Fréttablaðið - 20.01.2022, Síða 86
Barnaloppan og Extra-
loppan ultu af stað mikil-
vægri byltingu á íslenskum
nytjavörumarkaði. Guðríður
Gunnlaugsdóttir og Brynja
Dan segjast báðar himinlif-
andi yfir góðum viðtökum
Íslendinga við verslununum.
Barnaloppan breytti miklu í kaup
hegðun Íslendinga þegar verslunin
var opnuð 2018 í Skeifunni. Hug
myndin byggir á finnsku fyrirbæri.
Ári síðar opnaði Extraloppan í
Smáralind. „Hjá okkur leigir þú
eigin bás, setur upp vörurnar þínar
og svo sjáum við um söluna,“ segir
Guðríður, eigandi og framkvæmda
stjóri Barnaloppunnar. Brynja Dan,
einn eigandi Extraloppunnar, segir
að markmiðið sé að stuðla að hring
rásarhagkerfinu.
„Hér er lögð áhersla á breytt
neyslumynstur og að gefa hlut
unum annað líf, að versla notað og
selja það sem maður hefur ekki not
fyrir lengur. Þannig skapast hring
rás sem er mikilvæg fyrir jörðina
okkar. Við erum öll vissulega orðin
meðvitaðri um mikilvægi hringrás
arhagkerfisins, en betur má ef duga
skal og verslanir eins og Barnalopp
an og Extraloppan eru stór partur í
þeirri vitundarvakningu.“
Loppurnar eru mikilvægur liður
í hringrásarhagkerfinu
Með tilkomu Barnaloppunnar og
Extraloppunnar hefur verið skap
aður vettvangur sem auðveldar
fólki kaup og sölu á notuðum
vörum. „Þetta er frábær leið til þess
að endurnýta og taka þátt í hring
rásarhagkerfi landsins og græða
aðeins á því í leiðinni. Internetið
hefur nýst ágætlega við sölu vara,
en í tilfelli notaðra vara vill fólk oft
fá að þreifa á þeim og jafnvel þefa,
áður en þær eru keyptar. Þessi leið
verður til þess að mun meira magn
af vörum fer í endursölu og þær eru
því nýttar aftur,“ segir Guðríður.
Þjónustan er lykilatriði
Guðríður segist brasa í flestöllu sem
tengist rekstrinum á Barnalopp
unni. „Ég legg samt megináherslu
á markaðsmál, á meðan maðurinn
minn sér að mestu um rekstrar
hlutann. Við erum þó bæði til
staðar nánast alla daga vikunnar,
enda er það stór hluti af okkar
vörumerki að vera til staðar og veita
persónulega þjónustu.“ Brynja Dan
hefur unnið við markaðssetningu
í yfir áratug og segist búa vel að
þeirri reynslu hjá Extraloppunni.
„Einnig er ég með ágætlega stóran
hóp á Instagram og mér finnst
alltaf gaman að sýna hvað ég er að
bralla þar og loppan stór partur af
því.“ Brynja er að eigin sögn loppu
mamman í Extraloppunni og sér
þar um dagleg störf. „Ég stend flesta
daga vikunnar vaktina á loppu
gólfinu og tek á móti básaleigj
endum og öðrum viðskiptavinum.
Þá held ég utan um starfsmanna
málin og markaðssetninguna með
starfsfólkinu mínu. Við erum voða
þéttur hópur og það er alltaf gaman
í vinnunni.“
Guðríður er viðskiptafræðingur
að mennt og tók meistaragráðu í
þjónustustjórnun frá Viðskipta
háskólanum í Kaupmannahöfn.
„Námið hefur nýst mér vel í
mínum rekstri, en ég tel að góð
þjónusta sé lykilatriði í velgengni
fyrirtækja. Ég segi oft við starfs
fólkið mitt að ég vilji bjóða upp á
heimsklassaþjónustu í Loppunni
og ég er bara alls ekkert að grínast
með það.“
Framtíðin er björt
„Það er frábært að sjá hvað kaup
hegðun landsmanna hefur breyst
síðustu ár og hvað endurnýting
er orðin stór hluti af íslensku
samfélagi eftir að við opnuðum
Barnaloppuna og Extraloppuna,“
segir Guðríður. „Okkar markmið
er að halda áfram því góða starfi
sem við höfum unnið, halda áfram
að skapa vitundarvakningu fyrir
umhverfismálum og hvetja fólk til
að endurnýta, því það er framtíð
in.“ Faraldurinn segir Guðríður að
hafi reynt á taugarnar. „Þetta
hefur verið áskorun sem hefur
kennt manni að hugsa í lausnum
og finna leiðir til að láta hlutina
ganga upp. Stærsta áskorunin er þó
líklega að halda sér alltaf á tánum,
ekki staðna í neinum aðgerðum
tengdum rekstrinum og markaðs
setningunni. Finna leiðir til að
bæta sig og hlusta á alla gagnrýni
með opnum huga og fá fólk með
sér í lið, hvort sem það er starfsfólk
eða viðskiptavinir.“
Brynja segist spennt yfir fram
tíð Extraloppunnar. „Ég sé bara
fyrir mér að við munum stækka.
Að þetta verði normið frekar en
hitt. Ég sé fyrir mér að verslunar
kjarnar verði blandaðri en þeir
eru og fólk geti keypt alls konar
notaðan varning: fatnað, húsgögn,
tæki og tól. Framtíðin er björt
enda er unga fólkið okkar svo
meðvitað og f lott. Þau hafa áhuga
á að varðveita og vernda jörðina
okkar og munu gera betur en fyrri
kynslóðir.“ n
Loppurnar sem hlaupa í hringrásarhagkerfinu
Brynja Dan
stendur vaktina
í Extraloppunni
í Smáralind
ásamt frá-
bærum hópi
starfsfólks.
MYND/AÐSEND
Guðríður segir góða þjónustu lykilatriði í velgengni fyrirtækja. MYND/AÐSEND
Okkar markmið er að þinn fundur eða viðburður
gangi eins vel fyrir sig og framast er kostur.
Við bjóðum upp á 11 glæsilega sali fyrir ráðstefnur,
fundi námskeiðahald, sýningar og margt fleira.
GRAND HÓTEL REYKJAVÍK
FYRSTA FLOKKS RÁÐSTEFNU-
OG FUNDARAÐSTAÐA
H
ÁTEIG
U
R · BJARTUR · GLÆSILEGUR · STÍLHREINN ·
27 M
2 B
RE
IÐ
TJ
A
LD
KYNNIÐ YKKUR MÁLIÐ
islandshotel.is/fundir | fundir@islandshotel.is
66 kynningarblað 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU