Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.01.2022, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 20.01.2022, Qupperneq 68
Við erum með- limir í alþjóðlegum samtökum Lex Mundi og með einu símtali getum við náð sambandi og tryggt viðskiptavinum okkar þjónustu öflugra lögmanna víðast hvar í heiminum. Helga Melkorka Lögmannsstofan LOGOS rekur sögu sína aftur til ársins 1907, þegar Sveinn Björnsson, fyrsti forseti Íslands, stofnaði ungur lög- fræðistofu eftir nám í Kaup- mannahöfn. Fréttablaðið ræddi við fjórar konur í hópi eigenda stofunnar. Árið 2000 sameinaðist stofan annarri stórri lögmannsstofu og fékk LOGOS þá nafn sitt. LOGOS er stærsta lögmannsstofan á Íslandi og í heildina starfa þar um 70 starfsmenn. Af þeim eru um 50 lögmenn starfandi á skrifstofum lögmannsstofunnar í Reykjavík og London. Viðskiptalífið í forgrunni Aðalsérstaða LOGOS er þjónustan við viðskiptalífið. LOGOS er ein fárra stofa á Íslandi sem veita lögfræðiþjónustu sem snertir atvinnulífið í heild sinni. Stór hópur lögfræðinga gerir stofunni kleift að takast á við stærstu verk- efnin sem tryggir gæði, reynslu og viðbragðsflýti í alls konar málum. „Við erum einnig meðvituð um mikilvægi þess að fylgjast vel með straumum og stefnum í lög- fræði. Því rekum við okkar eigin skóla innan fyrirtækisins þar sem kennsla fer fram reglulega,“ segir Áslaug. Alþjóðleg starfsemi LOGOS starfar á Íslandi sem og út fyrir landsteinana. „Við erum meðlimir í stórum alþjóðlegum samtökum sjálfstæðra lögmanns- stofa, Lex Mundi, og með einu símtali getum við náð sambandi og tryggt viðskiptavinum okkar þjónustu öflugra lögmanna víðast hvar í heiminum. Að auki höfum við verið efst á gæðastikunni á Íslandi í mörg ár en erlendir matsaðilar, á borð við Chambers, sem taka út lögmannsstofur, hafa veitt lögmönnum LOGOS sína bestu umsögn og valið LOGOS sem leiðandi lögmannsstofu,“ segir Helga. n LOGOS – Lögmenn eru líka konur Guðbjörg Helga Hjartar- dóttir, eigandi hjá LOGOS, hefur starfað hjá stofunni síðan hún útskrifaðist úr lögfræðinámi frá Háskóla Íslands árið 2004. „Mín helstu sérsvið eru félaga- réttur, fjármögnun fyrirtækja, s.s. lánasamningar, veðréttindi, skuldabréfaútgáfur og þess háttar. Einnig kem ég að samrunum og yfirtökum, þar með talið kaupum og sölu fyrirtækja. Þá vinn ég á sviði fjármálaþjónustu og reglu- verks, ekki síst fyrir erlenda við- skiptavini. Almennt fer stór hluti af mínu starfi í vinnu fyrir erlend fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Þá er um að ræða fjárfesta, en líka erlenda aðila sem hyggjast taka þátt í fjármögnun eða annars konar samningagerð við íslenska aðila,“ segir Guðbjörg. Hafði hugsað sér að vinna í banka „Það var ekki endilega planið hjá mér að vinna á lögmannsstofu eftir námið. Í raun sá ég alltaf fyrir mér að fá vinnu í banka þar sem ég fengi að vinna við mitt áhugasvið. En ég var heppin að fá starf hjá LOGOS 2004 því hér hef ég fengið tæki- færi til að takast á við fjölbreytt og krefjandi úrlausnarefni, en um leið sérhæfa mig í því sem ég hef mestan áhuga á,“ segir Guðbjörg. Árið 2006 aflaði hún sér málflutningsréttinda fyrir héraðsdómi og 2011 lauk hún LL.M.