Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.01.2022, Qupperneq 85

Fréttablaðið - 20.01.2022, Qupperneq 85
 Konum í geir- anum er að fjölga en það er samt eins og að við stelpurnar séum feimnar við að koma okkur áfram. Eva Lind Matthíasdóttir Við höfum vaxið þétt og stöðugt samhliða tækninni og ég tel mig afar lánsama að fá að vinna í þessum geira. Valgerður Hrund kynningarblað 65FIMMTUDAGUR 20. janúar 2022 FÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU Frá vinstri: Val- gerður Hrund Skúladóttir, framkvæmda- stjóri Sensa, Eva Lind Matthíasdóttir, sérfræðingur IP símalausna- samskipta- lausna, Sigrún Hilmarsdóttir, tæknimaður í rekstrarþjón- ustu, sérfræð- ingur í rekstrar- þjónustu og Apple lausnum, Gerður Mekkín Gunnarsdóttir, netsérfræð- ingur, Sigurborg Gunnarsdóttir, sérfræðingur í viðskiptastýr- ingu og ráðgjöf, Íris Stefánsdótt- ir, sérfræðingur í skýjalausnum og Júlía Pálma- dóttir Sighvats, sérfræðingur í viðskiptastýr- ingu og ráðgjöf. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR breyst og ímynd tæknigeirans er allt önnur en hún var. Fram að þessu hafa líka verið of fáar kven- fyrirmyndir í geiranum en þeim fer fjölgandi,“ segir Sigurborg. Innleiðing skýjalausna Sigurborg hóf störf hjá Sensa fyrir rúmum 5 árum og hefur á þeim tíma unnið í vöruþróun og ráðgjöf tengdri stafrænni vegferð fyrir- tækja og nýtingu þeirra á skýja- lausnum. „Þróunin sem hefur orðið á skýjalausnum á þessum fáu árum er ótrúleg og það er spenn- andi að fá að styðja fyrirtæki í þeirra vegferð. Leiðin í skýið og notkun skýja- lausna getur verið flókin. Þótt lausnir verði aðgengilegri er ekki þar með sagt að innleiðing þeirra sé einfaldari. Það eru margir nýir þættir sem þarf að huga að og sumar lausnir krefjast þess að við breytum því hvernig við vinnum. Það getur reynst erfitt meðan á breytingafasanum stendur. Einn- ig er magn upplýsinga orðið svo mikið að hætta er á að við týnumst í öllu upplýsingaflóðinu. Við í Sensa leitum því sífellt nýrra leiða til að einfalda innleiðingu skýja- lausna hjá fyrirtækjum og þróum nýjar lausnir sem styðja við inn- leiðinguna. Það er virkilega gaman að taka þátt í slíkri nýsköpun. Stærsta breytingin í starfsemi Sensa frá því ég hóf störf varð þegar alþjóðlega tæknifyrirtækið Crayon keypti félagið á síðasta ári. Í gegnum Crayon fáum við m.a. aðgang að sérfræðingum út um allan heim sem geta aðstoðað okkur í verkefnum og vöruþróun. Þannig getum við þjónað betur núverandi viðskiptavinum og í samstarfi við Crayon einnig sótt á ný mið,“ segir Sigurborg. Þróa ný tækifæri Júlía hefur einungis verið hjá Sensa í fimm mánuði. „Sensa er fyrirtæki sem þorir að fara nýjar leiðir. Það leggur áherslu á traust til starfs- fólks og starfsfólk hefur mun meira umboð til að gera hluti en ég hef áður kynnst. Þetta var ein af ástæðunum fyrir því að mér fannst eftirsóknarvert að starfa hjá Sensa. Það er samt eitt sem breytist ekki og það er að lausnirnar, ráðgjöfin og þjónustan sem er veitt, byggja á fólki og þétt samvinna með öflugu samstarfsfólki er lykill að fram- gangi. Þessi tími hefur verið mjög