Fréttablaðið - 20.01.2022, Page 75

Fréttablaðið - 20.01.2022, Page 75
Það er mikilvægt að konur séu teknar inn í stjórnunar- stöður fyrirtækja almennt þar sem aukin fjölbreytni leiðir til betri stjórnunar og ákvörð- unartöku. Elísabet Ýr Sveinsdóttir Hlutfall kvenna innan orku- geirans hefur hækkað mikið undanfarin ár. Hjá Orku- sölunni er hlutfall kvenna og karla í framkvæmdastjórn fyrirtækisins jafnt auk þess sem hlutfall kvenna hjá Orkusölunni hefur aukist töluvert seinustu ár. Orkugeirinn hérlendis hefur lengi verið afar karllægur en á undanförnum árum hefur sú breyting orðið að hlutfall kvenna í geiranum hefur hækkað mikið. Um leið hefur hlutur kvenna í stjórnunarstöðum innan fyrir- tækja í orkugeiranum aukist mjög og til að mynda er hlutfall kvenna og karla í framkvæmdastjórn Orkusölunnar jafnt um leið og hlutfall kvenkyns starfsmanna hjá Orkusölunni hefur aukist töluvert seinustu ár, að sögn þeirra Heiðu Halldórsdóttur, markaðsstjóra Orkusölunnar, Elísabetar Ýrar Sveinsdóttur, fjármálastjóra Orku- sölunnar, og Höllu Marinósdóttur, öryggis-, umhverfis- og gæðastjóra Orkusölunnar. „Það er mikilvægt að konur séu teknar inn í stjórnunarstöður fyrirtækja almennt þar sem aukin fjölbreytni leiðir til betri stjórn- unar og ákvörðunartöku. Einnig er mikilvægt að gefa ungum konum tækifæri á að stíga inn í stjórnunar- stöður þar sem hugmyndaauðgi og hæfni þeirra eykur verðmæta- sköpun innan fyrirtækja,“ segir Elísabet. Fjölbreytnin breytir miklu Þær eru sammála um að mikilvægt sé að starfsemi Orkusölunnar hafi á að skipa fjölbreyttum hópi starfs- manna, þar á meðal þegar kemur að kynjaskiptingu. „Það skiptir okkur miklu máli að hafa fjölbreyttan hóp starfsmanna með ólíkan bak- grunn og reynslu. Fjölbreytni eykur þekkingu fyrirtækisins sem hjálpar okkur að auka samkeppnishæfni og ná markmiðum fyrirtækisins,“ bætir Heiða við. Heiða segir að meirihluti starfsfólks í höfuðstöðvum Orku- sölunnar séu konur auk þess sem konur séu í auknu mæli að sækja um störf hjá fyrirtækinu. „Með fjölbreytileika eykst víðsýni fyrir- tækisins, umræðan verður sterkari og þar sem ólík sjónarmið koma saman náum við betri árangri. Orkusalan er með fjölbreyttan hóp af starfsfólki og fær það, óháð kyni eða stöðu, að hafa áhrif og koma skoðunum sínum á framfæri.“ Umhverfið skiptir máli Hlutverk Orkusölunnar er að framleiða, kaupa og selja rafmagn til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana um land allt. „Orkusalan leggur áherslu á að skapa nýja möguleika í framleiðslu og sölu á endurnýjanlegri orku. Fyrirtækið leggur ríka áherslu á samfélags- lega ábyrgð í öllu sínu starfi og vill með því hafa jákvæð áhrif á allt umhverfi sitt og samfélagið í heild. Umhverfið skiptir okkur miklu máli og er Orkusalan fyrsta raforkufyrirtækið hér á landi sem hefur náð kolefnishlutleysi. Losun fyrirtækisins kemur fyrst og fremst frá almennum rekstri en losun sem hlýst af vinnslu raforkunnar er í lágmarki þar sem Orkusalan á og rekur aðeins vatnsaflsvirkjanir, en losun þeirra samanborið við jarðhitann er mun minni,“ segir Halla. Kallað eftir grænni vottun Halla segir einnig að fyrirtæki séu í auknum mæli að kalla eftir vottun á grænu rafmagni þar sem það felur í sér forskot á markaði. „Grænt ljós Orkusölunnar er gripur sem Orkusalan hefur afhent fyrir- tækjum í nokkur ár og er staðfest- ing á uppruna orkunnar sem keypt er af okkur. Þar staðfestum við að öll orkan sem við seljum frá okkur er 100% endurnýjanleg.“ Miklar breytingar hafa orðið á orkumarkaði hérlendis undan- farin ár. „Samkeppnin á raforku- markaði hefur aukist töluvert seinustu ár og þá sérstaklega með tilkomu nýrra raforkusölufyrir- tækja. Regluverkið hefur einnig verið að breytast mikið seinustu ár og hefur fyrirtækið þurft að aðlaga sig breyttum aðstæðum,“ segir Heiða. Elísabet segir Orkusöluna hafa brugðist við þessu með því að ráða til sín fólk með ólíka reynslu sem styrki fyrirtækið til að bregðast við þessum breytingum sem hefur átt sér stað. „Orkusalan stefnir hátt á þessu ári og hlakkar til að takast á við þessar stóru breytingar af miklum krafti.“ Krefjandi verkefni fram undan Orkusalan er ört stækkandi fyrirtæki og eru mörg spennandi verkefni fram undan hjá Orku- sölunni að þeirra sögn, þá helst þau stóru skref sem taka þarf í átt að orkuskiptum. „Verkefnið næstu ár almennt á markaðnum, og þar af leiðandi hjá Orkusölunni, er snjallmælavæðing hjá dreifi- veitum. Það verkefni verður mjög spennandi og mun breyta raf- orkumarkaðnum að miklu leyti. Markaðurinn er að breytast og það er í höndum okkar í þessum geira að fræða neytandann. Raf- magn er ekki bara rafmagn heldur auðlind sem við þurfum öll að bera ábyrgð á að nýta sem best,“ segir Elísabet. n Nánari upplýsingar á orkusalan.is. Fjölbreytni eykur þekkingu fyrirtækisins Hlutur kvenna í stjórnunarstöðum innan orkugeirans hefur aukist á undanförnum árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Frá vinstri eru Halla Marinós- dóttir, öryggis-, umhverfis- og gæðastjóri, Elísabet Ýr Sveinsdóttir fjármálastjóri og Heiða Hall- dórsdóttir, markaðsstjóri Orkusölunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR kynningarblað 55FIMMTUDAGUR 20. janúar 2022 FÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.