttablaðið - 20.01.2022, Síða 64

Fréttablaðið - 20.01.2022, Síða 64
 Með aukinni flugumferð þurf- um við líka að fjölga í framlínu okkar og því erum við reglulega að leita að fólki til að taka þátt í að veita sam- starfsfólki, farþegum, flugfélögum og við- skiptafélögum okkar góða þjónustu á Kefla- víkurflugvelli. Ingibjörg Arnarsdóttir Þórhildur Rún Guðjóns- dóttir er forstöðumaður viðskipta- og markaðsmála hjá Isavia. Hún telur að helstu áskoranirnar þegar hún tók við starfinu hafi verið að byrja í miðjum heimsfaraldri og vera ábyrg fyrir viðskiptatekjum, þegar engir farþegar voru í húsi og áskorun að halda uppi þjónustustigi þegar erfiður rekstrargrundvöllur er fyrir rekstraraðilana. ,,Mínar deildir bera ábyrgð á tekjum Isavia frá öðru en sjálfu fluginu, aðallega frá verslunum, veitingum, samgöngum, bíla- stæðum og húsaleigu.Við höldum utan um viðskiptaþróun og erum því sífellt að meta þarfir farþega og heppilegt þjónustuframboð til að upplifun farþega sé góð af flug- vellinum, “ segir Þórhildur. „Það hefur komið mér á óvart hvað umhverfið er hvikult og breytist hratt og hvað þeir sem starfa á flugvellinum þurfa að geta brugðist skjótt við þegar t.d. far- þegafjöldi breytist eða regluverk. Það er þó þessi lifandi geiri sem gerir það einmitt spennandi að starfa á Keflavíkurflugvelli. Mikil tækifæri fram undan „Fram undan eru mikil og spenn- andi tækifæri í aðstöðu fyrir mögulega viðskiptafélaga. Við erum að stækka flugstöðina og við það skapast fjöldi rýma sem verða boðin út fyrir spennandi rekstur. Á þessu og næsta ári eru jafnframt margir samningar að renna út svo ný útboð á núverandi aðstöðu opnast einnig. Öll ný viðskipta- tækifæri fara í gegnum opið og gagnsætt útboðsferli samkvæmt alþjóðlegum reglum um veitingu sérleyfa. Ég vona að fyrirtæki séu að fylgjast með þeim tækifærum sem bjóðast fyrir rekstur á Kefla- víkurflugvelli. “ ,,Við höfum því miklar vænt- ingar um að Ísland verði aftur mjög áhugaverður staður til að heimsækja og fundum það strax sl. sumar að áhugi f lugfélaga og ferðamanna er til staðar. Við erum að búa okkur undir að taka á móti þeim og höfum því ráðist í stækkun til að geta annað eftirspurn í framtíðinni. Með því munum við geta tekið á móti f leiri farþegum og ferðamönnum, sem hefur jákvæð áhrif á efnahag Íslendinga,“ segir Þórhildur að lokum. Mjög fjölbreytt starfsemi Auður Ýr Sveinsdóttir gegnir stöðu forstöðumanns f lugverndar á Keflavíkurflugvelli. Þegar hún tók við starfinu voru helstu áskoranirnar að taka við stórum hópi starfsmanna án þess að fá tækifæri til að hitta þá reglulega vegna Covid-takmarkana sem hafa verið í gildi. Til að tryggja samfellu í rekstr- inum var starfseminni skipt upp í hópa og hefur samgangur milli vaktahópa verið lítill í langan tíma sem hefur vitanlega áhrif á allt starfsfólk. Aðspurð segir Auður að margt hafi komið henni skemmtilega á óvart: „Ég þekkti lítið til starfsem- innar áður en ég réði mig til starfa og það hefur komið á daginn að hér er einstakt starfsfólk og spennandi verkefni sem þarf að sinna í síbreytilegu f lugumhverfi,“ segir Auður. „Starfsemin á Kefla- víkurflugvelli er mjög fjölbreytt, áskoranirnar margbreytilegar og því engir tveir dagar eins og það á einstaklega vel við mig. Þá kom það mér skemmtilega á óvart að ég get tengt margt úr mínum fyrri störfum hjá hinu opinbera, í áliðnaði, sjávarútvegi og hátækni- iðnaði, við starfsemina hér og er virkilega gaman að sú reynsla komi sér vel í nýja starfinu.