Fréttablaðið - 20.01.2022, Side 69

Fréttablaðið - 20.01.2022, Side 69
Helga Melkorka Óttars- dóttir, eigandi og formaður stjórnar hjá LOGOS, segir að verkefni tengd sjálfbærni séu henni hugleikin og að LOGOS leggi mikla áherslu á þann málaflokk. Helga hefur starfað í rúm 20 ár hjá LOGOS. Áður starfaði hún hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel frá útskrift úr framhaldsnámi. „Síðan hefur minn fókus mikið verið á samkeppnisrétt, Evrópu- rétt og ýmis tengd verkefni okkar viðskiptavina á hverjum tíma á fleiri sviðum. Þetta eru fjölbreytt úrlausnarefni: samningagerð, stjórnsýslumál og dómsmál fyrir héraðsdómi, Landsrétti og Hæsta- rétti hér á landi. Einnig hef ég flutt mál fyrir EFTA-dómstólnum og rekið mál fyrir Mannréttindadóm- stól Evrópu,“ segir Helga. Mikil og hröð aukning í verkefnum á sviði sjálfbærni „Umræðan um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð hefur verið áberandi. Innanhúss vinnum við öflugt og fjölbreytt starf með sjálf- bærni að leiðarljósi. Við höfum sett okkur sjálfbærnistefnu þar sem við vinnum að markmiðum okkar á því sviði. Lögmenn stofunnar búa yfir sérþekkingu á þessu sviði og höfum við í auknu mæli veitt viðskiptavinum alhliða þjónustu sem samræmist nýjustu viðmiðum um sjálfbærni hverju sinni. Upp á síðkastið höfum við svo verið að útvíkka þetta þjónustusvið hjá okkur í takt við fjölda og fjöl- breytni verkefna á sviðinu.“ Verkefni á sviði sjálfbærni eru að sögn Helgu enn eitt dæmið um getu stofunnar til að uppfylla fram- tíðarþarfir viðskiptavina. „Mark- mið LOGOS er að koma að málum snemma og aðstoða viðskiptavini við fylgni við lög frá upphafi, og reyna þannig að koma í veg fyrir að vandamál komi upp. Það getur verið býsna flókið að þekkja og fylgja öllum lögum og reglum sem eru gildandi á hverjum tíma enda er regluverkið nú mun flóknara en áður var. Við höfum boðið upp á fræðslu á ýmsum réttarsviðum sem mörg fyrirtæki nýta sér.“ Nýtt regluverk ESB „Innan Evrópusambandsins hefur orðið mikil þróun í regluverki á sviði sjálfbærni. Nýlega var sam- þykkt flokkunarreglugerð sem er upphafið að nýrri sýn í fjárfesting- um. Kerfið byggir á samræmdum skilgreiningum um umhverfis- sjálfbæra atvinnustarfsemi. Þá er lögð skylda á tiltekin fyrirtæki að veita upplýsingar um stöðu sína á því sviði. Ekki er hægt að kalla fjár- festingu eða starfsemi græna nema hún uppfylli tiltekin skilyrði þar að lútandi og stuðli að tilteknum markmiðum í þágu umhverfisins. Ég fann snemma að mig langaði að koma inn í mál fyrirtækja fyrr, áður en þau urðu að málum til rannsóknar. Maður sér ýmislegt eftir á sem hefði mátt gera öðru- vísi þegar maður kemur seint inn í mál. Með fræðslu og lagfæringu ýmissa ferla má stuðla að því að starfsemi fylgi lögum og koma í veg fyrir vanda sem ella hefði geta komið upp. Þegar regluverk ESB fór að þróast í átt að frekari sjálfbærni vaknaði enn meiri áhugi á sjálf- bærnimálum fyrirtækja. Fjárfestar sem vilja láta sig sjálfbærni varða geta nýtt flokk- unarkerfið til að skera úr um virði fjárfestinga í fyrirtækjum, þá hvort starfsemi fyrirtækja teljist umhverfissjálfbær. Við höfum unnið verkefni fyrir viðskiptavini sem vilja átta sig á betur á reglu- verkinu og kynna sér hve mikil losun má vera hjá