Fréttablaðið - 20.01.2022, Page 70

Fréttablaðið - 20.01.2022, Page 70
Vistvera býður upp á umhverfisvænar og umbúða- lausar neysluvörur og vörur til heimilisins. Verslunin hefur verið starfrækt í fjögur ár og er áhersla lögð á að bjóða upp á gott úrval vist- vænna vara en Vistvera er með verslanir í Grímsbæ og á Selfossi. Síðastliðið haust stækkaði Vistvera og opnaði stærri og bjartari verslun í Grímsbæ. Birna Dögg Guðmunds- dóttir, rekstrarstjóri Vistveru, segir: „Okkur hafði lengi langað að stækka. Hér í Grímsbæ hefur okkur liðið vel og höfum eignast marga viðskiptavini í gegnum árin. Þess vegna ákváðum við að halda okkur í Grímsbæ en við trúum því að hverfisverslanir og smærri versl- unarkjarnar séu mikilvægir fyrir samfélagið í heild og því mikilvægt að litlar verslanir eins og okkar nái að skjóta rótum.“ Birna Dögg segir að með stækkun verslunarinnar sé nú hægt að bjóða upp á breiðara vöruúrval en áður, rauði þráðurinn sé þó ávallt að bjóða upp á umhverfisvænar vörur. „Við leggjum áherslu á gæða vörur á sanngjörnu verði, meðal annars vandaða handgerða bursta frá Svíþjóð, unna af blindum og sjón- skertum. Eins erum við með sápur og krem frá franska fjölskyldufyrir- tækinu Marius Fabre sem starfrækt hefur verið í yfir 120 ár og unnið vörur sínar eftir sömu fjölskyldupp- skriftinni allar götur síðan. Þá hafa WUKA túrnærbuxurnar slegið í gegn, en þær koma alfarið í stað einnota dömubinda og túr- tappa. Túrnærbuxurnar eru raka- drægar og henta fyrir blæðingar og áreynsluþvagleka. Þær koma í mörgum stærðum og ólíkum sniðum og henta konum á öllum aldri. Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu vel unglingarnir taka í þær enda frábærar buxur. Starfsfólk Vistveru leggur áherslu á að bjóða upp á góða þjónustu og býr yfir sérþekkingu á þeim vörum sem verslunin selur. Þarfir fólks eru ólíkar og því leggjum við mikla áherslu á að bjóða upp á persónu- lega þjónustu og kynna fólk fyrir þeim frábæru lausnum sem í dag bjóðast fyrir þá sem vilja taka skref í átt að grænni framtíð og um leið skilja eftir sig sem minnst vist- spor.“ n Allar upplýsingar um Vistveru og vörurnar sem boðið er upp á má finna á vefsíðunni www.vistvera. is og í verslunum í Grímsbæ, Efsta- landi 26, Reykjavík, og á Eyravegi 5, Selfossi. Hjá fasteignasölunni Húsa- skjól er mikil áhersla lögð á gott upplýsingaflæði og því var sett upp nýtt upp- lýsingakerfi til að viðskipta- vinir geti fylgst með öllu söluferlinu. Ásdís Ósk Valsdóttir er eigandi fasteignasölunnar Húsaskjól. Hún er einn eigandi og hefur byggt hana upp frá grunni. Húsaskjól er stærsta fasteignasala á Íslandi sem er í eigu konu. Ásdís Ósk hefur gert stórfelldar breytingar á rekstrinum síðan faraldurinn hófst sem hafa bætt þjónustu og stytt vinnutíma starfsmanna. „Hlutverk okkar er að veita sem bestar upplýsingar og vera eins fagleg og hægt er. Eftir að Covid byrjaði lét ég því hanna fyrir okkur nýtt upplýsingakerfi sem eykur gegnsæi og skilvirkni í fasteignaviðskiptum og gerir fólki kleift að fylgjast með öllu söluferlinu. Það hefur verið rosaleg ánægja með kerfið, bæði hjá starfsmönnum og viðskipta- vinum,“ segir Ásdís. Úrvals upplýsingagjöf „Fólk bókar sig nú sjálft í opin hús og sækir upplýsingar um eignir sjálft. Við tókum þennan hátt upp þegar við fórum að þurfa að halda utan um mætingar og fjölda gesta vegna sóttvarna. Þar sem allir eru bókaðir fyrir fram er líka auðvelt að senda tilkynningar á alla eftir þörfum, til dæmis ef opið hús fellur niður vegna sóttkvíar,“ útskýrir Ásdís. Húsaskjól rekur öfluga sam- félagsmiðladeild og sendir reglu- lega frá sér vandað upplýsingaefni sem er hægt að nálgast bæði á samfélagsmiðlum Húsaskjóls sem og á heimasíðunni. Húsaskjól er einnig eina fasteignasalan á landinu sem rekur greiningadeild sem sendir frá sér mánaðarlegar skýrslur um markaðinn. „Við kynntum líka nýverið forritið ReiknaVerð, þar sem allir geta séð verðbreytingar á sinni fasteign á f ljótlegan hátt,“ segir Ásdís. Aldrei gengið betur „Ég hef verið starfandi í 19 ár og árið 2021 var stærsta árið okkar frá upphafi,“ segir Ásdís. „Á sama tíma vinnum við nú 35% minna en áður, því þessi sjálfvirku kerfi spara gríðarlega vinnu. Við erum spennt fyrir því sem koma skal á þessu ári. Næstu skref eru að setja í loftið Kaupendaþjón- ustu með nýjungum sem hafa ekki sést hér áður og Viðhaldsbók fyrir okkar viðskiptavini til að skrá inn allar endurbætur sem þeir hafa gert og halda þannig utan um virðisauk- andi framkvæmdir hjá þeim,“ segir Ásdís. n Heimasíða Húsaskjóls má finna hér: www.husaskjol.is. Betri upplýsingar tryggja fólki betri þjónustu Ásdís Ósk Valsdóttir er eigandi fast- eignasölunnar Húsaskjól, en það er stærsta fasteignasala á Íslandi sem er í eigu konu. MYND/AÐSEND Vistvera stækkar í Grímsbæ Birna Dögg Guð- mundsdóttir, rekstrarstjóri Vistveru. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI   VIÐ SELJUM FASTEIGNIR Austurmörk 4, 810 Hveragerði s. 483 5800 • byr@byrfasteign.is Elín Káradóttir Löggiltur fasteignasali 50 kynningarblað 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.