“ Erum í skemmtilegum uppbyggingarfasa „Ég hóf störf hjá Isavia á Kefla- víkurflugvelli í byrjun febrúar 2021. Þetta var á þeim tíma sem fréttir voru um að þróun fyrsta bóluefnisins væri loksins lokið og flestir bjartsýnir um að nú færi að rofa til og betri tímar væru fram undan. Starfsmannafjöldi í f lug- vernd var mjög lítill vegna skertrar flugumferðar og því var farið strax í það skemmtilega verkefni að ráða stóran hóp af fyrrverandi og nýjum starfsmönnum til að geta þjónustað aukinn fjölda ferða- manna og meiri f lugumferð. Flug- vernd er stærsta deild Isavia með um 300 starfsmenn í dag. Eins og gefur að skilja þá er mikil áskorun fólgin í því að elta sífelldan breytileika í f lugumferð undanfarin 2 ár. Nú erum við í skemmtilegum uppbyggingarfasa, jákvæð og spennt fyrir framtíðinni og með fullt af frábæru starfsfólki. Allt starfsfólk fyrirtækisins er á sameiginlegri vegferð sem snýr að því að koma auga á tækifæri til að bæta samskipti og menningu félagsins. Ég er fullviss um að sú vinna muni skila sér í framúrskar- andi vinnustað sem mun bjóða viðskiptavinum og samstarfsfyrir- tækjum Isavia upp á spennandi ferðalag.“ Fjölbreytileiki og metnaður Ingibjörg Arnarsdóttir er framkvæmdastjóri fjármála og mannauðs hjá Isavia og hóf störf hjá fyrirtækinu fyrir rúmu ári síðan, þegar nær allt f lug lá meira og minna niðri vegna Covid. Að hennar sögn var það áskorun í sjálfu sér að halda flugvellinum opnum og starfseminni gangandi. Hún valdi þó að horfa fyrst og fremst á þessa stöðu sem tækifæri til að byggja fyrirtækið upp aftur – að hugsa hlutina upp á nýtt. „Við þurftum því miður að horfa á eftir frábæru samstarfsfólki út af Covid, en höfum hægt en örugg- lega verið að endurráða í bland við nýráðningar, þar sem við höfum leitast við að laða nýja þekkingu til fyrirtækisins. Covid hefur virkað sem hraðall fyrir mörg umbreytingarverkefni hjá Isavia og svo bætast við framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Hvort tveggja eykur fjölbreytileika og tækifærin sem liggja í þeim störfum sem við bjóðum upp á. Enda finnum við fyrir ásókn í að taka þátt í þeim verkefnunum sem eru fram undan hjá félaginu og þar mun reyna á okkar flotta mannauð, sem stýrir þeirri vinnu af mikilli festu,“ segir Ingibjörg. Umfangsmikil starfsemi „Það er gott að upplifa þann fjölbreytileika og metnað sem einkennir mannauð Isavia. Hjá félaginu starfar fólk með ótrúlega fjölbreytta þekkingu og bak- grunn, sem endurspeglar fjöl- breytt hlutverk félagsins – hvort sem það er á sviði daglegs reksturs, hugbúnaðargerðar eða mann- virkjagerðar. Það er skemmtilegt að upplifa hversu mikla ástríðu starfsfólkið hefur fyrir flugrekstri – þótt starfsemin sé umfangsmikil og við komum úr ólíkum áttum þá finnum við öll svo sterkt fyrir sam- eiginlegu hlutverki, að koma fólki á áfangastað, og það er hreinlega smitandi. Við höfum eins og önnur fyrir- tæki sem starfa við ferðaþjónustu þurft að haga seglum eftir vindi. Engu að síður hefur okkur tekist vel til við að halda rekstrinum gangandi, þrátt fyrir litlar sem engar flugsamgöngur á tímabili og tekist að nota tímann vel til að endurhugsa og endurskipuleggja það sem betur mátti fara. Við vinnum að umfangsmiklum og mikilvægum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli, þar sem við erum að stækka bæði flugstöðina og vinna að uppbyggingu á flug- vallarsvæðinu. Svona stór fram- kvæmd kallar á að við þurfum að ráða töluverðan fjölda af háskóla- menntuðu fólki, ekki síst ein- staklinga með verk- og tæknifræði- menntun. Störf við framkvæmdir af þessari gerð og stærðargráðu eru fátíð á Íslandi og þau eiga án efa eftir að opna mörgum tækifæri inn í framtíðina, bæði hér heima og erlendis. Með aukinni flugumferð þurfum við líka að fjölga í framlínu okkar og því erum við reglulega að leita að fólki til að taka þátt í að veita samstarfsfólki, farþegum, flugfélögum og viðskiptafélögum okkar góða þjónustu á Keflavíkur- flugvelli. Við auglýstum til dæmis nýlega eftir starfsfólki í sumarstörf á flugvellinum sem er frábært tækifæri fyrir ungt fólk að sækja sér reynslu og á sama tíma að vinna á lifandi og skemmtilegum vinnustað.“ Að lokum segir Ingibjörg að þau starfstækifæri sem Isavia býður upp á spanni eins vítt svið og hægt er að ímynda sér. ■ Reiðubúin fyrir eftirspurn framtíðarinnar Auður Ýr Sveins- dóttir, Ingibjörg Arnarsdóttir og Þórhildur Rún Guðjónsdóttir starfa allar sem stjórnendur hjá Isavia. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR 44 kynningarblað 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.