lærdómsríkur og ég hef verið svo heppin að fá að taka þátt í fjöl- breyttum verkefnum innan Sensa, með viðskiptavinum og svo einnig með Crayon Global og systurfyrir- tækjum. Mínar áherslur hafa verið að þróa ný tækifæri bæði með viðskipta- vinum og svo einnig í tækifær- unum sem felast í að Sensa er orðið hluti af alþjóðlegu fyrirtæki. Einnig hef ég fengið að vinna með teymiseflingu og framkvæmd stefnumótunar ásamt aðkomu að vöruþróun. Starfið er mjög fjöl- breytt og fyrirtækið veitir starfs- fólki svigrúm til að vinna í því sem starfsfólki finnst áhugavert og þar sem það getur nýtt styrkleika sína sem mest,“ segir Júlía. Mikilvægt að fullnýta rekstrar umhverfið Íris hóf störf hjá Sensa fyrir tveimur árum en hefur verið í geiranum mun lengur. „Í skýjalausnum starfa ég með breiðum hóp sérfræðinga sem hafa yfirgripsmikla þekkingu á öllum þáttum skýjavistar. Innan hópsins er hver aðili með vissa sérhæfingu og mín snýr að M365 vörunum, Sharepoint sérstaklega. Starfið er sérlega fjölbreytt, allt frá því að vinna í teymi við að aðstoða viðskiptavini við að færa rekstrar- umhverfi sitt af eigin tölvubúnaði í skýið til þess að útfæra sjálfvirka ferla og skipuleggja skjalaumhverfi og innri vefi viðskiptavinarins. Markmiðið er að hjálpa viðskipta- vininum að þekkja og fullnýta þau tól sem þeir hafa aðgang að, án þess að þeir þurfi að hafa sína eigin sérfræðinga við störf,“ segir Íris. Þær Eva Lind Matthíasdóttir, Sigrún Hilmarsdóttir og Gerður Mekkín Gunnarsdóttir eru sam- mála um að störf innan upplýs- ingatækninnar henti konum mjög vel. Mamma kom mér í upplýsingatæknina Eva hóf störf hjá Sensa 2013 og var fyrsta tæknikonan sem var ráðin inn. „Ég var einstæð móðir sem starfaði í vaktavinnu hjá Norður- áli. Mér fannst ekki mikil framtíð í því svo ég ákvað að skoða með hvaða hætti ég gæti menntað mig. Ég rétt komst inn á Háskólabrú Keilis til þess að klára ígildi stúd- entsprófs og þegar náminu var að ljúka benti mamma mér á aug- lýsingu þar sem auglýst var eftir stelpum í tölvunarfræðideild HR, þannig að ég gæti sagt að mamma hafi komið mér í upplýsinga- geirann. Konum í geiranum er að fjölga en það er samt eins og að við stelpurnar séum feimnar við að koma okkur áfram. Þegar störf eru auglýst eru konur í miklum minnihluta þeirra sem sækja um. Ég held að það sé að hluta til vegna þess hve miklar kröfur við setjum á okkur sjálfar. Ég hefði til dæmis ekki sótt um starfið hjá Sensa á sínum tíma, nema af því félagi minn hvatti mig áfram. Ég upp- fyllti ekki allar kröfurnar sem voru settar fram í auglýsingunni og var þar af leiðandi ekki viss um að ég væri hæf í starfið. Hér erum við rúmum átta árum síðar. Starfið mitt felur í sér að greina þarfir viðskiptavina er snúa að samskiptum eins og t.d. í gegnum Microsoft Teams og Webex og aðstoða viðskiptavini sem nota þessa lausnir til að einfalda sína ferla og auka skilvirkni. Þetta geri ég t.d. með því að þarfagreina þá ferla er snúa að símtalsflæðum mismunandi hópa innan fyrirtækja, hvernig fólk vinnur í fjarvinnu, hvernig fundar- herbergi eru uppsett til að skila sem bestri upplifun, aðlaganir og breytingar í þjónustuverum og í raun allt þar sem tæknin spilar hlutverk í samskiptum milli fólks. Hvað starfið varðar er fjöl- breytileiki starfsins skemmtilegur, tækifærin sem felast í tækninni eru mörg og þau gera mér kleift að vaxa í starfi. Teymisvinna með samstarfsmönnum er góð í bland við sjálfstæð vinnubrögð. Innan Sensa er öflugt starfs- mannafélag sem hefur þó verið í dvala í þessu Covid ástandi. Við eigum það til að taka gam- anið alla leið og hefur það vakið mikla lukku þegar við höldum upp á Halloween, klæðum okkur upp í Star Wars-búninga þegar við förum saman í bíó og eigum skemmtilega daga með mökum í tengslum við árshátíð og jólahlað- borð og leikum okkur með fjöl- skyldunum á árlegum fjölskyldu- degi,“ segir Eva Lind. Ákvað að elta langþráðan draum Sigrún hóf störf hjá Sensa 2016, en hún lauk kerfisstjórnunarnámi á sama tíma. „Ég fór beint eftir Menntaskóla í lögfræði og var komin langt á leið með hana þegar ég tek óvænta u- beygju og ákvað og elta langþráðan draum hvað varðar tölvur. Bróðir minn hefur unnið í geiranum í mörg ár og síðan ég var lítil hef ég fylgst með því sem hann hefur verið að gera og haft mikinn áhuga því. Mitt starf felst í því að sjá um rekstur á umhverfi fyrirtækja sem kerfisstjóri. Ég vinn mest með Microsoft skýjaþjónustu og allt þar í kring ásamt því að leggja mikla áherslu á að PC og MacOS útstöðvar geta verið í sama tækniumhverfi. Það sem mér finnst skemmti- legast að takast á við eru verkefni sem einfalda umhverfi viðskipta- vina í samræmi við nýjustu og öruggustu tæknina. Það er svo góð tilfinning að geta fundið lausn þar sem viðskiptavinurinn er ánægður og finnur hvernig tæknin getur einfaldað og haldið vel utan um upplýsingar sem fyrirtækin geyma. Tæknin er alltaf að breytast og fylgir því starfinu einnig að vera tilbúin að læra á nýja hluti, vera skipulögð og bregðast við nýjum áskorunum. Hjá Sensa er mikill mannauður í starfsfólkinu, þar sem allir eru í raun fagmenn á sínu sviði og allir eru tilbúnir að hjálpast að og leggja sitt af mörkum til að gefa okkar viðskiptavini góða upplifun af Sensa,“ segir Sigrún. Tækifæri til að þróast og læra Gerður hóf störf hjá Sensa 2016 en sama ár útskrifaðist hún úr tölv- unarfræðideild HR. Þá hafði hún tekið þriggja vikna námskeið sem hluta af náminu sem Sensa sá um fyrir HR. „Ég vissi að ég vildi alltaf læra eitthvað tengt stærðfræði en hún liggur vel fyrir mér. HR bauð upp á þverfaglegt nám tengt stærð- fræði og tölvunarfræði. Námið og vinnan kveikti áhuga minn á upplýsingatækni og þá sérstaklega öryggis- og netlausnum. Ég er í hópi net- og öryggis- lausna. Vinn mikið við rekstur á okkar miðlæga hýsingarum- hverfi ásamt því að aðstoða viðskiptavini Sensa með þeirra umhverfi. Það sem er skemmti- legast við starfið eru öll tækifærin sem gefast í formi fjölbreyttra verkefna og sveigjanleika til þess að fá að læra/þróast í þá átt sem ég kýs. Þá er líka nauðsynlegt að minnast á að hjá Sensa starfar mjög skemmtilegt og sérstaklega hjálplegur hópur sérfræðinga,“ segir Gerður. ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.