fyrirtæki svo starfsemi teljist umhverfissjálfbær. Einnig aðstoðum við fyrirtæki við að setja upp innri stefnur og reglur á sviði sjálfbærni. Þar má nefna verkefni í grænni fjármögn- un, úttekt á umhverfisverkefnum og heildræna ráðgjöf. Þarna nýtum við okkar þekkingu og reynslu og heimfærum á nýtt svið. Það er augljóst að fjárfestar eru áhugasamir um að vita hvort fjár- festingar sem þeir vilja koma að séu raunverulega grænar og sjálfbærar. Nú er verið að búa til sameiginlega skilgreiningu á því hvað telst sjálf- bært og grænt. Áður gat ýmislegt fallið undir það án þess að að baki lægi samræmd skilgreining. Þá er áhugavert hvernig sjálfbærnimál- efni tengjast fjölmörgum öðrum sviðum, eins og orkumálefnum og fjármögnun, en á þeim sviðum vinnum við fjölmörg verkefni.“ Jafnvægi Kynjahlutföll starfsfólks LOGOS eru nokkuð jöfn að sögn Helgu. „Hér starfa ívið fleiri konur þegar allt er tekið. Við leggjum mikla áherslu á jafnrétti kynjanna í ráðningu starfsfólks, þó jafnvægi hafi ekki enn verið náð á meðal eigenda stofunnar. Af þeim fjórum eigendum sem bættust við nýlega voru tveir karlar og tvær konur. Viðskiptavinir eru farnir að skoða kynjahlutfallið í auknum mæli. Þetta skiptir því máli hvernig fyrirtækið virkar út á við. Upp- byggingin á okkar félagsskap er sú að við erum öll jöfn eigendurnir, sem býr til annan kúltúr og meiri slagkraft í hópnum.“ n Grænni áherslur varða alla, líka fyrirtæki Helga segist hafa fundið snemma á lögmannsferlinum að hana langaði að koma inn í mál fyrirtækja fyrr, áður en þau urðu að málum til rannsóknar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Hjördís Halldórsdóttir, eig- andi og stjórnarmaður hjá LOGOS, sérhæfir sig meðal annars í verkefnum sem varða tæknimál og þar hafa mál er varða gervigreind verið áberandi. Einnig sinnir hún málum er varða höf- undarétt og verktakarétt og er mikið í málflutningi. „Í laganámi hafði ég alltaf haft mestan áhuga á lögmennsku og málflutningi. Þar er skylda að fara í starfsnám og ég prófaði ýmislegt. Meðal annars í landbúnaðar- ráðuneytinu. Ég var staðráðin í að dvelja þar í einn mánuð því ég stefndi alltaf á lögmennsku. Ári eftir útskrift fór ég að vinna hjá AP lögmönnum sem seinna mynduðu hluta af LOGOS, þar sem ég starfa núna. Þrátt fyrir tafir á leið í lögmennsku lærði ég ýmis- legt. Í landbúnaðarráðuneytinu fór yfirmaður minn í leyfi eftir að ég hafði verið þar í hálft ár. Í fjar- veru hans var ég sett í stjórnenda- stöðu og var óvænt komin í djúpu laugina. Í dag er ég einn af eig- endum LOGOS og bý meðal annars að þessari dýrmætu reynslu frá fyrsta árinu.“ Fjölbreytt starf „Ísland er lítið land og fólk þarf yfirleitt að sérhæfa sig á fleiru en einu ákveðnu sviði. Því fylgir að vera í málflutningi að fást við mjög fjölbreytt mál. Einn daginn get ég verið að flytja ágreiningsmál á sviði verktakaréttar gegn verkkaupum. Næsta dag er ég að flytja mál fyrir fjármálastofnun út af lánasamn- ingi. Þriðja daginn er ég svo á kafi í dómsmáli er varðar hugbúnað eða upplýsingatækni.