Fréttablaðið - 20.01.2022, Síða 65

Fréttablaðið - 20.01.2022, Síða 65
Flestir vilja vanda sig og standa vel að þessum málaflokki og þar liggur okkar metn- aður einnig. Gyða Björg Sigurðardóttir vpallar@vpallar.is • www.vpallar is Vinnupallar minna á að öryggi er margfalt meira virði en slys og tjón. Verum vel búin í kreandi aðstæðum og komum heil heim. Ráður er ráðgjafarstofa sem veitir sérhæfða þjónustu á sviði jafnréttismála til fyrir- tækja, stofnana og sveitar- félaga. „Ég var að læra rekstrarverkfræði í Háskólanum í Reykjavík árið 2012 þegar Jafnlaunastaðall kemur út. HR leggur mikið upp úr nýsköpun og hvetur sína nemendur til að vinna með eigin hugmyndir og þannig byrjaði okkar vegferð.“ segir Gyða Björg Sigurðardóttir um aðdraganda þess að hún fór að sérhæfa sig í jafnlaunamálum. „Í gegnum námið tengdist ég fyrirtækjum sem voru að byrja að skoða staðalinn í upphafi árs 2013. Síðan í kjölfarið vann ég fjölda verkefna í samstarfi við nemendur úr öllum deildum skólans. Rannís veitti verkefninu nokkra styrki og í lok 2017 stóð ég á krossgötum þegar Jafnlauna- staðall var festur í lög.“ Ráður var stofnað árið 2018 af Gyðu og Önnu Betu Gísladóttur. Frá stofnun hefur Ráður aðstoðað yfir 50 fyrirtæki við að fara í gegn- um jafnlaunavottun. „Fyrst til að byrja með voru allir að reyna að átta sig á því hvernig ætti að útfæra og hanna jafnlaunakerfi. Þá var okkar helsta hlutverk að túlka kröfur staðalsins og reyna að útfæra inn í verklag, hanna greiningar og mælikvarða til að starfrækja kerfin. Við lögðum mikið upp úr því að læra af öðrum og viða að okkur þekkingu fyrstu árin,“ útskýrir Gyða Björg. „Í dag höfum straumlínulagað innleiðingu á Jafnlaunastaðli svo þau verkefni gengur iðulega smurt fyrir sig. Sú reynsla sem hefur hlotist mun nýtast þeim sem eiga eftir að fara í gengum innleiðingu, sem eru til dæmis öll minni fyrir- tækin sem hafa tímafrest til lok árs til að klára vottun eða jafn- launastaðfestingu.“ Ný nálgun á launamyndun og ákvarðanir Frá því að lög um jafnlaunavottun tóku gildi segir Gyða Björg að miklar breytingar hafi orðið á jafnréttismálum innan fyrirtækja. „Þetta er komið á dagskrá hjá öllum fyrirtækjum í landinu. Þetta er ekki eitthvað sem þau geta sópað undir teppið og látið fram hjá sér fara. Flestir vilja vanda sig og standa vel að þessum málaflokki og þar liggur okkar metnaður einnig,“ segir hún og bætir við að verkefnunum verði þó ekki lokið þegar öll fyrirtæki verða komin með jafnlauna- vottun. „Þó svo að f lest okkar verkefni hingað til hafi snúist um að inn- leiða ákveðið verklag þá er að færast í aukana að við sinnum reglubundinni þjónustu. Þetta er vegferð sem er ekki lokið með einum stimpli og við lítum á vinnu við okkar viðskiptavini sem langtímasamstarf. Við styðjum við þau í upphafi og svo veitum við þeim aðhald til að halda áfram að þróast og bæta sig. Við höfum einnig tekið að okkur verkefni sem snúa að því að setja upp skjalastýringu og skipuleggja gögn og kerfi. Að láta kerfi tala saman, straumlínulaga og skilgreina ferla. Stefnumótun í jafnréttismálum talar við heildar- stefnu fyrirtækja og það er ekki hægt að fara í þessa vegferð án aðkomu æðstu stjórnenda,“ heldur hún áfram. Falasteen Abu Libdeh gekk til liðs við fyrirtækið á síðasta ári. Falasteen hefur umfangsmikla þekkingu og reynslu á málefnum vinnumarkaðar og stjórnunar. „Með því að fá hana til liðs við okkur erum við að auka við okkur þekkingu á mannauðssviði og færa okkur yfir í fjölbreyttari verkefni sem snúa meðal annars að sjálf- bærni og fræðslumálum,“ segir Gyða Björg. „Við erum að bæta við okkur mannskap um þessar mundir og ætlum að vera leiðandi í málefnum jafnréttis og sjálfbærni í fyrir- tækjarekstri. Þetta er umfangs- mikill málaflokkur og snertir alla fleti í rekstri. Fjárfesting fyrirtækja í jafnrétti og sjálfbærni í dag mun skila þeim margföldum ávinningi þegar fram í sækir.“ Að lokum bætir Gyða við að samtal um jafnrétti sé sífellt að breytast og áherslur taki mið af samfélaginu hverju sinni. „Nýtt verklag tekur tíma að festa sig í sessi og með Jafnlaunastaðli er verið að leggja áherslu á rökstuðn- ing við launamyndun sem metur verðmæti starfa og vinnur mark- visst gegn hvers konar mismunun. Breytingar taka tíma og jafnlauna- kerfi eru komin til að vera.“ ■ Jafnréttismál komin inn á borð allra stjórnenda  Gyða Björg Sigurðardóttir hefur sérfhæft sig í jafnlauna- staðlinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR kynningarblað 45FIMMTUDAGUR 20. janúar 2022 FÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.