-gráðu frá University College London, með áherslu á Company Law eða félagarétt. „Starfið hefur verið fjölbreyti- legt og maður veit aldrei hvað er á dagskrá hvern dag. Þetta getur auðvitað verið krefjandi starf og mikil vinna, en það er líka það sem lögmenn þrífast svolítið á.“ Nýjungar í bransanum „Helstu nýjungar undanfarið á mínu sviði hafa einkum tengst nýlegri innleiðingu á ýmsum reglum Evrópusambandsins, einkum á sviði fjármálaþjónustu og fjármagnsmarkaða. Þessar reglur munu klárlega hafa mikil áhrif hér á landi næstu misseri. Hér innanhúss höfum við einn- ig skerpt á ýmsum áherslum hjá okkur og lagt aukið vægi á ákveðna málaflokka þar sem við getum verið okkar viðskiptavinum enn frekar að liði. Þannig höfum við til dæmis sett aukinn kraft í sérstakt banka- og fjármögnunarteymi þar sem áhersla er lögð á ráðgjöf og skjalagerð sem tengist lána- málum og fjármögnun fyrirtækja. Einnig höfum við verið með fókus á orkumál, en þar er fyrirsjáan- legt að áfram verði mikil gerjun á næstu misserum, ekki hvað síst í tengslum við fyrirhuguð orku- skipti. Þarna skarast mörg ólík rétt- arsvið, meðal annars félagaréttur, skipulag og uppsetning fyrirtækja, en líka leyfismál, skipulagsmál, eignaréttur og fleira. Stærðin gerir okkur betur kleift að leiða saman hóp starfsfólks með sérhæfingu á ólíkum sviðum og takast á við nýjar áskoranir viðskiptavina okkar hratt og örugglega. Við erum því tilbúin þegar kallið kemur.“ Sjónarhorn kynjanna „Það er gott í öllum rekstri að hlut- föll kynja séu sem jöfnust því það er mikilvægt að fá mismunandi sjónarhorn í öllum málum. Við- skiptavinir okkar og samfélagið samanstendur af öllum kynjum og það væri skrítið ef við værum á skjön við það. Það býr líka til heil- brigðara starfsumhverfi fyrir allt starfsfólk enda hefur kynjahlutfall bein áhrif á starfsandann.“ n Lögmannsstarfið umfram allt þjónustustarf Guðbjörg segir starfið geta verið krefjandi, en að það sé líka það sem lögmenn þrífist svolítið á. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Áslaug Björgvinsdóttir, eig- andi hjá LOGOS, hóf upphaf- lega störf hjá stofunni árið 2006. Hún er meðal fremstu sérfræðinga landsins á sviði upplýsingatækniréttar, þar með talið í persónuverndar- málum, sem og á sviði hug- verkaréttar. Áslaug kynntist LOGOS í vísinda- ferð með lagadeild Háskólans í Reykjavík og leist í fyrstu alls ekki á stofuna. „Mér fannst þetta allt eitthvað svo formlegt og stíft og gat ekki hugsað mér að vinna þarna. En eitthvað togaði í mig því ég fór þangað í starfsnám í meistaranám- inu. Það varð ekki aftur snúið því það kom fljótt í ljós að þetta var síður en svo stífur og leiðinlegur vinnustaður. Þvert á móti var þar öflugt félagslíf, frábært samstarfs- fólk og verkefnin spennandi. Eftir útskrift 2007 fór ég að vinna sem fulltrúi á stofunni, en tók mér ársleyfi 2011 og fór í framhalds- nám til Stokkhólms. Árið sem ég kom heim varð ég verkefnastjóri og kom svo inn í eigendahópinn 2017. Þetta er því sjötta árið mitt í þeirri stöðu og ég sé ekki fram á annað en að vera hér þar til yfir lýkur,“ segir Áslaug. Ört stækkandi svið Persónuverndin er að sögn Áslaugar sístækkandi svið innan lögfræðinnar og hefur verið stór hluti af verkefnum hennar frá 2016. „Ný persónuverndarlög voru innleidd árið 2018 og hefur verið mikil vinna í tengslum við það. Fyrir tíu árum var fjöldi sérfræðinga í persónuvernd á Íslandi teljandi á fingrum ann- arrar handar en staðan er allt önnur í dag. Nú er til dæmis orðin til ný stétt sérfræðinga sem gegna hlutverki persónuverndarfulltrúa fyrirtækja og stofnana. Hugverkarétturinn er líka ört stækkandi svið og helst í hendur við þær breytingar sem hafa átt sér stað í atvinnulífinu síðustu ár. Í dag er hugverkatengdur iðnaður stór hluti af útflutningstekjum Íslands og hafa hugverkatengd verkefni af ýmsu tagi því aukist umtalsvert.“ Hvernig viðskiptavini ert þú aðallega að þjónusta? „Allajafna þjónusta ég meðal- stór og stór fyrirtæki, á öllum sviðum atvinnulífsins, en einnig stofnanir ríkisins, sveitarfélög og háskóla. Eðli málsins samkvæmt þurfa allir að framfylgja kröfum persónuverndarlaga, hvort sem við erum að tala um einyrkja og lítil félagasamtök eða stór alþjóðleg fyrirtæki, og þessi fjölbreytileiki er stór hluti af því sem gerir þetta svið svona áhugavert. Í hugverkaréttinum eru við- skiptavinir mínir mikið til framleiðendur, hugbúnaðar- og upplýsingatæknifyrirtæki. Þá aðstoða ég við gerð leyfissamninga og skilmála og er í hagsmunagæslu fyrir framleiðendur, höfunda, rétt- hafasamtök og fleiri.“ Sífellt ný álitaefni Áslaug segir tímabilið 2017 og 18 hafa verið eftirminnilegt, þegar ný persónuverndarlög tóku gildi. „Afar fá fyrirtæki og stofnanir á Íslandi höfðu búið sig undir nýjar skyldur sem lögin höfðu í för með sér. Í kjölfarið var mikið fjallað um nýjar sektarheimildir Persónuverndar, sem fyrirtæki og stofnanir gátu átt yfir höfði sér í tilviki vanefnda. Því varð algjör sprengja í þessum mála- flokki. Dagarnir voru vel pakkaðir frá morgni til kvölds við að sinna ráðgjöf til fjölbreytts hóps fyrir- tækja og stofnana. Á sama tíma hélt ég fjölda fyrirlestra og fræðslu- erinda og kenndi einnig hjá Lög- mannafélaginu og í háskólanum. Dagarnir voru því oft ansi langir hjá mér, en svona tímabil skilja mikið eftir sig. Ég leyfi mér líka að full- yrða að persónuverndarteymið á LOGOS hefur verið leiðandi á þessu sviði, að aðstoða fyrirtæki og stofn- anir við innleiðingu á lögunum og tengdri ráðgjöf. Jafnvel þó flest fyrirtæki og stofnanir séu langt komin í inn- leiðingarvinnu er ekkert lát á per- sónuverndartengdum verkefnum, eðli þeirra einfaldlega breytist. Við erum þannig að ráðleggja fyrir- tækjum í tengslum við öryggis- bresti, sinna fræðslu, ganga frá vinnslusamningum og sinna hagsmunagæslu gagnvart eftirlits- stjórnvaldinu. Það er spennandi að starfa á réttarsviði sem er svona tiltölulega ungt og í mikilli þróun og maður er sífellt að taka á nýjum álitaefnum.“ n LOGOS leiðandi á sviði persónuverndar Áslaug segir að orðin sé til ný stétt sér- fræðinga sem gegna hlut- verki persónu- verndarfulltrúa fyrirtækja og stofnana. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI 48 kynningarblað 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.