“ Breitt áhugasvið „Höfundaréttur, tækni, verktaka- réttur, málflutningur og kröfu- réttur heilla mig hvað mest, sem og allt sem viðkemur gervigreind. Málflutningurinn finnst mér hvað áhugaverðastur innan lög- mennskunnar. Ég er hæstaréttar- lögmaður, sem og Helga Melkorka. Allt sem viðkemur tækni á einnig hug minn allan, í víðum skilningi, þar með talin lyfjaþróun. Í raun heillar mig allt sem viðkemur vísindum, tækni og sköpun.“ Framhaldspróf í tæknimálum Hjördís var í framhaldsnámi í lögfræði í Stokkhólmsháskóla þar sem mikil áhersla er lögð á þverfaglega þekkingu í lögum og upplýsingatækni. „Lögfræðingar sem ætluðu að starfa á tæknisviði þurftu að bera skynbragð á tækni- legu hliðina og leysa tæknileg verkefni samhliða lögfræði- náminu.“ Allan starfsferilinn hefur Hjör- dís sinnt tæknimálum, sérstaklega í hugbúnaði og upplýsingakerfum. „Það getur verið samningagerð, ráðgjöf og ágreiningsmál og f leira. Síðustu ár hef ég komið inn á ýmislegt sem varðar gervigreind, og veitt til dæmis lagalega ráðgjöf um hvernig megi taka ákvarðanir á grundvelli gervigreindar. Hröð þróun er í regluverki um gervi- greind og von er á frekari reglum frá Evrópusambandinu.“ Höfundarétturinn „Í náminu lagði ég áherslu á höf- undarétt og fékk því slík verkefni þegar ég fór að vinna í lög- mennsku, eins mál sem tengdust hugbúnaðargerð. Ég varði fyrstu tveimur árunum að miklu leyti í stórt upplýsingatækniverkefni sem sneri að hugbúnaðargerð og öðlaðist þekkingu og reynslu á sviðinu. Höfundarétturinn leiddi mig því yfir í tæknina hjá AP lögmönnum og LOGOS hálfu ári síðar. AP lögmenn höfðu einn- ig sinnt persónuverndarmálum frá því tölvulög gengu í gildi. Frá upphafsdögum lögmennskunnar hef ég því sinnt persónuverndar- málum. Í höfundaréttinum hef ég unnið verkefni sem tengjast tónlist og kvikmyndum, og seinni ár tengd- um sjónvarpi. Margt hefur breyst með tilkomu streymisþjónusta og hef ég verið ráðgefandi hvað varðar höfundarétt og fjölmiðla- lög í því samhengi. Ég er formaður Höfundaréttarfélags Íslands og sit í höfundaréttarnefnd sem er menntamálaráðherra til ráð- gjafar. Núna vinnum við að innleiðingu á DSM-tilskipun sem snýr að tilskipun um höfunda- rétt á stafrænum innri markaði. Tilskipunin var samþykkt innan Evrópusambandsins 2019 og nú eru öll Evrópuríki að vinna að því að innleiða hana í sinn rétt. Þessi tæknihluti á höfundaréttinum smellpassar inn í mitt áhugasvið.“ Starf sem hentar öllum „Enn eru kvenkyns lögmenn í miklum minnihluta. Það á sér- staklega við um lögmenn á lög- mannsstofum. Hlutfallið er betra hjá fyrirtækjum og opinberum aðilum. Í eigendahópi LOGOS erum við fjórar konur eigendur, þótt karlarnir séu fleiri. Þetta endur- speglar skiptinguna í stéttinni eins og hún leggur sig. Þó er fullt af hæfileikaríkum ungum konum á þessu sviði sem eiga framtíðina fyrir sér. Þetta breytist vonandi, en það gerist kannski ekki alveg nógu hratt að okkar mati. Lögmannsstarfið á að geta hentað öllum, líka fólki sem ber ábyrgð á fjölskyldum. Dómstólar og viðskiptavinir hafa mikið um tíma manns að segja, en þess á milli er vinnutíminn sveigjanlegur sem getur hentað fólki með börn.“ n Allt sem viðkemur vísindum, tækni og sköpun Höfundarétturinn leiddi Hjördísi út á tæknisviðið þar sem hún fæst meðal annars við mál á sviði gervigreindar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI kynningarblað 49FIMMTUDAGUR 20. janúar 2022 FÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.