Heilbrigt líf - 01.06.1947, Page 18
Svíar, að ennfremur sé loftgat eða loftrifa fyrir hreint loft,
ekki minni en 30 cm.2
Fyrir loftrennuopinu (ætíð uppi undir lofti í herberg-
inu) er rist, sem auðvelt er að loka og opna, og sogar
loftrennan því betur burtu óhreina loftið, sem hún er
hærri (lengri), og því meiri munur, sem er á hita inni og
úti. Loftrennurnar þurfa helzt að liggja inni í (upphituðu)
húsinu, ella vera mjög vel hitaeinangraðar. Eru þær ýmist
leiddar inn í reykháf eða upp úr þaki, og er þá þýðingar-
mikið, að þær séu leiddar upp yfir mæni, svo að minni
hætta sé á, að loftrennslið taki öfuga rás. Gjarnan má
sameina loftrennur frá fleirum en einu herbergi í sömu
íbúðinni, og er það jafnvel stundum til bóta, en ekki þykir
rétt að sameina loftrennur mismunandi íbúða, nema um
vélknúna sogdælu sé að ræða. — Þar, sem arinn er eða
ofn í herbergi, verkar reykháfurinn eins og loftrenna.
f margbýlishúsum, þar sem hver íbúð er á einni hæð
og nær þvert yfir húsið, eru sums staðar hafðar láréttar
loftrennur (á milli lofts og gólfs) frá einni húshlið til
annarar. Verða þær á þann hátt styttri og ódýrari en ef
lagðar væru upp yfir þak, og ekki þarf að óttast, að hljóð
og matarlykt berist á milli íbúða, eins og komið getur fyrir,
þar sem loftrennur frá meira en einni íbúð eru sameinaðar.
Enda þótt alltaf sé einhver munur á hita á norður- og
suðurhlið eða austur- og vesturhlið húsa, getur hann þó
tæplega valdið nægilegu loftsogi í rennunum, en bæta má
það að nokkru leyti með loftgötum eða loftrifum á út-
veggjum herbergjanna.
Ýmsir, einkum byggingameistarar, finna loftrennunum
margt til foráttu, það sé erfitt og dýrt að koma þeim
fyrir, þær fyllist af ryki, sem feykzt getur inn í herbergin,
þær veiki og óprýði veggina, og að hljóðbært verði í húsum,
þar sem þær eru. Eitthvað er ábyggilega til í þessu, og
víst er, að þær þykja mjög hvimleiðar, en þó hafa híbýla-
16
Heilbrigt líf